ATH BÖRN FÆDD ÁRIÐ 2014 GETA EINNIG SKRÁÐ SIG Á NÁMSKEIÐ!

 

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll fara fram í júní og ágúst. Þar fá börn fædd á árunum 2014-2017 tækifæri á að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Námskeið hefjast kl. 9:00 fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegishlé er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Hægt er að skrá börn í gæslu fyrir og eftir námskeið, frá kl. 8:30 til 9:00 og/eða 16:00-16:30.

Staðsetning greina:

  • Fimleikar: Fimleikasalur
  • Fótbolti: Gervigras úti
  • Frjálsar: Fjölnishellirinn
  • Handbolti: Fjölnishöll
  • Körfubolti: Fjölnishöll
  • Íshokkí: Skautasvell
  • Listskautar: Skautasvell
  • Skák: Egilshöll

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt.

Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.

Tímasetningar greina

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2015-2018. Krakkarnir fá tækifæri til að kynnast 8 íþróttagreinum; fimleikum, fótbolta, frjálsum, handbolta, íshokkí, körfubolta, skák og listskautum með heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður. Börnin mæta í Fjölnishöllina og enda daginn þar líka. Við opnum kl. 08:45 á morgnana og forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Hægt er að skrá börn í gæslu fyrir og eftir námskeið.

Staðsetning greina:

  • Fimleikar: Fimleikasalur
  • Fótbolti: Gervigras úti
  • Frjálsar: Fjölnishellirinn
  • Handbolti: Fjölnishöll
  • Körfubolti: Fjölnishöll
  • Íshokkí: Skautasvell
  • Listskautar: Skautasvell
  • Skák: Egilshöll

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Frekari fyrirspurnir berist á netfangið sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er því mikilvægt að klæða sig vel. Það sama á við um listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánaðan hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir léttu nesti, vatnsbrúsa og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að passa það að rétt netfang og símanúmer sé skráð í skráningakerfinu.

Karateþrek + Styrktar þjálfun

Hefur þú alltaf viljað læra sjálfsvörn, að bæta þig í þreki og að styrkja þig í leiðinni?

Ný námskeið eru að hefjast þann 3. júní 2024.

Í boði eru fjögurra vikna námskeið og er æft þrisvar sinnum í viku, klukkustund í senn.

Á námskeiðinu verður æfð tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. Farið verður í almenna sjálfsvarnartækni sem á rætur að rekja til karate og annarra bardagalista, þrek æfingar til að bæta þol og verður farið í ítarlega styrktar þjálfun fyrir allan líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, teygjur, lóð og eigin líkamsþyngd.

Þjálfarinn, Snæbjörn, hefur margra ára reynslu í bardagalist, sjálfsvörn, og er með 3.dan í karate. Hann er karateþjálfari með þjálfararéttindi ÍSÍ og er menntaður styrktar þjálfari frá Háskólanum á Keili.

Forskráning er hafin!

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Snæbjörn Willemsson í síma: 6166493 eða í gegnum tölvupóst: snaeji10@gmail.com

 

Karateþrek + Styrktar þjálfun fyrir 12 – 15 ára

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum 17:00-18:00.

Lengd: 4 vikur, námskeið (1) 3. júní – 28. júní / námskeið (2) 1. júlí – 26. júlí

Kostnaður per námskeið: 30.000 kr

 

Karateþrek + Styrktar þjálfun fyrir 16+ára

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum 18:00-19:00.

Lengd: 4 vikur, námskeið (1) 3. júní – 28. júní / námskeið (2) 1.j úlí – 26. júlí

Kostnaður per námskeið: 30.000 kr

Next Level Gaming í samstarfi með Fjölnir og Dusty býður börnum upp á skemmtilega og fræðandi leikja upplifun í rafíþróttum. Námskeiðin okkar fara fram á haustönn, vorönn og á sumrin.

Sumarnámskeið í rafíþróttum eru námskeið sem starfrækt eru yfir sumartímann og eru hugsuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-15 ára sem eru að stíga sín fyrstu skref rafíþróttum. Námskeiðin fara fram í húsnæði Next Level Gaming í Egilshöll. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi æfir með öðru félagi eða ekki. Grunnatriði í rafíþróttum eru höfð að leiðarljósi ásamt því að hafa gaman í skemmtilegum hópi.

Við teljum mikilvægt að börn fari úr sínu herbergi, hitti jafnaldra með sömu áhugamál og spila tölvuleiki í heilbrigðu umhverfi undir stjórn þjálfara. Þannig læra þau jákvæð samskipti, spila í hóp, fá fræðslu og hafi stjórn á spilatíma.

Verð fyrir sumarnámskeið í rafíþróttum 2024 er kr. 18.500 kr.- fyrir 5 daga námskeið og 4 daga 14.500 kr.- Veittur er 5% systkinaafsláttur (5% af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina)

Fyrra námskeið hefst klukkan 09:00 til 12:00 og seinna námskeið er frá 13:00 til 16:00.

Skráning á sumarnámskeiðin fara fram inn á https://xpsclubs.is/login

Sumarnámskeiðin árið 2024 fara fram fyrir og eftir hádegi eftirfandi vikur:

Námskeið 1: 24. – 28. Jún

Námskeið 2: 1. – 5. Júl

Námskeið 3: 8. – 12. Júl

Námskeið 4: 15. – 19. júl

Námskeið 5: 22.  – 26. júl

Námskeið 6: 29.júl – 2. ág 

Námskeið 7: 6. – 9. Ág

Námskeið 8: 12. – 16. Ág

Námskeið 9: 19. – 23. Ág

Innifalið í sumarnámskeiði er:

  • 5 daga rafíþróttakennsla
  • Pizzaveisla á lokadegi
  • Prufuvika á vetraræfingar hjá Fjölnir
  • 2 frímiðar í spil hjá Next Level Gaming
  • Diplóma í lok námskeiðs

Þátttakendur eru beðnir um að koma klædd í þægilegum fatnaði og hafa með fatnað fyrir útiveru. Einnig er æskilegt að hafa með sér hollt nesti og drykk.

Iðkendur mega koma með sinn eiginn búnað lyklaborð, mús eða heyrnatól en hinsvegar er allur búnaður til staðar.

 

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

 

NLG áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.

 

Frekari upplýsingar veitir Þórir Viðarsson – thorir@nlg.is ✨

Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2024!

Listskautadeildin verður með sumarbúðir í þrjár vikur í júní:

  • Vika 1 – 10.-14. júní
  • Vika 2 – 18.-21. júní*
  • Vika 3 – 24.-28. júní

Hópar fyrir öll getustig!

Í boði eru heilsdagsbúðir fyrir hópa 1-4 (keppnisflokkar) og hálfsdagsbúðir fyrir hóp 5 (skautaskóli lengra komnir)

Verð

Hópur 1-4

47.250 kr / 37.800 kr*

Ef skráð er fyrir 9. maí er veittur 5% afsláttur af skráningargjöldum, fullt gjald er 47.250kr

Námskeiðið er heildagsnámskeið.

*Ef skráð er fyrir 9. maí er veittur 5% afsláttur af skráningargjöldum, fulltgjald fyrir fjóra daga er 37.800kr
Námskeiðið er heildagsnámskeið.

Hópur 5

28.350 kr / 22.680 kr*

Ef skráð er fyrir 9. maí er veittur 5% afsláttur af skráningargjöldum. Fullt gjald er 28.350kr.
Námskeiðin eru hálfan daginn frá

*Ef skráð er fyrir 9. maí er veittur 5% afsláttur af skráningargjöldum. Fullt gjald er 22.680kr

Námskeiðin eru hálfan daginn frá

 

* ath fjórir dagar

 

Skráning fer fram hér:

https://xpsclubs.is/fjolnir/registration

Velja ‘Listdans’ og svo viðeigandi námsskeið eftir hóp.

 

Fjölnir áskilur sér rétt til að fella niður námskeið náist ekki næg skráning!

Frekari upplýsingar um skautabúðir HÉR

Sunddeild Fjölnis býður upp á sundnámskeið í útilaug Grafarvogslaugar í sumar. Aðstoðarfólk tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:

Námskeið 1 – 10.-21. júní (9 dagar)
Námskeið 2 – 24. júní-5. júlí (10 dagar)
Námskeið 3 – 22. júlí-2. ágúst (10 dagar)
Námskeið 4 – 6.-16. ágúst (9 dagar)

Tímasetningar í boði á námskeiði 1:

08:15-08:55
09:00-09:40
09:45-10:25
10:40-11:20
11:25-12:05

Tímasetningar í boði á námskeiði 2

08:15-08:55
09:00-09:40
09:45-10:25
10:40-11:20
11:25-12:05

Tímasetningar í boði á námskeiði 3

08:15-08:55
09:00-09:40
09:45-10:25
10:40-11:20
11:25-12:05

Tímasetningar í boði á námskeiði 4

08:15-08:55
09:00-09:40
09:45-10:25
10:40-11:20
11:25-12:05

 

Námskeiðið fer fram alla virka daga. Athygli er vakin á því að börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Fyrirspurnir berist á skrifstofa@fjolnir.is – Sími: 578-2700

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.

Sumar-Akademía 5. & 4. flokks Fjölnis

Fjölnir ætlar að bjóða upp á aukaæfingar fyrir 5. og 4. flokk karla og kvenna í sumar en þær fara fram á gervigrasinu fyrir utan Egilshöll.
Þjálfarar eru Björn Breiðfjörð, yfirþjálfari (UEFA A) og Óliver Dagur (UEFA B), þjálfari 4. og 6. flokks karla.

Tekin verða fyrir krefjandi tæknileg atriði í bland við skemmtilega leiki sem ná utan um tæknilega þáttinn.
Það mun vonandi skila sér í því að krakkarnir komi af námskeiðinu sem betra knattspyrnufólk með eldmóð í að æfa sig enn meira með bros á vör. Hver æfing verður á móti ekki líkamlega erfið heldur sett áhersla á að hlutirnir séu gerðir rétt með mikið af samtölum og sýnikennslu, bæði frá þjálfurum og myndböndum af þeim bestu í heimi.

Við munum einnig fá til okkar góða leynigesti

 

5 námskeið eru í boði en hver vika verður einstök hvað varðar þema og tækniatriði

 

10.-12. júní
18.-20. júní*
24.-26. júní
1.-3. júlí

*ath þriðjudagur til fimmtudags

2 æfingatímar:

9:00-10:00 5.flokkur kk. & kvk

10:00-11:00 4.flokkur kk & kvk

 

Verð á vikuna: 6.500kr

 

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

 

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.

Fjölnir og Borche Ilievski verða með geggjaðar sumaræfingar vikuna 10.- 14. Júní 🥇
Komdu og taktu smá pre Biba camp með okkur en Borche mun sjá til þess að allir verða betri eftir þessar æfingar 🏀

9-11 ára

09:00-10:15
7.900 kr

12-13 ára

10:30-12:00
9.900 kr

14 ára og eldri

12:33-14:00
9.900 kr

 

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Fyrirspurnir berist á skrifstofa@fjolnir.is – Sími: 578-2700

Taktu sumarið af krafti og skráðu þig sem allra fyrst 👊

Sumarnámskeið handboltadeildar
Handboltadeild býður upp á sumarnámskeið fyrr börn fædd 2013, 2012 og 2011

12.-27. júní í Egilshöll

Mán. kl. 16:15 til 17:15

Mið. kl. 16:30 til 17:30

Fim kl. 16:30 til 17:30

 

Verð 14.500 kr

 

SKRÁNING: fer fram í gegnum XPS appið eða HÉR í gegnum tölvu. Leiðbeiningar: https://fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/

Hlökkum til að sjá ykkur