Fjölniskrökkum í 1. og 2. bekk í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal býðst að fá fylgd í Strætó
frá frístundaheimili sínu á æfingar í Egilshöll sem byrja kl. 14:40 og enda kl. 15:30 mánudaga
til fimmtudaga. Fylgdin er ekki í boði fyrir æfingar sem ljúka eftir þann tíma.
Krakkarnir eru sóttir á frístundaheimilin (Ingunnar-, Hamra-, Borga- og Rimaskóli) eða á strætóstoppistöðina (Folda-, Húsa-, Sæmundar- og Dalskóli). Þeim er svo fylgt til baka að lokinni æfingu og passað upp á að þau fari út á réttri
stoppistöð.
Við hvetjum iðkendur Fjölnis sem eru að stíga sín fyrstu skref í að bjarga sér sjálf á æfingar til
þess að nýta sér fylgdina og læra í leiðinni að taka Strætó.
Skráning í fylgdina fer fram í gegnum skráningakerfi félagsins fjolnir.felog.is.
Verðskrá fyrir fylgd á haustönn:
Æfing 1x í viku: 5.000 kr
Æfing 2x í viku: 10.000 kr
Æfing 3-4x í viku: 15.000 kr.
Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilis hvaða daga barnið á að fara á æfingu.
- Skrá þarf iðkandann á haustönn og svo aftur á vorönn, haldi barnið áfram eftir
áramót. - Börn 11 ára og yngri fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu, aðrar almennar
upplýsingar um fargjöld strætó má finna inni á straeto.is - Það er ekki fylgd í boði frá Engjaskóla þar sem þau eru í göngufæri við Egilshöllina
Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingar hefjast.
Gott er ef foreldrar/forráðamenn nái að fara eina ferð með krökkunum í strætó til og frá frístundaheimilinu áður en þau fara í sína fyrstu fylgd.
Þau börn sem fá fylgd verða í sér búningsklefum svo að auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.
Við hvetjum foreldra barna í 3. bekk og eldri til að taka strætó á æfingar áfram!
HÉR er hægt að sjá áætlanir ferða til og frá Egilshöll
*Uppfært haust 2022