Ofurhetjumót Gróttu

Ofurhetjumót Gróttu fór fram um helgina og átti Fjölnir bæði stúlkur og stráka sem tóku þátt á mótinu.

Iðkendur Fjölnis skemmtu sér vel á mótinu og stóðu sig eins og hetjur.
Það verður gaman að fylgjast með þessum flottu iðkendum keppa á næsta móti :)


Fjölnisstúlkur Bikarmeistarar í 3. þrepi

Fjölnisstúlkur urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi um helgina.
Mótið fór fram í Gerplu og voru mörg flott lið mætt til leiks.
Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.

Fjölnisstrákarnir sem kepptu í Frjálsum æfingum stóðu sig einnig vel um helgina en þeir lentu í 3. sæti samanlagt.


GK mótið í hópfimleikum 2021

Laugardaginn 20. febrúar fór fram GK mótið í hópfimleikum. Mótið fór fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi FIMA á Akranesi. Á mótinu líkt og öðrum mótum á COVID tímum voru áhorfendur ekki leyfðir. En FIMA í samstarfi við ÍA-TV streymdi mótinu og erum við ákaflega þakklát fyrir það. Enda útsending í frábærum gæðum og mjög vel unnin.

Fjölnir sendi til keppni lið í 2. flokk og í meistaraflokki kvenna og var árangurinn glæsilegur. 2. flokkurinn okkar stóð sig frábærlega en þær lentu í öðru sæti með 47.730 stig. Í fyrsta sæti hafnaði Gerpla 1 með 49.460 stig. Meistaraflokkurinn okkar stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í fjórða sæti með 47.490 stig ekki langt á eftir Stjörnunni 2 sem lenti í þriðja sæti með 49.990 stig. Gaman er að segja frá því að sex lið frá fimm félögum voru skráð til leiks í kvennaflokki en mörg ár eru síðan jafn mörg lið og frá jafn mörgum félögum hafa verið skráð til keppni í meistaraflokki.

Hægt er að sjá upptöku af steyminu á þessum linkum:

2. flokkur: https://www.youtube.com/watch?v=iWmx9Jp4Zpc&t=793s

Meistaraflokkur: https://www.youtube.com/watch?v=XsJlq90_FnA

 


Mótatímabilið í áhaldafimleikum hófst um helgina

Mótatímabilið hófst loksins um helgina og ríkti mikil spenna meðal keppenda. Fjölnis stúlkurnar stóðu sig mjög vel og nutu þess    keppa á  

Þær stúlkur sem náðu 5. þrepi voru: María Kristín, Nicole, Dagbjört, Elísa Ósk, Laufey Björk, Andrea, Diljá Harpa og Svandís Eva.  

Þær stúlkur sem náðu 4. þrepi voru: Sigrún Erla, Ída María, Telma Guðrún, Laufey Birta og Guðrún. 

Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

   


Bikarmót í áhaldafimleikum

Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram síðustu helgi og var keppt í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum kvk og kk. Keppendur stóðu sig mjög vel, sýndu flottar æfingar og skemmtu sér vel á mótinu. Strákarnir sem kepptu í frjálsum æfingum áttu gott mót en þeir lentu í 3. sæti. Stúlkurnar áttu einnig gott mót og bættu sig margar frá því á síðast móti.