Sumarnámskeið í rafíþróttum 2025
Hjá Next Level Gaming & Fjölni í Egilshöll
Sumarnámskeið í rafíþróttum eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 7–15 ára sem vilja kynnast eða styrkja sig í rafíþróttum. Námskeiðin fara fram í húsnæði Next Level Gaming í Egilshöll og eru opin öllum, óháð því hvort þátttakandi sé í öðru félagi eða ekki.
Markmið námskeiðanna:
Við leggjum áherslu á:
- Grunnatriði í rafíþróttum
- Skemmtilegt og öruggt umhverfi
- Jákvæð samskipti og hóflegan spilatíma
- Hópavinnu og heilbrigðan leikjastíl
Sumarnámskeið í rafíþróttum eru námskeið yfir sumartímann og fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-16 árs sem vilja æfa rafíþróttir. Námskeiðin fara fram í Next Level Gaming í Egilshöll. Öllum er heimilt að taka þátt hvort sem viðkomandi æfir með öðru félagi eða ekki.
Börnin læra jafnframt betri hegðun á internetinu, rétta líkamsbeitingu við tölvunotkun, mikilvægi andlegrar heilsu sem og þjálfun vöðvaminnis og snerpu, en hluti af námskeiðinu er dagleg útivera og hreyfing.
Við viljum hvetja börn til að stíga útur þægindarrammanum, kynnast jafnöldrum með sömu áhugamál og njóta leikja undir leiðsögn reyndra þjálfara.
Dagsetningar og tímasetningar:
Námskeið eru haldin á eftirfarandi dögum:
- Námskeið 1: 9.–13. júní
- Námskeið 2: 16.–20. júní
- Námskeið 3: 23.–27. júní
- Námskeið 4: 30. júní – 4. júlí
- Námskeið 5: 7.–11. júlí
- Námskeið 6: 14.–18. júlí
- Námskeið 7: 21.–25. júlí
- Námskeið 8: 28. júlí – 1. ágúst
- Námskeið 9: 4.–8. ágúst
- Námskeið 10: 11.–15. ágúst
- Námskeið 11: 18.–22. ágúst
Tímar:
Fyrri hópur: kl. 09:00–12:00
Seinni hópur: kl. 13:00–16:00
Verð:
5 daga námskeið: 19.990 kr.
4 daga námskeið: 15.990 kr.
Systkinaafsláttur: 5% afsláttur fyrir annað, þriðja og fleiri systkini.
Innifalið í námskeiðinu:
- 4-5 daga rafíþróttakennsla
- Pizzaveisla á lokadegi
- Prufuvika á vetraræfingum Fjölnis
- 2 frímiðar í spil hjá Next Level Gaming
- Diplóma við námskeiðslok
Skráning fer fram á XPS

