Nýlega tók knattspyrnudeild í notkun VEO - myndavél

Nú á haustmánuðum tók knattspyrnudeild í notkun VEO myndavél fyrir yngriflokkastarfið.
Myndavélin gerir þjálfurum kleift að taka upp leiki  auðveldlega án myndatökumanns.

Foreldrar og iðkendur geta því horft á upptökur af leikjum inná:  https://app.veo.co/clubs/ungmennafelagi-fjolnir/


Pepsi-deildar könnun

Kæri félagsmaður Fjölnis,

 

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að ráðast í rannsókn á upplifun áhorfenda Pepsi-deildar karla og kvenna. Kannað verður hvað gengur vel og hvað megi betur fara til að komast að því hvernig megi bæta upplifun áhorfenda.

Könnunin er nafnlaus og svör verða ekki rakin til einstaklinga. Þátttaka tekur um 5-7 mínútur.

Í könnuninni er farið með öll svör sem trúnaðarmál. Zenter rannsóknir sér um alla gagnavinnslu og tryggir að aldrei sé hægt að rekja svör niður á einstaklinga.

Til að taka þátt, vinsamlega afritaðu og límdu eftirfarandi hlekk í þinn  netvafra: https://www.snapsurveys.com/wh/s.asp?k=154686693260  

Ef þú hefur einhverjar spurningar um könnunina er þér velkomið að hafa samband við  Atla hjá Zenter með því að senda tölvupóst á atli@zenter.is eða í síma 511-3900.