Hér fyrir neðan má finna allar upplýsingar um Fjölnismótið 2024 sem fer fram helgina 2-3. nóvember!

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða þurfið að ná á körfuknattleiksdeildina er hægt að senda póst á karfa@fjolnir.is eða hringja í númerið 844-1421

HEILDARLEIKJAPLAN MÓTSINS

INNIFALIÐ Í MÓTSGJALDI

⚠️⚠️ Sýna þarf armband til að komast frítt í BÍÓ, SUND, SKAUTA sem og til að nýta afslætti styrktaraðila.

  • Bíó verður í boði fyrir alla hópa í Sambíóunum Egilshöll. Bíó tímarnir eru 11:30 og 14:00, það stendur í leikjaplaninu hvor tíminn hentar ykkur betur. Bíóið ætti að enda 13:38 og 16:08
    • Myndirnar sem eru í boði eru Transformers One & The Wild Robot, báðar myndirnar eru með íslensku tali.
    • Einn liðstjóri má fylgja hverju liði í bíó.
  • Síðdegisskemmtun í Dalhúsum kl. 17 á laugardeginum – sjá nánar um skemmtunina hér fyrir neðan.
  • Sundlaug Grafarvogs er opin fyrir iðkendur og liðstjóra alla helgina á meðan á mótinu stendur.
  • Frítt verður í skautahöllina í Egilshöll fyrir krakkana á sunnudeginum milli 13 og 16. Við vekjum athygli á því að það kostar þó 500 kr að leigja skauta svo ef einhver á par heima endilega taka það með 😊
  • Next Level Gaming býður 50% afslátt alla helgina fyrir keppendur á mótinu, systkini og aðra aðstandendur.
  • Ásamt verðlaunapeningum fara allir krakkarnir á mótinu heim með glaðning.
  • Klói (kókómjólkur Klói) verður á svæðinu og afhendir krökkum smá gjafir.

SKEMMTUN – á laugardeginum kl. 17 í Dalhúsum

Smá breyting verður á skemmtuninni á laugardeginum en við ætlum að færa skemmtunina fyrr um daginn svo fleiri mótsgestir hafi möguleika á að koma á hana 😊

Við ætlum að halda í það sem virkaði vel í fyrra og hafa skemmtunina fyrr eða bara beint eftir seinustu leiki mótins.

Skemmtunin verður klukkan 17:00 í Dalhúsum.
Á skemmtuninni verður:

  • Troðslusýning frá meistaraflokkum Fjölnis
  • Þriggjastiga keppni frá meistaraflokkum Fjölnis.
  • Skemmtanastjóri heldur uppi stuðinu með allskonar þrautum og gleði
  • Lukkudýr Fjölnis mæta á svæðið og gefur öllum krökkunum ís frá Kjörís
  • Hljómsveitin VÆB kemur og gerir allt tryllt 😊

 

MYNDATAKA OG ÞÁTTUR UM MÓTIÐ

SPORTHERO verða á svæðinu og myndar krakkana, bæði einstaklingsmyndir og liðsmyndir.

Liðsmyndataka er á laugardeginum í Dalhúsum fyrir lið sem keppa þar og á sunnudeginum í Egilshöll fyrir lið sem keppa þar.
Hægt verður að sækja liðsmyndina ókeypis inni á heimasíðu þeirra www.sporthero.is

KVIKMYNDASKÓLI ÍSLANDS verður á svæðinu og tekur upp skemmtilegt myndband um mótið.

Ef það eru einhverjar upplýsingar sem vantar eða ykkur langar bara aðeins að heyra í okkur ekki hika við að senda á okkur línu.

Með Fjölniskveðju,

KKD Fjölnis 🙂

Leikskipulag í MB 6-9 ára á mótinu

Keppt verður í Fjölnishöll og Dalhúsum.

Hver leikur er 1×10 og eru 3 mín á milli leikja. Þess vegna getur oft myndast fyndinn leiktími á leikina 😃

Spilað er eftir helstu reglum sem KKÍ gefa út fyrir minnibolta nema á mótinu verður spiluð vörn fyrir aftan miðju.

Einnig fyrir yngri iðkendur og nýliða munu dómarar reyna að kenna krökkunum á skref, tvígrip og aðrar reglur með því að leiðbeina þeim og líka dæma leikinn.

Munum samt að dómarar hjá okkur eru á öllum aldri, þið megið endilega nota reynslu ykkar í hreyfingunni og leiðbeina ungum dómurum á góðu nótunum.

Öll erum við þarna fyrir krakkana sem eru að stíga sín fyrstu skref í körfubolta

Leikskipulag í MB10 ára mótinu

Mótið verður spilað sem hraðmót. Hver leikur er einnig 2×6. Þess vegna er aðeins öðruvísi tímasetningar á leikjum hjá þeim en við erum að reikna með 20 mín bil á milli leikja, stoppaður verður tími á seinustu mín leiksins.

Skráð verða úrslit leiksins en stigin verða talin og ritaraborð verður á þessum leikjum. Í lok móts verður síðan spilað upp á brons sætið og gull sætið.

AÐALSTÖÐ MÓTSINS

Okkar bækistöðvar verða á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll, mjög auðvelt er að finna okkur þar en þetta er fyrsta sem þið sjáið þegar þið komið inn um aðal innganginn.

Þar getið þið komið og náð í armbönd fyrir liðin og liðstjórana. Í sama pakka eru medalíur og glaðningur fyrir keppendur sem við biðjum um að verði afhent á sunnudeginum ef hægt er 🙂

Liðsmyndatökur verða á laugardag í Dalhúsum og sunnudag í Fjölnishöll. Gert er ráð fyrir að liðin fara í myndatöku í þeim húsum sem þau keppa í.

LEIKSTAÐIR

Keppt er í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum og Fjölnishöllinni Egilshöll.

Dalhús – 4 vellir

Fjölnishöllin – 4 vellir (World Class völlurinn, Next level gaming völlurinn, Heimavöllurinn & Maven Völlurinn)

DALHÚS – ÍÞRÓTTAHÚS GRAFARVOGS

SJÁ Á KORTI

Veitingasala er fyrir framan sundlaugina.

Hægt er að nýta aðstöðu uppi í hátíðarsal Dalhúsum til að setjast niður á milli leikja.

Best er að finna bílastæði á bílastæðinu við fótboltavöllinn eða hjá Húsaskóla

Liðsmyndataka fyrir keppnislið í Dalhúsum er á laugardaginnn í Dalhúsum

FJÖLNISHÖLLIN Í EGILSHÖLL:

SJÁ Á KORTI

Gengið er inn um aðalinngang Egilshallar

Keppnishús til hægri við skrifstofu Egilshallar

Veitingasala í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.

Liðsmyndataka keppnisliða í Egilshöll á sunnudeginum.

Móttaka liða í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis – liðsstjóri sækir armbönd, medalíur og glaðning og kemur til keppenda.

Nóg er um bílastæði allstaðar í kringum Egilshöllina.

Liðsmyndataka fyrir keppnislið í Fjölnishöll er á laugardaginnn í Fjölnishöll / Egilshöll

GREIÐSLUUPPLÝSINGAR

  • Við óskum eftir því að fólk leggi inn á Fjölni heildarupphæð fyrir liðin á meðfylgjandi reikning 0133-15-200688, kt. 631288-7589 og heiti liðs sett sem skýring eins og td. Fjölnir 1
  • Vinsamlegast sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið karfa@fjolnir.is með kvittun og nafni liðs.
  • Ekki verður hægt að greiða fyrir einn iðkenda í einu, þetta verður að koma fyrir allt liðið.
  • Ef þið óskið eftir því að við sendum reikning fyrir gjaldinu endilega sendið okkur heildarupphæðina sem á að senda reikning fyrir og á hvern á að senda reikninginn.
Empty tab. Edit page to add content here.