Þjálfarar körfuknattleiksdeildar Fjölnis 2025-2026
Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir
Baldur Már Stefánsson
Benedikt Rúnar Guðmundsson
Kjalar Þór Jóhannsson
Lewis Diankhulu
Magnús Freyr Smárason
Stefanía Ósk Ólafsdóttir
Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur haft gæfu til að hafa hæfa og góða þjálfara í hverjum flokki. Þjálfarar sem gefa sig að yngri flokka starfi eru því miður ekki á hverju strái og því getur oft myndast erfið staða við mönnun þjálfunar yngri flokka en stjórn deildarinnar er stolt af því þjálfarateymi sem er við stjórnvölinn á komandi tímabili.
Þjálfarar deildarinnar eru margir búnir að vera hjá deildinni í mörg ár. Þeir eru ýmist með réttindi sem íþróttakennarar, íþróttafræðingar eða með þjálfararéttindi og/eða með margra ára reynslu sem leikmenn í körfubolta. All flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa þjálfað körfubolta í mörg ár við góðan orðstýr.
Körfuknattleiksdeildin leitast við að styðja þjálfara til náms í þjálfarafræðum í takt við menntakerfi Körfuknattleikssambands Íslands.
Þjálfarar fjölmennra flokka hafa yngri þjálfara sér til aðstoðar á æfingum. Oftast eru aðstoðarþjálfarar leikmenn meistaraflokkanna sem hafa áhuga á þjálfun. Lagt er upp með að aðstoðarþjálfarar ljúki a.m.k. fyrsta þjálfaranámskeiði Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ).