Skautaskóli Íshokkídeildar er fyrir alla(r) stelpur og stráka á aldrinum 4 til 12 ára sem langar að læra að skauta og íshokkí.

Engin krafa er á að kunna á skauta, við munum læra það í skautaskólanum.

 

Skautaskólinn er 2x í viku, fimmtudaga kl. 16:50 og sunnudaga kl. 11:15. Æfingar eru bæði á ís sem og einnig af ís.

Uppistaða æfinga hjá Skautaskólanum eru leikir og skemmtun til að halda börnum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu.
Við notumst við kennslufræði Alþjóða íshokkísambandsins Learn to Play (LTP).
„Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkí upplifun. Íshokkí á þessum getustigi á að vera byggð á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“

 

 

                Svör við algengum spurningum:

      • Alltaf Frítt að prufa!
      • Mæting er í Skautahöllina í Egilshöll. Þar munu þjálfarar taka á móti iðkendum
      • Við lánum allan útbúnað án endurgjalds.
      • Mælum með að mæta u.þ.b 20 mín fyrir auglýstan æfingatíma.
      • Best ef börnin séu klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkí útbúnaði, einnig mælum við með íþróttaskóm til að taka þátt í af ís æfingum.
      • Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna í Skautaskóla.
      • ATH! vegna sóttvarna og takmarkana er grímuskylda á alla foreldra, einnig sem að við biðjum einungis eitt foreldri forráðamann að fylgja barni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æfingagjöld fyrir skautaskóla eru 26.000kr fyrir vorönn 2021 (jan – maí). Það er alltaf Frítt að prufa.
Þegar barn hefur svo öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldursflokk flytjum við iðkandann upp í sinn aldursflokk og verða þá æfingar 3x í viku (ís og af ís æfingar).

Skráningu í skautaskólann má finna á Hér.

Varðandi nánari upplýsingar
beinum við á Andra þjálfara hokki@fjolnir.is
eða síma Íshokkídeildar 792-2255