Fyrstu helgina í júní héldum við vorsýninguna okkar sem heppnaðist ótrúlega vel og erum við virkilega stolt af öllum okkar iðkendum og þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum frá sjálfboðaliðum. Þetta eru alltaf skemmtilegir dagar og eftirminnilegir.

Grunnhópar og æfingahópar eru komnir í sumarfrí og við viljum þakka þeim kærlega fyrir önnina.
Keppnishópar æfa eftir sumartöflu í júní og ágúst og má sjá sumaræfingatíma keppnishópa hér.

Skráning fyrir haustönn verður opnuð á vefnum þann 1. júlí næstkomandi, passið að vera tímanlega til að tryggja iðkendum pláss í hópum.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »