Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt og til viðbótar við stök námskeið bjóðum við upp á heildræna dagskrá yfir allan daginn í Fjölni. Þar gefst forráðamönnum barna fædd 2012-2015 (árgangur 2016 bætist við í ágúst) tækifæri á að setja saman skemmtilega dagskrá yfir allan daginn með vali um heita máltíð. Við hlökkum til að sjá barnið þitt á námskeiðum hjá okkur í allt sumar. Skráning fer fram hér!

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn þinn. Börn fædd 2012-2015
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2012-2016
  • Sundnámskeið
  • Körfuboltabúðir
  • Listskautabúðir
  • Íshokkínámskeið

Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll í júní og ágúst þar sem börn fædd 2012-2015 fá tækifæri á að velja um hálfan eða heilan dag, með eða án heitrar máltíðar. Fjölmargar íþróttagreinar eru í boði. Það er tilvalið að búa til dagskrá fyrir heilan dag með tveimur íþróttum og heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður en börnin mæta beint í sína grein.

Við opnum kl. 08:45 á námskeið fyrir hádegi. Við tökum hádegishlé milli kl. 12:00 og 13:00. Eftir hádegi er farið í íþróttina sem var valin eftir hádegi. Forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Staðsetning greina:

-Fimleikar: Fimleikasalur

-Fótbolti: Knatthöll og gervigras úti

-Frjálsar: Fjölnishellirinn

-Handbolti: Fjölnishöll

-Íshokkí: Skautasvell / félagsheimili

-Körfubolti: Fjölnishöll

-Listskautar: Skautasvell / félagsheimili

Í boði er að velja heilan eða hálfan dag, með eða án heitri máltíð. Allar nánari upplýsingar má nálgast hér fyrir neðan. Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er mikilvægt að klæða sig vel fyrir listskauta og íshokkí. Hægt er að fá allan skautabúnað sem þarf lánað hjá Fjölni. Ekki er gerð krafa um að hafa kunnáttu í neinni íþróttagrein til að taka þátt. Það er mikilvægt að muna eftir nesti og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að uppfæra netfang og símanúmer í Nóra.

Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst er fyrir öll börn fædd 2012-2016, krakkarnir fá tækifæri til að kynnast 7 íþróttagreinum fimleikar, fótbolti, frjálsar, handbolti, íshokkí, körfubolti og listskautar með heitri máltíð í hádeginu. Okkar færustu þjálfarar sjá um þjálfun barnanna með góðum aðstoðarmönnum. Fjölnir sér um að halda stuðinu uppi í allt sumar.

Hver dagur er vel skipulagður. Börnin mæta í Fjölnishöllina og enda daginn þar líka. Við opnum kl. 08:45 á morgnana og forráðamenn eru beðnir að sækja börnin sín tímanlega en öllum námskeiðum lýkur kl. 16:00.

Staðsetning greina:
-Fimleikar: fimleikasalur
-Fótbolti: knatthöll og gervigras úti
-Frjálsar: Fjölnishellirinn
-Handbolti: Fjölnishöll
-Íshokkí: Skautasvell / félagsheimili
-Körfubolti: Fjölnishöll
-Listskautar: Skautasvell / félagsheimili

Frekari fyrirspurnir á sumarnamskeid@fjolnir.is eða í síma 578 2701.

Ath. Fótboltinn er að hluta utandyra og það er mikilvægt að klæða sig vel fyrir listskauta og íshokkí. Það er mikilvægt að muna eftir nesti og viðeigandi íþróttafatnaði / skóm.

Við minnum forráðamenn á að uppfæra netfang og símanúmer í Nóra.

Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!

Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.

Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.

Vika 1 – 6.-10. júní (mánudag – föstudags)

Vika 2 – 12.–16. júní (sunnudag-fimmtudags)

Vika 3 – 20.–24. júní  (mánudag-föstudags)

Vika 4 – 2.-6. ágúst (þriðjudag-laugardags)

Vika 5 – 8.-12. ágúst (mánudagur-föstudags)

Nánari upplýsingar má finna hér

Tennisæfingar sumarið 2022

Sumarnámskeiðunum er lokið en æfingar eins og vanalega haldast óbreyttar.

Körfuboltabúðir verða vikuna 27. júní – 1. júlí með Guðmundi Aroni Jóhannessyni.

Tímasetningar:

Árg. 2012-2010
Kl 13:00-14:30

Árg. 2009-2008
Kl. 14:30-16:00

Árg. 2007+
Kl. 16:30-18:00

Búðirnar verða haldnar í Dalhúsum.
Skráning stendur yfir á www.fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is

Sumarnámskeið Sunddeildar Fjölnis 2022

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:

Námskeið 1 – 13. júní – 24. júní / 9 dagar / 8.400 kr.

Námskeið 2 – 27.júní -8. júlí / 10 dagar / 9.300 kr.

Námskeið 3 –  25. júlí – 5. ágúst / 9 dagar / 8.400 kr.

Námskeið 4 –  8. ágúst – 19. ágúst / 10 dagar / 9.300 kr.

 

Tími námskeiða

8:15– 8:55 / Frístund

9:00-9:40 / 4-10 ára

9:45-10:25 / 4-10 ára

10:40-11:20 / 4-10 ára

11:25-12:05 / 4-10 ára

Vekjum athygli á að: Börnum á aldrinum 7-10 ára er boðið að koma og taka þátt með þeim formerkjum að hægt er að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

Skráningar fara fram á fjolnir.felog.is

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.

Íshokkídeild Fjölnis kynnir til leiks sumarnámskeið 2022! Í boði fyrir börn fædd 2012-2016 og eru á skautasvellinu í Egilshöll.

Fyrirkomulagið á námskeiðinu er þannig að námskeiðið hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Þetta námskeið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Vikur í boði:
2.ágúst-5.ágúst
8.ágúst-12.ágúst
15.ágúst-19.ágúst

Börn þurfa ekki að mæta með neinn búnað þar sem þau fá allt sem þau þurfa lánað.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda á sumarnamskeid@fjolnir.is eða hringja í síma 578 2701.

Hlökkum til að sjá sem flesta í sumar!

Karateþrek + Styrktar þjálfun

Hefur þig alltaf langað að læra sjálfsvörn, bæta þig í þreki og styrkja þig í leiðinni?

Ný námskeið eru að hefjast þann 1.júní 2022.

Í boði eru fjögurra vikna námskeið og er æft þrisvar sinnum í viku, klukkustund í senn.

Á námskeiðinu verður æfð tækni sem nýtist við sjálfsvörn og sjálfsstyrkingu. Farið verður í almenna sjálfsvarnartækni sem á rætur að rekja til karate og annarra bardagalista, þrek æfingar til að bæta þol og verður farið í ítarlega styrktar þjálfun fyrir allan líkamann. Unnið er með ketilbjöllur, teygjur, lóð og eigin líkamsþyngd.

Þjálfarinn, Snæbjörn, hefur margra ára reynslu í bardagalist, sjálfsvörn, og er með 3.dan í karate. Hann er karateþjálfari með þjálfararéttindi ÍSÍ og er menntaður styrktar þjálfari frá Háskólanum á Keili.

Forskráning er hafin! Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Snæbjörn Willemsson í síma: 6166493 eða í gegnum tölvupóst: snaeji10@gmail.com

 

Karateþrek + Styrktar þjálfun fyrir 12 – 15 ára

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum 17:00-18:00.

Lengd: 4 vikur, 1.júní – 29.júní / 1.júlí – 29.júlí / 3.ágúst – 31.ágúst

Kostnaður per námskeið: 25.000 kr

 

Karateþrek + Styrktar þjálfun fyrir 16+ára

Hvar: Karate salur Fjölnis í Egilshöll

Hvenær: Mánudögum, miðvikudögum og föstudögum 18:00-19:00.

Lengd: 4 vikur, 1.júní – 29.júní / 1.júlí – 29.júlí / 3.ágúst – 31.ágúst

Kostnaður per námskeið: 25.000 kr