Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum en Fjölnir átti fjóra keppendur í unglingaflokki karla. Á laugardag  fór fram keppni í fjölþraut, en þar gerði Sigurður Ari Stefánsson sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti. Á sunnudeginum var svo keppt á einstökum áhöldum. Þar var Sigurður Ari Stefánsson Íslandsmeistari unglinga á stökk og hann hafnaði svo í  3. sæti á svifrá. Davíð Goði Jóhannsson hafnaði í 3. sæti á gólfi, hringjum, stökki og tvíslá og Bjartþór Steinn Alexandersson hafnaði í 3. sæti á bogahesti. Eliot Mar Rebora stóð sig einnig vel á mótinu en Eliot er með aldur til keppni í drengjaflokki og á framtíðina fyrir sér.

 

Við óskum strákunum okkar innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

 

Áfram Fjölnir.

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »