Eftir langa bið þá var nú loksins komið að fyrsta móti vetrarins hjá okkar yngri iðkendum í hópfimleikum en líkt og hjá mörgum öðrum féll allt mótahald niður á haustönn. Nú var komið að Bikarmóti í hópfimleikum og stökkfimi. Gerpla sá um mótahaldið og voru mótin haldin í Digranesi síðustu helgi. Mótið var virkilega flott og eiga mótshaldarar mikið hrós skilið.

Bikarmót í Stökkfimi
Fjölnir sendi tvö lið til keppni á Bikarmót í stökkfimi og varð annanð liðið Bikarmeistarar í 3.flokk, A-deild. Virkilega flottur árangur hjá öllum okkar iðkendum á þessum hluta.

Bikarmót í Hópfimleikum
Fjögur lið frá Fjölni voru svo skráð til leiks á Bikarmót í hópfimleikum allt frá 5.flokk – 3.flokk.
Liðin stóðu sig ótrúlega vel og ekki á þeim að sjá að það sé langt síðan þau hafi stigið síðast á keppnisgólfið. Svo má ekki gleyma að dömurnar í 5.flokk voru að keppa á sínu fyrsta hópfimleikamóti.

Tvö lið frá Fjölni enduðu á palli
4.flokkur A – 3.sæti
3.flokkur A – 3.sæti

Öll úrslit helgarinnar má skoða Hér

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »