Helgina 13 – 14. febrúar var mikið um að vera hjá Fimleikadeild Fjölnis en þá helgi voru haldin tvö Fimleikasambandsmót. Bikarmót unglinga var haldið í Vallarskóla á Selfossi og Þrepamót í 1. – 3. þrepi fór fram íþróttahúsi Bjarkanna í Hafnarfirði. Fjölnir átti fjöldann allann af keppendum á báðum mótum og var árangurinn glæsilegur. Þó að mótahald sé hafið þá eru engir áhorfendur leyfðir í bili og setur það óneitanlega stóran svip á stemminguna í húsunum en okkar keppendur létu það ekki á sig fá og skiluðu sínu. Okkar þjálfara hafa hins vegar lagt mikið á sig til að koma videóum af keppendum til foreldra sem verða að láta sér það duga á þessum fordæmalausu tímum sem nú eru.
Á Bikarmóti unglinga átti Fjölnir keppendur í 3. og 4. flokki.
Í 3. flokki átti Fjönir eitt lið í keppni og endaði það í þriðja sæti.
Í 4. flokki var telft fram tveimur liðum og endaði lið 1 í þriðja sæti og lið 2 endaði í því nítjánda.
Á Þrepamóti í 1. – 3. þrep var árangur Fjölnisstúlkna einnig glæsilegur en þar átti Fjölnir keppendur í 3. og 1. þrepi.
Þær stúlkur sem náðu sínum þrepum voru Júlía Ísold Sigmarsdóttir og Lúcía Sóley Óskarsdóttir í 3. þrepi og Lilja Katrín Gunnarsdóttir í 1. þrepi.
Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með þeirra árangur um helgin og bíðum spennt eftir næstu mótum.
Áfram Fjölnir