Æfingatöflur íshokkídeildar Fjölnis tímabilið 2024-2025
Hér fyrir neðan er hægt að sjá æfingatöflur allra flokka í íshokkí tímabilið 2024-2025. Birt með fyrirvara um breytingar.
Það er frítt að prófa í 1-2 skipti og hægt er að skrá sig hvenær sem er yfir önnina
Hér er hægt að nálgast æfingagjöld íshokkídeildarinnar
Nánari upplýsingar um þjálfara deildarinnar er hægt að nálgast hér
Öll samskipti milli þjálfara og foreldra fara í gegnum XPS network appið. Allar æfingar fara fram á skautasvellinu í Egilshöll. Svellið er á annarri hæð hússins, gengið upp stiga hægra megin frá aðalinngangi Egilshallar gengt hárgreiðslustofunni. Hægt er að fá lánaðan allan útbúnað án endurgjalds. Mælum með að mæta u.þ.b. 30 mín fyrir auglýstan æfingatíma. Best er ef börnin eru klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkíbúnaði, einnig mælum við með íþróttaskóm til að taka þátt í afís æfingum. Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna sinna í skautaskólanum.
Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700 eða senda tölvupóst á hokki@fjolnir.is
HOKKÍSKÓLI
Uppistaða æfinga í Hokkískólanum eru leikir og skemmtun til að halda iðkendum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu. Við notumst við kennslufræði Alþjóða íshokkísambandsins Learn to Play (LTP). „Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkí upplifun. Íshokkí á þessu getustigi á að vera byggt á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“ Þegar iðkandi hefur öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldurshópi verður hann fluttur í viðeigandi hóp.
Engin krafa er gerð um að hafa reynslu af skautum. Við mælum með að byrjendur sem þurfa að fá lánaðan búnað mæti 30-40 mínútum fyrir fyrstu æfinguna sína.
HOKKÍSKÓLI BÖRN
2020-2011
3-12 ára
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Fimmtudagur | 17:45-18:35 | Ísæfing |
Sunnudagur | 10:15 - Þrek 11:00-11:50 | Íssalur Ísæfing |
Þjálfarar: Andri Magnússon og Baldur Örn Mortensen
HOKKÍSKÓLI UNGLINGAR
2011-2006
12-17 ÁRA
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Fimmtudagur | 17:45-18:35 | Ísæfing |
Sunnudagur | 10:15 - Þrek 11:00-11:50 | Íssalur Ísæfing |
Þjálfarar: Andri Magnússon og Baldur Örn Mortenson
HOKKÍSKÓLI FULLORÐNIR
2006+
18 ára og eldri
DAGUR | TÍMI |
---|---|
Miðvikudagur | 21:55-23:00 |
Sunnudagur | 21:00-21:55 |
Þjálfari: Andri Magnússon
YNGRI FLOKKAR
U8
2016-2017
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Þriðjudagur | 17:35-18:25 | Ísæfing |
Fimmtudagur | 17:45-18:35 | Ísæfing |
Sunnudagur | 11:00-11:50 | Ísæfing |
Þjálfari: Emil Alengaard
Aðstoðarþjálfari: Kristján Hróar Jóhannesson
U10
2014-2015
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Þriðjudagur | 17:35-18:25 18:35-19:00 | Ísæfing Þrek |
Fimmtudagur | 17:45-18:35 | Ísæfing |
Sunnudagur | 11:00-11:50 | Ísæfing |
Þjálfari: Emil Alengaard
Aðstoðarþjálfarar: Kristján Hróar Jóhannesson og Þórir Hermannsson Aspar
U12
2012-2013
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Mánudagur | 17:00 18:00-18:55 | Þrek Ísæfing |
Þriðjudagur | 17:30 18:40-19:30 | Þrek´ Ísæfing |
Fimmtudagur | 17:30 18:35-19:25 | Þrek Ísæfing |
Sunnudagur | 09:40-10:45 11:00-11:50 | Ísæfing Þrek (Hellirinn) |
Þjálfari: Emil Alengaard
Aðstoðarþjálfarar: Kristján Hróar Jóhannesson, Þórir Hermansson Aspar, Nikita Montvids og Martin Simanek
U14
2010-2011
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Mánudagur | 17:00 18:00-18:55 | Þrek Ísæfing |
Þriðjudagur | 18:30 19:20-20:20 | Þrek Ísæfing |
Fimmtudagur | 17:30 18:35-19:25 | Þrek Ísæfing |
Sunnudagur | 09:40-10:45 11:00-11:50 | Ísæfing Þrek (Hellirinn) |
Þjálfari: Emil Alengaard
Aðstoðarþjálfarar: Kristján Hróar Jóhannesson, Þórir Hermansson Aspar, Nikita Montvids og Martin Simanek
U16
2008-2009
DAGUR | TÍMI | |
---|---|---|
Mánudagur | 17:00 18:00-18:55 | Þrek Ísæfing |
Þriðjudagur | 18:30 19:30-20:20 | Þrek Ísæfing |
Föstudagur | 18:00 19:15-20:15 | Þrek Ísæfing |
Sunnudagur | 11:00 12:05-13:00 | Þrek Ísæfing |
Þjálfari: Martin Simanek
Aðstoðarþjálfari: Þórir Hermansson Aspar
MEISTARAFLOKKAR
MEISTARAFLOKKUR KVK
2007+
DAGUR | TÍMI |
---|---|
Mánudagur | 20:20-21:10 |
Þriðjudagur | 20:30-21:20 |
Fimmtudagur | 20:30-21:20 |
Sunnudagur | 12:05-13:00 |
Þjálfari: Emil Alengård
Aðstoðarþjálfari: Kyle McCann
MEISTARAFLOKKUR KK
2005+
DAGUR | TÍMI |
---|---|
Mánudagur | 21:25-22:15 |
Þriðjudagur | 21:35-22:40 |
Fimmtudagur | 21:30-22:20 |
Sunnudagur | 19:55-20:45 |
Þjálfari: Gunnar Guðmundsson