Í viðureign Bjarnarins og SR í gær mættu SR-ingar sterkir til leiks og sýndu að þeir voru alveg með á nótunum með því að skora tvö mörk á fyrstu mínútunni. Þeir bættu svo um betur með tveimur mörkum til viðbótar í fyrsta leikhluta. Bjarnarmenn voru hins vegar seinir að taka við sér og var staðan 0-4 fyrir SR eftir fyrstu lotu.
Bjarnarmenn vöknuðu aðeins í leikhlé og mættu einbeittari til leiks í upphafi annar lotu og börðust vel og drengilega í gegnum alla lotuna. Ekki var mikið um mörk en þó átti Kristers Bormanis fyrstamark Bjarnarmanna með stoðsendingu frá Róberti Pálssyni. Því miður minkaði munurinn á mörkum ekkert því tæpum tíu mínútum áður höfðu SR-ingar nælt sér í eitt mark í viðbót. Staðan eftir lotuna var því 1-5 fyrir SR.
Þrátt fyrir mikinn markamun létu Bjarnarmenn það ekki á sig fá og komu tví (eða þrí) efldir til leiks í síðust leiklotu. Þetta var hörkuspennandi lota og sýndu strákarnir virkilega hvað í þeim býr þegar þeir röðuðu inn fimm mörkum á þrettán mínútum. Annað mark Bjarnarins skoraði Viktor Svavarsson með stoðsendingu frá Kristers Bormanis og kom stöðunni í 2-6, eftir leikhlé sem SR-ingarnir tóku sýndi Hjalti hvað í sér býr og skoraði þriðja mark Bjarnarins með stoðsendingu frá Edmunds og Jóni Alberti, sex mínútum síðar var það svo aftur Kristers sem var að verki og skoraði fjórða markið án stoðsendingar. Mínútu síðar kom Ólafur Björnsson með fimmta mark Bjarnarmanna með stoðsendingu frá Ingþóri Árnasyni og tveimur mínútum eftir það jafnaði Kristers leikinn 6-6 með stoðsendingu frá Ólafi Björnsyni.
Leikurinn endaði í framlengingu þar sem liðin léku þrír á þrjá og fyrsta mark varð sigurmark. Þrátt fyrir hörku og þrautsegju í strákunum tókst þeim ekki að innsigla sigurinn og fengu SR-ingar fyrsta markið í framlengingu og loka staðan því 6-7 fyrir SR-ingum.
Við þökkum Sr-ingum fyrir heimsóknina og hörku spennandi og skemmtilegan íshokkíleik.