ÞJÁLFARAR
Arnór Ásgeirsson
Þjálfari 4. fl kk
Elsa Karen Þorvaldsdóttir Sæmundsen
Þjálfari 5. og 6. fl kvk
Óli Fannar Pedersen
Aðstoðarþjálfari 4. fl kvk
Ómar Örn Jónsson
Þjálfari 4. fl kvk
Viktor Lekve
Þjálfari 3. fl kk og aðstoðarþjálfari í mfl kk
Ingi Rafn Róbertsson
Ingi er styrktarþjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna.
Netfang: ihstyrkur@gmail.com
Hinrik Valur Þorvaldsson
Hinrik er styrktarþjálfari meistaraflokks og 3. flokks kvenna.
Netfang: ihstyrkur@gmail.com
Hlutverk og starf þjálfara HDF er í senn afar krefjandi og um leið mjög gefandi. Til mikils er ætlast af þjálfurum deildarinnar enda eru þeir í miklu ábyrgðarstarfi. Þjálfarinn er fyrirmynd í einu og öllu, og skal gera sér grein fyrir því hlutverki sínu. Það felst meðal annars í góðri framkomu, hegðun og klæðnaði hvort sem er á æfingu, leikjum eða á mótum á vegum félagsins. Faglega ber þjálfurum að hafa námskrá HDF til hliðsjónar við þjálfun og á hún að trygga samfellu og samræmi í þjálfun iðkenda handknattleiksdeildarinnar frá fyrstu skrefunum
upp í meistaraflokk.
Þjálfarar HDF skulu sækja námskeið ÍSÍ um almennan hluta þjálfunarréttinda. Þeir sem ekki hafa þau réttindi skulu sækja næsta námskeið sem í boði er í samráði við yfirþjálfara og eru þátttökugjöld greidd af deildinni. Það er á ábyrgð yfirþjálfara að þessi mál séu í lagi í deildinni.
Til að mæta handboltaþjálfunarkröfum þurfa þjálfarar að skila inn handbolta ferilsskrá með upplýsingum til HSÍ svo hægt sé að meta þá til alþjóðlegs þjálfastigs (RINCK). Þeir eiga í kjölfarið að sækja námskeið í samræmi við þjálfarastig sitt á vegum HSÍ til að efla þekkingu sína og færni sem þjálfarar. Í framtíðinni mun launataxti hvers þjálfara taka mið af þjálfaramenntun viðkomandi.
Eitt helsta einkenni góðra þjálfara er gott skipulag. Það krefst aga og útsjónarsemi að vera búinn að skipuleggja hverja æfingu fyrirfram. Það er ljóst að með skipulagningu verða æfingar markvissari og betri. Skipulag kemur inn á marga þætti þjálfarastarfsins og nægir þar að nefna fjölliðamót, foreldrafundi, æfingaleiki. Siðir og reglur sem þjálfarinn setur getur hjálpað honum mikið í sínu starfi beiti hann þeim rétt. Þjálfari er ábyrgur fyrir því að mæta stundvíslega og undirbúinn á allar æfingar og að koma jafnt fram við alla iðkendur. Hann á að halda foreldrafundi að hausti og stofna foreldraráð (á tímabilinu 1. september – 15. október) og
að vera í sambandi við yfirþjálfara og skrifstofu um allt sem snýr að æfingahaldi.