Skráningar haustönn
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á haustönn 2021 og árið 2021-2022 hjá deildum sem bjóða upp á árgjöld.
Allar skráningar eru gerðar rafrænt í Nóra skráningakerfi félagsins, https://fjolnir.felog.is/
Ef ykkur vantar aðstoð við skráningar eða hafið einhverjar spurningar endilega sendið póst á skrifstofa@fjolnir.is
Vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfa starfsmanna getum við ekki lofað að svara öllum tölvupóstum samdægurs en við munum svara öllum póstum við fyrsta tækifæri.
Fjölnir Open 2021
Opna golfmót knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 21. ágúst n.k. og hefst kl. 10:00. Mótið fer fram á golfvellinum í Þorlákshöfn fjórða árið í röð.
Mæting í skála er í síðasta lagi kl. 9:15. Ræst verður af af öllum teigum kl. 10:00.
Leikið verður með Texas scramble fyrirkomulagi og verðlaun verða sem hér segir:
Texas scramble - verðlaun fyrir 3 efstu liðin.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Teiggjöf - fyrir alla.
Dregið úr skorkortum.
Forgjöf liðs er reiknuð samanlögð leikforgjöf kylfinga deilt með 5 og má forgjöf liðs ekki vera hærri en leikforgjöf kylfings með lægri forgjöf.
Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Dæmi: Ef aðili er ekki með forgjöf þá er skráð 24 í karlaflokki en 28 í kvennaflokki.
Verðlaunaafhending fer fram að móti loknu í golfskálanum.
Þátttökugjald:
6.990.- með grilluðum hamborgara og drykk.
Venjan er að skrá heillt holl í einu en einnig er í boði að skrá stök sæti og þá er viðkomandi paraður með öðrum spilara.
Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið leifur33@gmail.com
Rita skal ,,Fjölnir Open 2021” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt símanúmeri og netfangi. Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl.
Sjá hér Facebook event: https://www.facebook.com/events/229548645653394
Mótið er öllum opið og við lofum góðri skemmtun og blíðskaparveðri.
Takið daginn frá!