Þjálfarar

Helgi Árnason
Helgi er formaður skákdeildar Fjölnis frá stofnun árið 2004. Hann er umsjónarmaður vikulegra skákæfinga og liðsstjóri allra skáksveita Fjölnis.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Jóhanna er skákkennari við Skákskóla Íslands og á vikulegum skákæfingum Fjölnis. Hún er landsliðskona í skák og var í sigursælum skáksveitum Salaskóla sem unnu Íslandsmót-og Norðurlandamót grunnskóla.

Jóhann Arnar Finnsson
Jóhann Arnar er þjálfari á vikulegum skákæfingum Fjölnis og liðsstjóri yngri skáksveita. Hann hefur æft skák frá 6 ára aldri. Var einn af þeim sigursælu nemendum Rimaskóla sem unnu fjölmörg Íslands-og Norðurlandamót grunnskóla.

Joshua Davíðsson
Joshua er leiðbeinandi á vikulegum skákæfingum Fjölnis. Hefur æft skák frá 5 ára aldri og teflir fyrir Skákdeild Fjölnis og skáksveitir Rimaskóla.

Liss Acevedo Mendez
Liss er landsliðskona Íslands í skák og alþjóðlegur skákmeistari kvenna. Hún er ein þriggja landsliðskvenna sem teflir með Skákdeild Fjölnis.