Sara með mótsmet

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 9.-10. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu. Sara Gunnlaugsdóttir 14 ára náði að komast fjórum sinnum á verðlaunapallinn sem er aldeilis vel af sér vikið. Hún sigraði í 600m hlaupi á tímanum 1:45,08 sem er persónulegt met hjá henni og setti mótsmet í greininni. Hún varð í öðru sæti í langstökki með stökk uppá 4,57m og varð einnig í öðru sæti í 60m grind á tímanum 10,10sek sem er persónulegt met hjá henni. Hún varð svo í þriðja sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,62sek. Þetta er frábær árangur hjá Söru en hún keppti í 6 greinum á mótinu.

Kjartan Óli Bjarnason 12 ára stóð sig líka vel á mótinu. Hann varð í þriðja sæti í langstökki með stökk uppá 4,19m sem er persónulegt met hjá honum. Hann bætti sig líka í 60m hlaupi þar sem hann varð þriðji í undanúrslitum en endaði svo í fjórða sæti á tímanum 9,22sek í úrslitahlaupinu. Var hann að bæta tímann sinn í 60m hlaupinu. Hann varð líka í fjórða sæti í 600m hlaupi á tímanum 1:56,85 og var einnig að setja persónulegt met þar.

Aðrir keppendur stóðu sig vel og margir settu persónuleg met.

Öll úrslit mótsins eru hér.