Októberfest Grafarvogs

Allir í gírinn! Keyrum þetta í gang…..

Októberfest Grafarvogs verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 16. október næstkomandi.

Frábær skemmtiatriði – Tryllt ball – Stórkostlegt happdrætti!

Hreimur, í Made in Sveitin, Regína Ósk, Matti Matt úr Pöpunum ásamt hljómsveit stýra balli ársins.
Hreimur stýrir brekkusöng og fjörið verður stanslaust frá klukkan 20:00 til 02:00.

Miðaverð kr. 9.500,- / Miðaverð á ball kr. 4.900,-
ath. einungis verður selt á 6 eða 12 manna borð.

Frábær skemmtiatriði – Tryllt ball – Stórkostlegt happdrætti! – Gómsætur matur frá Múlakaffi – Hljóð, svið og ljós á heimsmælikvarða frá snillingunum í Sonik.

Miðasala og allar nánari upplýsingar á netfanginu vidburdir@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar


Kristalsmót - Mótstilkynning

Kristalsmótið verður haldið laugardaginn 16. október næstkomandi á Skautasvellinu í Egilshöll milli kl. 08:00-13:00. Nánari dagskrá kemur fljótlega.

Mótstilkynninguna má finna hér


Fjölnisjaxlinn 2021

FJÖLNISJAXLINN 

Ofursprettþraut Fjölnis 

Ert þú það öflugur íþróttamaður/öflug íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn? 

ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ – FJÖLNISJAXLINN 2021 

Fjölnir ætlar að halda  „Fjölnisjaxlinn 2021“ og skorar félagið á alla íþróttaiðkendur félagsins sem og aðra áhugasama að skrá sig til leiks!

– Takmarkaður þátttökufjöldi – 

Einstaklings- og liðaáskorun
(Í liðaáskorun syndir einn, annar hjólar og þriðji hleypur)
 

Einstaklingsáskorun (sund 400 metrar – hjól 10 km – hlaup 3 km) 

Fyrir 16 ára og eldri 

Byrjenda og almennur flokkur 

Einstaklingsáskorun (sund 200 metrar – hjól 3 km – hlaup 1 km) 

Fyrir 15 ára og yngri 

Liðaáskorun / Fjölskylduáskorun (sund 200 metrar – hjól 3 km – hlaup 1 km) 

Fyrir 15 ára og yngri og fjölskyldur 

Einn syndir, annar hjólar og þriðji hleypur

Laugardaginn 25. september kl. 10:00. Einstaklingsáskorun 16 ára og eldri verður ræst af stað kl. 10:00 (almennur flokkur) og kl. 10:20 (byrjendaflokkur). Fjölskyldur og iðkendur 15 ára og yngri verða ræst af stað kl. 11:30 (einstaklings og liða). Mæting er 30 mínútum áður, en nákvæmur upphafstími verður gefinn út þegar nær dregur.
 

Skráning á meðfylgjandi slóð https://forms.office.com/r/M6MjqNsp3W.  
 

Lokafrestur til að skrá sig er til kl. 23:59 sunnudaginn 19. september n.k. 

Skráningargjöld: Einstaklingsþátttaka (4.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 3.000 kr. fyrir 15 ára og yngri) Liðaþátttaka einungis fyrir fjölskyldur og 15 ára og yngri 7.500 kr. fyrir liðið í heild. 

Þátttakendur geta valið um að fá keppnisbol og þátttöku-medalíu að keppni lokinni. Allir fá hressingu að keppni lokinni.
 

(Vegna Covid-19 áskilur félagið sér rétt til að fella viðburðinn niður með stuttum fyrirvara). 

 

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt í skemmtuninni! 


Frábært sumar hjá tennisdeildinni

Tennisdeildin hefur átt frábært sumar, og þá sérstaklega hjá Afrekshópi Unglinga sem unnu sér inn titla á Reykjavíkur Meistaramóti og Íslandsmóti Utanhús, bæði í einstaklings keppni og í liðakeppni.

Reykjavíkur Meistaramót:

Einstaklingskeppni:

U12 kk einliða: 1. sæti Daniel Pozo, 2. sæti: Björn Björnsson

U14 kk tviliða: 1. sæti: Daniel Pozo & Björn Björnsson

U14 kk einliða: 1. sæti: Björn Björnsson

U14 kvk einliða: 2. sæti: Saulé Zukauskaité

U16 tvíliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir & Saulé Zukauskaité

U16 einliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir

U 18 einliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir

Meistaraflokkur kvenna einliða: 1. sæti: Eygló Ármannsdóttir

 

Reykjavíkur Meistaramót:

Líðakeppni:

U12: 2. sæti – Daniel Pozo og Björn Björnsson

U14: 2. sæti – Saulé Zukauskaité og Maria Hrafnsdóttir

U16: 1. sæti Fjölnir A: Eygló Ármannsdóttir & Saulé Zukauskaité

U18: 1. sæti: Fjölnir B: Eygló Ármannsdóttir & Bryndís Rósa Armesto Nuevo; 2. sæti – Fjölnir A: Eva Diljá Arnþórsdóttir og Maria Hrafnsdóttir

Meistaraflokkur Kvenna: 1 sæti: Fjölnir B: Eygló Ármannsdóttir & Eva Diljá Arnþórsdóttir; 2. sæti: Fjölnir A: Saulé Zukauskaité & Irka Cacicedo

 

Íslandsmót Utanhús:

Einstaklingskeppni:

Meistaraflokk kvenna tvilíða – 1. Sæti- Eygló Ármansdóttir & Eva Arnþórsdóttir; 

U18 einliða: 1. Sæti Eva Arnþórsdóttir ; 2. Sæti Eygló Ármannsdóttir

U16 einliða: 1. Sæti Eygló Ármannsdóttir, 2. Sæti: Saulé Zukauskaité

U16 tvíliða: 2. Sæti Eygló Ármannsdóttir & Saulé Zukauskaité;  

U14 kv einliða: 2. Sæti- María Hrafnsdóttir; U14 tvíliða – 1. Sæti – Daniel Pozo með spilari frá TFK (Ómar Jónasson) ; 2. Sæti: Maria Hrafnsdóttir & Saule Zukauskaité

Íslandsmót Liðakeppni (Utanhús):

U14 (Björn Björnsson, Saule Zukauskaité og Maria Hrafnsdóttir) – 1. Sæti

U16 (Eygló Ármannsdóttir, Saulé Zukauskaité , Bryndís Armesto Nuevo & Maria Hrafnsdóttir) – 2. Sæti

U18 ( Eygló Ármannsdóttir, Eva Arnþórsdóttir , Saule Zukauskaité, Bryndís Armesto Nuevo & María Hrafnsdóttir ) – 2. Sæti

Svo var Fjölnir líka Íslandsmeistari Karla í 50+ Liðakeppni og við vorum í 2. sæti í Meistaraflokk Karla í Liðakeppni.

50 + Lið:

Hrafn Hauksson

Joaquin Armesto Nuevo

Olafur Helgi Jónsson

Reynir Eyvindsson

Daniel Niddam

Meistaraflokkur Karla: 

Hjalti Pálsson

Kjartan Pálsson

Sindri Snær Svanbergsson


Uppfært: Strætófylgd í vetur

Við verðum með fylgd í strætó fyrir 1. – 2. bekk í vetur eins og undanfarin ár frá öllum frístundarheimilum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal á æfingar sem eru klukkan 14:40 – 15:30 í Egilshöll. Fylgdin hófst miðvikudaginn 1. september. Greinar sem eru í boði eru fimleikar, handbolti, knattspyrna og körfubolti.

Skráning í fylgdina fer fram á fjolnir.felog.is. Vetrargjald (1. september – 31. maí) er 7.900 kr.

Einnig þarf að upplýsa sínu frístundaheimili. Frítt er í strætó fyrir 11 ára og yngri.

Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilisins hvaða daga barnið á að fara á æfingu. Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingin er, ekki er nóg að tilkynna þátttöku samdægurs.

Gott er ef foreldrar hafi tök á að fara með krökkunum í strætó frá frístundarheimilinu og til baka áður en þau fara í sýna fyrstu fylgd.

Við verðum með krakkana úr fylgdinni sér í búningsklefum svo auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.

Fylgdin verður með sama sniði og fyrri ár. Ath. gerðar hafa verið smávægilegar breytingar á leiðakerfi Strætó. Krakkar sem koma úr Regnbogalandi og Kastala þurfa að labba sjálf út á stoppustöð og til baka frá stoppustöð í frístund eftir æfingar, en það er tekið á móti þeim í vagninum, þeim fylgt á æfingu og til baka aftur. Fylgdarmaður passar upp á að þau fari út á réttri stoppustöð. Sama gildir með Galdraslóð, Fjósið og Úlfabyggð. Starfsfólk frístundarheimilana hafa aðstoðað okkur með fylgdina á stoppustöðvarnar ef þau hafa tök á því. Aðrir skólar fá fylgd frá Frístundarheimilum og til baka. Á mánudögum geta iðkendur úr 7.fl. kk yngri í knattspyrnu komið í fylgdina á æfingu sem hefst kl. 15:30 en foreldrar sækja börnin í Egilshöll eftir æfingu.

Við hvetjum svo foreldra barna í 3. bekk og eldri til að kenna börnum sínum á Strætó.

Í ár er í fyrsta sinn lögð gjaldtaka á fylgdina. Þrátt fyrir styrk frá ÍBR (Íþróttabandalagi Reykjavíkur) þá er kostnaður sem fylgir þessu verkefni of mikill fyrir félagið þar sem styrkurinn nær aðeins yfir hluta kostnaðar.

Upplýsingar um leiðakerfi Fjölnis og Strætó má finna hér


Breytingar á æfingatímabili knattspyrnudeildar

Breyting var gerð á æfingatímabili knattspyrnudeildar og hætt var með haust og vor/sumargjald hjá 6. flokki og eldri. Í stað kemur árgjald fyrir tímabilið 1/9/2021 – 31/8/2022 en síðasta tímabil sem forráðamenn greiddu fyrir náði til 30/9/2021. Í september hefur verið tekið tveggja til þriggja vikna frí undanfarin ár þó svo að æfingatímabilið hafi verið út september. Í ár var ekkert frí tekið og byrjar nýtt tímabilið 1. september eins og hjá flestum öðrum greinum félagsins. 

Frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er gefinn út fyrir almanaksárið og kemur styrkurinn næst 1. janúar. Ekki er hægt að nýta styrkinn fyrir árgjald þessa árs ef búið er að ráðstafa honum að fullu nú þegar. Hægt er að dreifa greiðslum allt að sex mánuðum. Ef styrkurinn er ekki nýttur fyrir 1. september 2022 er hægt að nýta hann upp í árgjaldið.

Þurfi fólk frekari aðstoð með greiðsludreifingu má senda póst á skrifstofa@fjolnir.is


Lúkas Logi til Empoli FC

Lúkas Logi til Empoli FC

Knattspyrnudeild Fjölnis og Empoli FC hafa náð samkomulagi um að Lúkas Logi Heimisson muni ganga til liðs við ítalska félagið á lánssamning. Um er að ræða samning til eins árs en að lánstíma loknum hefur Empoli FC rétt á að kaupa leikmanninn.

Þessi samningur er í takt við afreksstefnu Fjölnis að veita fleirum af okkar ungu og efnilegu leikmönnum tækifæri til að spila erlendis og elta drauma sína. Lúkas Logi er annar leikmaður Fjölnis sem fer til Ítalíu á skömmum tíma en fyrr í sumar fór Hilmir Rafn til Venezia FC.

Lúkas Logi er 18 ára gamall sóknarmaður sem kemur úr öflugu unglingastarfi Fjölnis og er meðal annars hluti af hinum sterka 2. flokki sem eru í baráttu um að verða Íslandsmeistarar. Lúkas Logi hefur skorað 5 mörk í 24 leikjum með meistaraflokki. Þá á hann einnig samtals 5 landsleiki að baki fyrir U19 ára og U16 ára landslið Íslands.

Við óskum Lúkasi Loga alls hins best á Ítalíu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Fjölnir Open 2021

Fjölnir Open 2021 lauk um helgina. Spilað var í góðu golfveðri í Þorlákshöfn. Leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi. Eftir mótið, sem heppnaðist frábærlega, voru grillaðir hamborgarar í golfskálanum og skemmtu allir sér vel.

Efstu þrjú sætin í Fjölnir Open 2021 skipuðu eftirfarandi:
1. sæti Alexander Aron og Dagur Ingi Axelsson (70.000 kr. gjafabréf Örninn)
2. sæti Ragnar Sigurðsson og Stefán Andri Lárusson (40.000 kr. gjafabréf Örninn)
3. sæti Georg Fannar Þórðarson og Finnbogi Jensen (20.000 kr. gjafabréf Örninn)
Fjölnir Open farandsbikarinn verður settur í merkingu og komið til sigurvegara sem fá að halda bikarnum fram að næsta móti.
Þá voru gefin nándarverðlaun fyrir allar par 3 brautirnar og dregið úr skorkortum.
Við þökkum öllum styrktaraðilum og velviljurum mótsins sem lögðu hönd á plóg.

Sérstakar þakkir til Golfklúbbs Þorlákshafnar fyrir frábæran völl og góðar móttökur.

Hlökkum strax til mótsins á næsta ári

#FélagiðOkkar


Getraunakaffið hefst aftur á laugardaginn

RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 14.ágúst og alla laugardaga eftir það til og með 9. október. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.

Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589(senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.

Við stefnum svo á, við fyrsta tækifæri, að hafa félagsaðstöðuna í Egilshöll opna milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi en það verður nánar auglýst síðar.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum

Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!

#FélagiðOkkar