Æfingagjöld - Sund


Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug

Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.

Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.

Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.

Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.

Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund

 

Þjónustugjöld Sundsambands Íslands

Sundsamband Íslands innheimtir þjónustugjald af öllum sundfélögum á landinu. Þessi gjöld notar SSÍ til að þjónusta sundfélög og iðkendur sundíþróttarinnar á Íslandi. Sunddeild Fjölnis mun hafa tvær upphæðir af þjónustugjöldum þar sem sundfólk í eldri hópum notar þessa þjónustu meira og keppir á mun fleiri mótum en þau yngri.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Translate »