Um deildina
Tennisdeild Fjölnis býður upp á æfingar fyrir byrjendur og lengra komna iðkendur frá 6 ára aldri. Hægt er að fá lánaðan búnað í Tennishöllinni.
Allar æfingar hjá Tennisdeild Fjölnis fara fram í Tennishöllinni í Kópavogi, sem er eina tennisaðstaða landsins. Í Tennishöllinni eru þrír tennisvellir, félagsaðstaða, búningsklefar og við hlið Tennishallarinnar eru þrír útitennisvellir.
Á sumrin hefur tennisdeild Fjölnis í samstarfi við Þrótt haldið námskeið á útivöllum í Laugardalnum, þar sem farið er í helstu grunnatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega tennisleiki og fleira.
Iðkendur Fjölnis hafa náð afar góðum árangri í tennis undanfarin ár og eiga m.a. nokkra Íslands-og Reykjavíkurmeistaratitla
Íslandsmeistaramót utanhúss 2020
Íslandsmeistari utanhúss 2020 í U14 er Eygló Dís Ármannsdóttir en Saule Zukauskaite lenti í öðru sæti.
Íslandsmeistarar utanhúss 2020 U16 er Eygló Dís Ármannsdóttur og Eva Diljá Arnþórsdóttir er Íslandsmeistari utanhúss 2020 í U18. Eygló Dís og Eva Diljá lentu í öðru sæti í tvíliðaleik U18 (strákar og stelpur).
Íslandsmeistarar Fjölnis utanhúss 2020 í flokki 40+ eru Hrafn Hauksson og Joaquin Armesto Nuevo frá Fjölni í 2. sæti.
Í flokki 50+ voru Reynir Eyvindsson og Ólafur Helgi Jónsson frá Fjölni í 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu utanhúss
Reykjavíkurmót 2020
Eva Diljá Arnþórsdóttir er Reykjarvíkurmeistari í meistaraflokk einliða sem og U18 einliða, ásamt því að sigra í U16 tvíliðaleik ásamt Eygló Dís Ármannsdóttur
Eygló Dís Ármannsdóttir sigraði einnig í flokkum U14 og U16 í einliðaleik.
Saule Zukauskaite hafnaði í öðru sæti í meistaraflokk, þriðja sæti í U16 og 3-4. sæti í U14.
Björn August Björnsson Schmitz er Reykjarvíkurmeistari í flokki U10 í einliðaleik, og lenti í öðru sæti í flokki U12.
Sigríður Sigurðardóttir er Reykjarvíkurmeistari í flokk 30 ára og eldri.
Hrafn Hauksson lenti í 3. sæti í flokk 50 ára og eldri.
Íslandsmót 2020 – liðakeppni
Fjölnir var með lið í U14, U16, U18, 40+, 50+ og meistaraflokk karla.
Fjölnir varð Íslandsmeistari í U14 með Eygló Dís Ármannsdóttur, Maríu Hrafnsdóttur og Saule Zukauskaite.
Fjölnir varð líka Íslandsmeistari U16 með Eygló Dís Ármannsdóttur og Evu Diljá Arnþórsdóttur. Þær stöllur enduðu svo í 3. sæti í U18.
Í 40+: Hrafn Hauksson og Joaquin Armesto Nuevo í 2. sæti. Í 50+: Reynir Eyvindsson og Ólafur Helgi Jónsson í 2. sæti
Í meistaraflokki karla spiluðu bræðurnir Kjartan Pálsson og Hjalti Pálsson og voru þeir í 2. sæti
Á hverju ári hefur Tennisdeild Fjölnis átt fulltrúa í íslenska landsliðinu og einnig hafa spilarar frá Fjölni spilað eða eru að spila tennis á Háskólastyrk í Bandaríkjunum.
- Hera Björk Brynjarsdóttir – Valdosta State University, Georgia
- Rebekka Pétursdóttir – Savannah College of Art & Design, Savannah, Georgia
- Carola M. Frank – Auburn University at Montgomery, Alabama
- Gunnar Einarsson – UCLA, Los Angeles, California
- Hrafnhildur Hannesdóttir – University of Washington, Seattle, Washington
- Raj K. Bonifacius – Clemson University og Virginia Commonwealth University, Richmond, Virginia
Aðalspilari deildarinnar núna er Hera Björk Brynjarsdóttir sem var í 2 sæti í einliða og 1. sæti í tvíliða í meistaraflokki á Íslandsmóti í einstaklingskeppni utanhúss 2020. Hún spilar með tennisliði Valdosta Sate í Georgíu í Bandaríkjunum þar sem hún er í háskólanámi.
Hera Björk tók þátt á Smáþjóðaleikunum fyrir Íslands hönd sem fóru fram í Svartfjallalandi 2019. Hún var Íslandsmeistari í einliðaleik innanhúss 2016 og 2017 í kvennaflokki.