Hópur 5


Hópur 5 samanstendur af hópunum sem áður hétu Snæuglur og Mörgæsir. Iðkendur eru að læra að; skauta á öðrum fæti, nota brúnir og spor. Eru að vinna í grænu og appelsínugulu nælunni. Iðkendur í hópi 5 eru einnig að læra flóknari spor, grunnskautun, byrja að læra pírúettur og einföld stökk. Eru að vinna í bláu, fjólubláu og hvítu nælunni.

SKRÁNING HÉR

Haustönn 2023 – Hópur 5

Þriðjudagar

Svell kl. 15:40-16:20

Afís kl. 16:30-17:20

Miðvikudagar

Svell kl. 15:40-16:20

Afís kl 16:30-17:10

Laugardagar

Svell kl. 11:35-12:20

Upplýsingar um viðburði flokksins og óvæntar breytingar á áætlun koma fram á samskipta og skipulags forritinu Sideline

Sólbrún Erna Víkingsdóttir

Yfirþjálfari

Benjamin Naggiar

Yfirþjálfari deildar

Helga Karen Pedersen

Þjálfari

Vigdís Björg Einarsdóttir

Aðstoðarþjálfari

Innifalið í æfingagjöldum:

  • 2 æfingar á svelli í viku
  • 1 afísæfing í viku
  • Skautanælur (Skautum regnbogann)
  • Lán á skautum og hjálm

 

Æfingagjöld listskautadeildar má finna hér.

Æfingar

Æfingar fara fram á svelli og einnig er afís. Á afís er markmiðið

  • að bæta liðleika, þol og styrk,
  • kynnast mismunandi tegund tónlistar og hreyfingum sem tengjast henni,
  • að iðkendur læri orðaforða og æfingar sem tengjast því sem notað er í skautakennslu.

Til að ná framförum er nauðsynlegt að mæta á æfingar bæði á afís og svelli.

Gott er að hafa með sér smá nesti sem hægt er að borða á milli æfinga, t.d. ávexti/grænmeti/safa, en allt nammi og gos er bannað. Iðkendur geta borðað nesti sitt í félagsheimili deildarinnar, við borðin fyrir framan svellið eða fyrir framan íþróttasalinn en bannað er að vera með mat eða drykki inni í íþróttasalnum. Allir skulu ganga frá eftir sig eftir að nestistíma er lokið.

Fatnaður

Á æfingum eiga skautarar að vera í hlýjum og teygjanlegum fatnaði, t.d. flísbuxum og flíspeysu og vera í fingravettlingum. Ekki má mæta í fatnaði með löngum reimum, víðum fatnaði, hettupeysum né með trefil. Á afís á að vera í íþróttafötum og strigaskóm.

Æfingar utan hefðbundinna æfingatíma

Boðið er upp á heilsdags sumarnámskeið í júní og ágúst. Á námskeiðunum eru æfingar á svelli, gólfi, leikir og útivera. Gott er að iðkendur mæti í sumarbúðir en á þessum tíma er unnið að bæta grunnskautun og tækni. Ef iðkandi tekur frí allt sumarið er líklegt að hann hafi misst niður tækni sem getur tekið nokkrar vikur að vinna upp aftur að hausti.

Mót

Iðkendur Skautaskólans taka ekki þátt á mótum.

Foreldrar

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með æfingum á svelli og er þeim velkomið að sitja í stúkunni og fylgjast með æfingum. Hins vegar viljum við biðja foreldra að virða vinnusvæði þjálfara og iðkenda. Því er ekki heimilt að sitja eða standa við svæðið fyrir aftan svellið (við gluggana), vera í klefanum fyrir neðan stúkuna, á ísnum eða í íþróttasal á meðan á þjálfun stendur. Ennfremur er óheimilt að eiga í samskiptum við iðkendur og þjálfara á meðan á æfingu stendur.

Afísæfingar fara aðallega fram í íþróttasal og eru foreldrar beðnir um að vera ekki inni á meðan kennsla stendur yfir.

  • Axel Örn Sæmundsson
  • Þrymill Þursi Arason
  • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér