Tryggingamál iðkenda


Slysatrygging

Meginreglan er að iðkendur Fjölnis eru ekki tryggðir á vegum félagsins, þó að þeir stundi æfingar og keppni á vegum þess.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að kanna eigin tryggingar barna sinna og tryggja að þau séu örugg gegn slysakostnaði.

Iðkendur eldri en 16 ára

Iðkendur félagsins eldri en 16 ára kunna að eiga rétt til bóta frá Sjúkratryggingum Íslands sbr. lög um slysatryggingar almannatrygginga frá 2015.

Slys íþróttafólks eru tryggð ef hinn slasaði er 16 ára eða eldri, tekur þátt íþróttaiðkun og slasast við æfingar, sýningar eða keppni. Með íþróttaiðkun er átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá íþróttafélagi innan vébanda Íþrótta- og Ólympiusambands Íslands (ÍSÍ).

Iðkendur eða forráðamenn þeirra bera sjálfir ábyrgð á að afla tilskilinna gagna, fylla út umsóknareyðublað og annast öll samskipti við Sjúkratryggingar Íslands. Nauðsynleg eyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands hér.

Tryggingar og ábyrgð

Mikilvægt er að benda á að samkvæmt íslenskum lögum bera íþróttafélög ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem verða í íþróttastarfi.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að kanna eigin tryggingar barna sinna og tryggja að þau séu örugg gegn slysakostnaði.

Frekari upplýsingar um tryggingamál má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands: www.sjukra.is