Next Lexel Gaming í samstarfi með Fjölni og Dusty bíður börnum upp á skemmtilega og fræðandi leikjaupplifun í rafíþróttum. Námskeiðin okkar fara fram á haustönnvorönn og á sumrin.

Rafíþróttir

Í rafíþróttum hjá okkur er áhersla lögð á að efla félagsleg tengsl, vinna saman í hópum, heilbrigðir spilahættir og fræðsla. Við kennum börnum að nálgast tölvuleiki og rafíþróttir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Æfingar eru 90 mín og hægt er velja um að vera einu sinni í viku eða tvisar.

Tímabil vorannar: 13. janúar – 6. júní 

Hópur 1 – Blandaðir leikir*

7 – 12 ára

Mánudagar kl. 14:30 – 16:00

Miðvikudagar kl. 14:30 – 16:00

*Roblox, Minecraft, Fall Guys, Among Us, Sims

Verð: 62.000 kr

Hópur 2 – Fortnite

10 – 15 ára

Þriðjudagar kl. 14:30 – 16:00

Fimmtudagar kl. 14:30 – 16:00

Verð: 62.000 kr

Hópur 3 – FPS*

12 – 16 ára

Mánudagar kl. 16:00 – 17:30

Miðvikudagar kl. 16:00 – 17:30

*Valorant, Overwatch, CS2, Marvel Rivals

Verð: 62.000 kr

Hópur 4 – Rocket League

7 – 14 ára

Þriðjudagar kl. 16:00 – 17:30

Fimtudagar kl. 16:00 – 17:30

Verð: 62.000 kr

Hópur 5 – Fornite 50%

10 – 15 ára

Þriðjudagar kl. 14:30-16:00

Verð: 35.000 kr

Hópur 6 – Blandaðir leikir*

7 – 12 ára

Mánudagar kl. 14:30-16:00

*Roblox, Minecraft, Fall Guys, Among Us, Sims

Verð: 35.000 kr

Hvernig fara æfingar í rafíþróttum fram?

Fræðsla og almennt spjall

Æfingarnar okkar hefjast á samveru þar sem við spjöllum saman og fræðumst um rafíþróttir og ýmis önnur málefni sem við teljum mikilvægt. Eins og td. mikilvægi góðs svefns og hvernig við getum lært af mistökum til þess að verða ennþá betri spilarar.

Hreyfing og upplifun

Byrjað er að hita upp með teygjum og æfingum áður en farið er í tölvuna. Einnig förum við í ýmsa leiki.

Spil með markmið og bætingum

Spilað er eftir markvissum æfingum og bætingum í huga.