Íþróttafólk ársins
2023 Helga Þóra Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttadeild og Gabriel Sigurður Pálmason, karatedeild
2022 Dagný Lísa Davíðsdóttir, körfuknattleiksdeild og Sigurður Ari Stefánsson, fimleikadeild
2021 Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, körfuknattleiksdeild og Ólafur Ingi Styrmisson, körfuknattleiksdeild
2020 Fanney Ragnarsdóttir, körfuknattleiksdeild og Hans Viktor Guðmundsson, knattspyrnudeild
2019 Eygló Ósk Gústafsdóttir, sunddeild og Úlfur Jón Andrésson, íshokkídeild
2018 Hera Björk Brynjarsdóttir, tennisdeild og Kristinn Þórarinsson, sunddeild
2017 Andrea Jacobsen, handknattleiksdeild og Þórður Ingason, knattspyrnudeild
Íþróttamaður ársins
2016 Viðar Ari Jónsson KDF
2015 Kristján Örn Kristjánsson HDF
2014 Arndís Ýr Hafþórsdóttir FDF
2013 Oliver Aron Jóhannesson SKA
2012 Jón Margeir Sverrisson SDF
2011 Aron Jóhannsson KDF
2010 Jón Margeir Sverrisson SDF
2009 Ægir Þór Steinarsson KKF
2008 Sveinn Elías Elíasson FDF
2007 Sigrún Brá Sverrisdóttir SDF
2006 Sveinn Elías Elíasson FDF
2005 Íris Anna Skúladóttir FDF
2004 Kristín Rós Hákonardóttir SDF
2003 Kristín Rós Hákonardóttir SDF
2002 Kristín Rós Hákonardóttir SDF
2001 Trausti Már Gunnarsson TKWD
2000 Sigursteinn Snorrason TKWD
1999 10. flokkur karla KKF
1998 Rakel Pétursdóttir TDF
1997 Þorri Björn Gunnarsson HDF
1996 Ólafur Dan Hreinsson FDF
1995 Hrafnhildur Hannesdóttir TDF
1994 5. flokkur karla KDF
1993 3. flokkur kvenna KDF
1992 Hrafnhildur Hannesdóttir TDF og Laufey Stefánsdóttir FDF
1991 Ágúst Freyr Einarsson
1990 Hrafnhildur Hannesdóttir TDF
REGLUGERÐ
- Íþróttamenn deilda eru kjörnir ár hvert af deildum félagsins og skulu deildirnar velja íþróttakarl og íþróttakonu sem skarað hefur fram úr öðrum iðkendum og skal fylgja þeirra vali skrá yfir afrek viðkomandi. Afrekaskrá skal vera minnst fimm línur og mest tíu línur.
- Tilnefningar deilda skulu berast skrifstofu félagsins fyrir 1 desember ár hvert á netfangið skrifstofa@fjolnir.is
- Aðalstjórn félagsins skal velja úr hópi íþróttamanna deilda einn íþróttakarl Fjölnis og eina íþrótttakonu Fjölnis.
- Íþróttamenn deilda verða að hafa verið í félaginu á liðnu keppnistímabili.
- Fulltrúi aðalstjórnar félagsins afhendir farandbikar sem íþróttakarl og íþróttakona félagsins varðveita í eitt ár. Íþróttakarl og íþróttakona félagsins fá einnig afhentan bikar til eignar sem gjöf frá aðalstjórn Fjölnis.
- Auk þess hljóta íþróttamenn allra deilda félagsins viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu.
- Afhending verðlauna fer fram við hátíðlega athöfn daginn fyrir gamlársdag ár hvert.
- Reglugerð þessi er sett samkvæmt samþykkt aðalstjórnar Ungmennafélagsins Fjölnis á stjórnarfundi þann 19. desember 2017.