MERKI FÉLAGSINS
Hér er hægt að nálgast merki Fjölnis
Merki Fjölnis
Merki Fjölnis er skjöldur með tveimur F-um sem vísa hvort á móti öðru og þá útgáfu skal notað nema annað sé tekið fram.
Litanúmer merkisins:
Pantone 2935, pantone process yellow, svartur
Hex litakóði:
Gulur: #F3E702
Blár: #1560AA
Svartur: #000000
Litakóði:
Blár: 92.52 – 66.5 – 1.76 – 0
Gulur: 7.72 – 7.712 – 100 – 0
Merki Ungmennafélagsins Fjölnis er eign félagsins og verndað að vörumerkjarétti. Markmiðið er að tryggja að samræmi sé í notkun merkis félagsins og að koma í veg fyrir misnotkun.
Athugið að merki Fjölnis og þar með talinn keppnisbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki Fjölnis..
Öllum deildum Fjölnis er heimilt að nota merki Fjölnis og þar með talinn keppnisbúninginn og leikmenn íklædda honum í íþróttalegum tilgangi.
Öll óréttmæt eða óviðeigandi notkun varðar við lög og reglugerðir Fjölnis.
Óheimilt er að nota merki félagsins án samþykkis skrifstofu félagsins.
Deildum, foreldrafélögum og einstökum foreldrum eða iðkendur er því óheimilt að nota merki félagsins án samþykkis, þetta á við hvort sem notkunin er til merkingar á fatnaði, íþróttavörum eða í hvaða öðrum tilgangi sem hugsast getur.
Merki Fjölnis var tekið í notkun í ágúst árið 1988. Merki félagsins er skjöldur með tveimur F-um, sem vísa hvort á móti öðru.
Breytingar á merki félagsins eru háðar samþykki aðalfundar.