Körfuknattleiksdeild Fjölnis heldur enn eitt árið stórmót í körfuknattleik fyrir yngstu iðkendurnar.

Þátttakendur á mótinu eru stelpur og strákar fædd 2009 og síðar. Undanfarin ár hafa yæplega 700 þátttakendur í 139 liðum hafa skráð sig til leiks í mótið.

Mótið fer fram fyrstu helgina í nóvember líkt og síðustu ár, þ.e. helgina 7. – 8. nóvember 2020.

Mótið að þessu sinni leggur alla áherslu á að búa til tækifæri fyrir krakkanna til að keppa loksins í körfubolta. Engir áhorfendur verða leyfðir en allir leikir verða í beinni útsendingu á Facebook.

 

Að venju verður ekki keppt um sætin og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur verður það leikgleðin sem ræður ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening að móti loknu. Mót þetta hefur skipað sér sess í stórmótum vetrarins og þar má jafnan sjá fullt af væntanlegum stórstjörnum, bæði hjá stelpum og strákum.

Þarna sjást oft tilvonandi þjálfarar í efstu deildum sem gjarnan stíga sín fyrstu skref með yngri körfuboltakrakka.

Mótsgjald:

 • Mótsgjald er áætlað kr. 5000 kr. á hvern þátttakanda í mótinu.IMG_6948
 • Verð fyrir gistingu og mat er 2.800 kr. á hvern þátttakanda með morgunmat á hótel Cabin.

Greiðsla mótsgjalds:

 • Greitt er fyrir hvert lið fyrir sig.
 • Millifært er á 114-26-9292, kt. 670900-3120.
  • Setja nafn liðs (t.d. Fjölnir 3) í skýringu á millifærslu og senda á karfa@fjolnir.is
 • Greitt er eigi síðar en 1. nóv.

BIRT MEÐ FYRIRVARA UM BREYTINGAR

Laugardagur 7. nóvember 2020

Kl. 07:30 – 11:00     Móttaka liða í Egilshöll

Móttaka fer fram í Egilshöll, skrifstofu Fjölnis. Þar er tekið við mótsgjaldi liða og keppendur fá afhend þátttökuarmbönd, númer á skólastofu sem gist er í og matarmiða eftir því hvort þátttakendur eru að gista eða ekki. Athugið að greiða þarf fyrir allt liðið í einu. Millifært er inn á 0114-26-9292 kt. 670900-3120 og kvittun send á karfa@fjolnir.is þar sem fram kemur fyrir hvaða lið er verið að greiða.

Kl. 08:00 – 18:50     Leikir á mótinu spilaðirIMG_7531

Spilað er á 10 körfuboltavöllum í þremur íþróttahúsum. Tveimur í Rimaskóla, fjórum í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum og fjórum í nýju Fjölnishöllinni í Egilshöll. Leikið verður samkvæmt 47. grein reglugerðar körfuknattleiksmóta KKÍ þó með þeirri undantekningu að leiktími verður 2×10 mínútur líkt og síðustu ár. Mikilvægt er að lið séu mætt að leikvelli 15 mínútum fyrir ásettan tíma því ein klukka tekur tímann í hverju húsi. Ekki er talið í leikjunum og því ætti leikgleðin að vera í fyrirrúmi – á SAMbíómótinu vinna allir 🙂

Kl. 8:30 – 15:00     Liðsmyndatökur í Egilshöll

Liðsmyndatökur fara fram í Egilshöll við skrifstofu Fjölnis í anddyri Egilshallar. Allir þátttakendur fá gefins útprentaða liðsmynd af liði sínu í lok móts. Hvetjum við alla til að mæta tímanlega í liðsmyndatöku í keppnisbúningi sínum.

Kl. 9:00 – 22:00     Frítt í sund í Grafarvogslaug við Dalhús

Þátttakendur á mótinu fá frítt í Grafarvogslaug á meðan mótinu stendur gegn framvísun armbands mótsins. Grafarvogslaug er í íþróttamistöðinni Dalhúsum.

Kl. 12:15     Vantar

Ævintýri í Egilshöll

Kl. 14:00 – 16:00     Skautasvellið á 2. hæð í Egilshöll

Þátttakendur á mótinu fá frítt á skautasvellið í Egilshöll gegn framvísun armbands mótsins. Hægt er að leigja skauta og hjálm á 500 kr.

Kl. 14:45     SAMbíóin Egilshöll – seinni sýningar hefjast kl. 15:00

Kl. 17:45 – 19:15     Kvöldmatur í Rimaskóla

Kvöldmatur verður í mötuneyti Rimaskóla. Kvöldmatur er innifalinn í matar- og gistigjaldi en aðrir geta keypt sér kvöldmat á kr. 500.

Kl. 17:45 – 19:15     Hrekkjavöku – andlitsmálun í Rimaskóla

Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir þá sem vilja á 2. hæð Rimaskóla.

Kl. 19:30     Blysför frá Rimaskóla

Farið verður í blysför frá Rimaskóla og gengið að Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum þar sem kvöldvakan fer fram. Glowsticks verða afhend í blysförinni til þátttakenda í mótinu. Hægt verður að kaupa glowsticks á staðnum fyrir systkini og aðra.

Kl. 19:45 – 20:45     Hrekkjavöku – kvöldvaka í Dalhúsum

Kvöldvakan er fjölskylduskemmtun þar sem þátttakendur koma saman ásamt fjölskyldum og þjálfurum. Magni Ásgeirsson stjórnar kvöldvökunni og því má búast við miklu fjöri þar sem farið verður meðal annars í leiki og þjálfarasprell. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í hrekkjavökubúningi.

Kl. 20:45 – 21:15     Kvöldkaffi í Rimaskóla

Skúffukaka og mjólk fyrir svefninn í mötuneyti Rimaskóla.

Kl. 22:00     HáttatímiIMG_7021

Allir þátttakendur ganga til náða og ró kemst á í Rimaskóla.

Sunnudagur 3. nóvember 2019

Kl. 7:00 – 9:00     Morgunmatur í Rimaskóla

Morgunmatur verður í mötuneyti Rimaskóla.

Kl. 8:00 – 15:55     Leikir á mótinu halda áfram

Leikir halda áfram á öllum keppnisstöðum.

Kl. 9:00 – 22:00     Frítt í sund í Grafarvogslaug við Dalhús

Þátttakendur á mótinu fá frítt í Grafarvogslaug á meðan mótinu stendur gegn framvísun armbands mótsins. Grafarvogslaug er í íþróttamistöðinni Dalhúsum.

Kl. 10:00 – 13:00     Veltibíllinn

Veltibíllinn verður við Egilshöll fyrir þátttakendur mótsins.

Kl. 10:00 – 16:00     Verðlaunaafhending í Egilshöll

Þegar hvert og eitt lið hefur lokið keppni koma liðsfélagarnir saman ásamt liðsstjórum í verðlaunaafhendingu. Verðlaun ásamt liðmynd úr liðsmyndatöku frá laugardeginum eru afhend þátttakendum í verðlaunaafhendingu.

Verðlaunaafhending fer fram á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

Kl. 10:00 – 16:00     Íspinnaafhending í Egilshöll

Þegar hvert og eitt lið hefur lokið keppni og verðlaunaafhendingu fá  þátttakendur  íspinna.

Kl. 13:00 – 16:00     Skautasvellið á 2. hæð í Egilshöll

Þátttakendur á mótinu fá frítt á skautasvellið í Egilshöll gegn framvísun armbands mótsins. Hægt er að leigja skauta og hjálm á 500 kr.

*** ATH. Tímasetningar geta breyst eftir fjölda þátttakenda ***

 • Keppnisstaðir

  Keppt er í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum, Rimaskóla og Fjölnishöllinni Egilshöll.

  • Rimaskóli – 2 vellirjTxLbLnTE
  • Dalhús – 4 vellir
  • Fjölnishöllin – 4 vellir

  Íþróttahús Grafarvogs Dalhúsum:

  • Veitingasala er staðsett í anddyri á neðri hæð.
  • Skóhirslur eru í inngangi við fótboltavöll.
  • Áhorfendastúka er inni í sal.

  Rimaskóli:

  • Kvöldmatur, kvöldkaffi og morgunmatur er í mötuneyti neðri hæð.
  • Gisting er í skólastofum.
  • Áhorfendastúka er á annarri hæð.
  • Veitingasala er í anddyri á neðri hæð.
  • Skóhirslur eru í anddyri á neðri hæð.

  Fjölnishöllin í Egilshöll:

  • Gengið er inn um aðalinngang Egilshallar
  • Keppnishús til hægri við skrifstofu Egilshallar
  • Veitingasala í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.
  • Liðsmyndataka fer fram á 2. hæð.
  • Verðlaunaafhending í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.
  • Móttaka liða í anddyri Egilshallar hjá skrifstofu Fjölnis.
  •  *Pizzuveisla

Riðlar og leikjaniðurröðun kemur hér: 

 

Leikjafyrirkomulag:

  • Spilað er á 10 körfuboltavöllum í þremur íþróttahúsum.IMG_7406
   • Tveimur völlum (1 og 2) í Rimaskóla.
   • Fjórum völlum í Íþróttahúsi Grafarvogs Dalhúsum.
   • Fjórum völlum í Fjölnishöllinni í Egilshöll (A, B, C og D)
  • Ekki er talið í leikjunum og því ætti leikgleðin að vera í fyrirrúmi – á SAMbíómótinu vinna allir 🙂
  • Mikilvægt er að lið séu mætt að leikvelli 15 mínútum fyrir ásettan tíma því ein klukka tekur tímann í hverju húsi.
  • Spilað verður samkvæmt 45. grein reglugerðar KKÍ um minniboltamót þó með þeirri undantekningu að leiktími verður 2×10 mínútur líkt og síðustu ár.
 • Axel Örn Sæmundsson
 • Þrymill Þursi Arason
 • Guðfastur Brjánn Pétursson

Nánari upplýsingar um þjálfara flokksins má finna hér