Okkar helstu styrktaraðilar eru
Vilt þú styðja við félagið?
Auglýsingaskjáir
Við erum með þrjá risaskjái í okkar æfingaaðstöðunni okkar, í Dalhúsum, Fjölnishöll og á skautasvellinu í Egilshöll. Að auki erum við með auglýsingaskjái í anddyri Grafarvogslaugar og Egilshallar. Hægt er að kaupa auglýsingar á skjáina og styðja þannig við félagið. Hér má fá upplýsingar um verðtilboð og möguleika.
Með nýjum lögum sem voru samþykkt 1.nóvember 2021 geta velunnarar félagsins nú fengið endurgreiðslu frá skatti ef þeir styrkja félagið.
Einstaklingar geta því styrkt Fjölni um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 4.000 kr styrk til Fjölnis á mánuði fær skattaafslátt að fjárhæð 15.096 kr og greiðir þannig í raun 32.904 kr fyrir 48.000 kr styrk til félagsins
Nánar hér: RSK.IS
Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e. 20%.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Fjölni um 500.000 kr getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr fyrir 500.000 kr styrk til Fjölnis.
Nánar hér: RSK.IS