Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild

Nýr yfirþjálfari karlaflokka hjá knattspyrnudeild

Björn Breiðfjörð Valdimarsson (Bjössi) hefur verið ráðinn í stöðu yfirþjálfara karlaflokka hjá knattspyrnudeild Fjölnis og hefur nú þegar hafið störf. Bjössi er með A þjálfaragráðu UEFA og hefur góða reynslu af þjálfun, meðal annars sem yfirþjálfari hjá yngri flokkum Gróttu, og hefur þjálfað hjá Fjölni við góðan orðstír frá því á haustmánuðum 2021. Bjössi mun áfram sinna þjálfun flokka hjá félaginu eins og verið hefur.

Þetta er góður liðsstyrkur fyrir félagið enda mikið álag framundan í leikjum og mótum nú þegar sólin er farin að skína og spennandi sumar framundan hjá öllum flokkum.

Fjölniskveðja

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fjölnis


Vinningshafar í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis

Hér koma númerin sem unnu í happdrætti Listskautadeildar Fjölnis.Við þökkum öllum fyrir stuðninginn. Vinningana þarf að vitja fyrir 30 júní með því að senda mail á listskautar@fjolnir.is


Körfuboltabúðir Fjölnis, 7.júní - 10.júní

Körfuboltabúðir Fjölnis verða vikuna 7.júní - 10.júní með einum af okkar allra bestu mönnum fyrr og síðar, Ægi Þór Steinarssyni.

Skráning fer fram á fjolnir.felog.is

Nánari upplýsingar: karfa@fjolnir.is


Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ

Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ voru í umsjón Fjölnis þetta árið. Spilaðir voru samtals 19 leikir sem allir fóru fram í Dalhúsum.

Úrslitaleikirnir eru hápunktur hvers tímabils þar sem iðkendur uppskera eftir veturinn. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í 1. deildum 9.fl.dr. og st., 10.fl.dr. og st., drengjaflokki, stúlknaflokki og unglingaflokki. Einnig er keppt um meistaratitil í hverri deild (2. til 4. deild). Keppendur eru frá 15 ára aldri og upp úr.

Drengjaflokkur Fjölnis er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik en lokatölur voru 110-83. Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.

Drengirnir okkar í 9. flokki eru Meistarar 4. deildar 🙌🙌💛 Þeir spiluðu úrslitaleik við Val. Leikur Fjölnis og Vals endaði 65-54 Fjölni í vil. Sindri Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 10 fráköst og 28 í framlag 💪🏀

Stelpurnar okkar í 9. flokki lutu í lægra haldi gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins 🏀 þær hafa því lokið keppni á þessu tímabili en þær enduðu deildarkeppnina í 3. sæti 1. deildar 🏀 Jafn og skemmtilegur leikur en skildi að rétt undir leikslok þannig að lokatölur voru 56:45 🏀 Stelpurnar okkar eiga góða framtíð fyrir sér í körfuboltanum og verður gaman að fylgjast áfram með þeim 💛

 

#FélagiðOkkar


Fjölnishlaupið 2022

Fjölnishlaup Olís fer fram í 34. sinn á Uppstigningardaginn 26. maí klukkan 11:00 frá Íþróttamiðstöðinni í Grafavogi við Dalhús.
Boðið er uppá 10 km hlaup, 5 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk. Bæði 10 km og 5 km vegalengdirnar eru löglega mældar.
Athugið að aðeins 10 km hlaup gildir til stiga í stigakeppni Gatorade Sumarhlaupanna.
Hlekkur á skráningu er hér: https://netskraning.is/fjolnishlaupid/
Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.sumarhlaupin.is/fjolnishlaupid


Æfingabúðir Listskautadeildar

Æfingabúðir Fjölnis 2022 / Fjölnir Summer Camp 2022

Fjölnir býður ykkur velkomin í sumaræfingabúðir 2022!

Æfingabúðirnar henta styttra komnum sem og lengra komnum iðkendum á keppnisstigi. Raðað verður í hópa eftir getu. Umsjón og skipulag sér Benjamin Naggiar yfirþjálfari deildarinnar um ásamt teymi sínu í samstarfi við Ilaria Nogaro og gestaþjálfara.

Um er að ræða heilsdagsprógram sem samanstendur af 3 æfingum á ís og 2 æfingum í dansi, styrk, þol. Einnig verður möguleiki á einkatímum til viðbótar. Aðalþjálfarar í búðunum munu tala ensku en einnig verða íslenskir þjálfarar.

Fjölnir would like to welcome you to our 2022 summer camp!

The camp is aimed to all levels from beginner to elite skaters. The Group division will be based on level. The camp is hosted by Fjölnir and organised and directed by our Head coach Benjamin Naggiar and his team with the participation of Ilaria Nogaro and Guest coaches.

The camp will consist in a full day program with 3 on ice sessions and 2 off ice sessions. The official language of the camp will be English but Icelandic speaking coaches will be present.


Happdrættisvinningar frá Þorrablóti

Góðan dag,

dregið hefur verið í Happdrættinu frá Þorrablótinu og má sjá vinningaskrá hér fyrir neðan:

Vinningaskrá Vinningsnúmer
Icelandair 25.000 kr gjafabréf 2242
Icelandair 25.000 kr gjafabréf 183
Northern Light Inn – gisting fyrir 2 í standard herbergi með morgunmat 466
N1 – 10.000 kr gjafabréf 140
N1 – 10.000 kr gjafabréf 504
Aurora Floating – Flot fyrir 2 og 3ja rétta kvöldverður að hætti hússins 1907
Vítamínpakki: C vítamín, Kalk-magn-zink, D3 vítamín, hárkúr, multi vít, omega 3, B-súper 1249
Eldhestar – Reiðtúr 3C Hestar og heitir hverir fyrir tvo 393
Apotek Restaurant – Afternoon tea fyrir 2 905
Fjallkonan/SætaSvínið/Tapas/Sushi/Apotek – 15.000 kr gjafabréf 1257
Sæta Svínið 10.000 kr gjafabréf 2
Fjallkonan 10.000 kr gjafabréf í Brunch 1140
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags 1145
Matarkjallarinn – Hádegisgjafabréf fyrir tvo – 3ja rétta að hætti kokksins, gildir 11:30-14:30 mánudag-föstudags 197
Smáralind – 10.000 kr gjafabréf 1170
Gjafapoki – Danól 663
Gjafapoki – Danól 2121
Dimmalimm snyrtistofa – ávaxtasýrumeðferð 563
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 874
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 562
Bakarameistarinn – 5000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 435
Gjafapoki – Innnes 2439
Gjafapoki – Innnes 187
Hagkaup – 10.000 kr 711
Hagkaup – 10.000 kr 606
Manhattan hárgreiðslustofa – hárvörur að verðmæti 15.000 kr 177
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake 512
Keiluhöllin – 55 mín í keilu, tvær pizzur og shake 1220
Bækur og Prosecco flaska (Bækur: Heima hjá lækninum í eldhúsinu, Bjór) 1926
3 mánaða kort í Hreyfingu 1153
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort 700
Golfklúbbur Þorlákshafnar – vallarkort 762
Heyrnartól – Audio Technical 1039
Ferðatöskusett frá Cerruti 1881 648
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 1187
Krumma – 15.000 kr gjafabréf + 2 bíómiðar í Sambíóin 1940
4 bíómiðar í Sambíóin 924
4 bíómiðar í Sambíóin 1105
2 bíómiðar í Sambíóin 1882
Snyrtistofa Grafarvogs – Andlitsmeðferð 144
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo 427
Black Beach Tours – fjórhjólaferð fyrir tvo 981
66 norður – bakpoki og húfa 213

Vinninga skal vitja fyrir 13. apríl 2022.


Aðalfundur Fjölnis - Fundarboð

Aðalfundur Fjölnis fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 17:30. Fundurinn verður í félagsaðstöðu Fjölnis í Egilshöll.

Framboð stjórnarmanna þarf að berast til gummi@fjolnir.is eigi síðar en 10. mars.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 10. mars.

Dagskrá aðalfundar verður:
a)      Skýrsla stjórnar
b)      Reikningar félagsins
c)      Lagabreytingar
d)      Kjör formanns
e)      Kjör stjórnarmanna
f)       Kjör skoðunarmanna reikninga
g)      Önnur mál

8. grein

Stjórn félagsins er skipuð sjö mönnum og allt að tveimur til vara. Kosning til stjórnar skal fara þannig fram:

  1. a) kosning formanns til eins árs,
  2. b) kosning sex meðstjórnenda til tveggja ára, þannig að þrír eru kosnir á hverju ári,
  3. c) kosning tveggja manna í varastjórn til eins árs.

Varamenn taka sæti í stjórn ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Bjóði meðstjórnandi sig fram til formanns áður en kjörtímabili hans líkur, tekur varamaður sæti í stjórn fram að næsta aðalfundi.

Allir félagsmenn félagsins sem eru fjárráða geta boðið sig fram til formanns. Formaður félagsins getur ekki samtímis verið formaður deildar. Tilkynningar um framboð til formanns og meðstjórnenda félagsins skulu berast framkvæmdarstjóra félagsins minnst 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

Formaður er kosinn beinni kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Stjórn fer með umboð og vald aðalfundar á milli aðalfunda án heimildar til lagabreytinga.

Á aðalfundi skulu einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga en í þeirra stað má kjósa einn löggiltan endurskoðanda.

Lög Fjölnis má finna hér


Stórglæsilegur árangur Fjölnis á Stockholm Trophy

Nítján skautarar úr listskautadeild Fjölnis héldu til Stokkhólms í vikunni til að taka þátt á skautamótinu Stockholm Trophy sem fram fór í Nacka Ishall í Stokkhólmi. Alls voru 223 keppendur frá fimm löndum skráðir á mótið. Keppt var í 19 flokkum og átti Fjölnir fulltrúa í 8 keppnisflokkum. Með þeim í för voru þjálfararnir Benjamin og Helga Karen ásamt fararstjórum og foreldrum.

Keppnin hófst á fimmtudag, en þá keppti meirihluti Fjölnisstúlkna. Í flokki Springs C voru alls 12 keppendur og áttum við sex fulltrúa, það voru: Arna Dís Gísladóttir, Elisabeth Rós Giraldo Ægisdóttir, Ermenga Sunna Víkingsdóttir, Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir, Sóley Björt Heimisdóttir og Una Lind Otterstedt. Þar mátti sjá bætingu hjá þeim öllum frá seinasta móti. Arna Dís endaði í 2. sæti og Perla Gabriela í 3. sæti.

Í flokki Debs C voru alls 10 keppendur og áttum við fjóra fulltrúa, Edil Mari Campos Tulagan, Lilju Harðardóttur, Liva Lapa og Selmu Kristínu S. Blandon. Þær áttu einnig góðan dag og koma heim reynslunni ríkari.

Í flokki Novice C voru 5 keppendur og áttum við þar þrjá fulltrúa, það voru: Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir, Íris María Ragnarsdóttir og Ísabella Jóna Sigurðardóttir. Þær áttu allar góðan dag og bættu sig frá seinasta móti og enduðu á að taka öll sætin á verðlaunapallinum. Íris María var í 1. sæti, Ásta Lovísa í 2. sæti og Ísabella Jóna í 3. sæti.

Í flokki Junior C voru alls þrír keppendur en þar kepptu Rakel Sara Kristinsdóttir og Andrea Marín Einarsdóttir sem áttu stórgóðan dag. Rakel Sara tók 1. sætið í flokknum og Andrea Marín 2. sætið.

Á föstudeginum áttum við þrjá keppendur í þremur flokkum. Elín Katla Sveinbjörnsdóttir keppti í flokki Springs B en þar voru 27 keppendur. Elínu gekk vel og bætti sig frá seinasta móti og endaði í 13. sæti með 22,27 stig. Berglind Inga Benediktsdóttir keppti í flokki Debs B en þar voru 20 keppendur. Berglind átti mjög góðan dag og skautaði gott prógram sem skilaði henni 1. sæti í sínum flokki með 38,23 stig. Tanja Rut Guðmundsdóttir keppti í flokki Junior B en þar voru 14 keppendur. Tanja skautaði vel sem skilaði henni 5. sætinu með 31,80 stig.

Á laugardegi áttum við aðeins einn keppanda, Elvu Ísey Hlynsdóttur sem keppti í Advanced Novice stuttu prógrami, en þar voru 25 keppendur. Þetta er annað mót Elvu í flokki Advanced Novice. Elva átti góðan dag og sat í 19. sæti með 22,49 stig eftir stutta prógramið. Á sunnudeginum keppti Elva í frjálsu prógrami og átti einnig góðan dag en fyrir frjálsa prógramið fékk hún 36,83 stig og endaði í 21. sæti með samanlagt 59,32 stig fyrir bæði prógröm. Elva gerði nýtt persónulegt stigamet í báðum prógrömum en hún bætti sig um rúm 11 stig í heildareinkunn.

Þetta er frábær árangur hjá okkar iðkendum og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu. Við óskum keppendum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. Við búum yfir efnilegum skauturum sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni!

Berglind Inga Benediktsdóttir í 1. sæti

Arna Dís Gísladóttir í 2. sæti og Perla Gabriela Giraldo Ægisdóttir í 3. sæti

Íris María Ragnarsdóttir í 1. sæti, Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir í 2. sæti og Ísabella Jóna Sigurðardóttir í 3. sæti

Rakel Sara Kristinsdóttir í 1. sæti og Andrea Marín Einarsdóttir í 2. sæti

Fjölnishópurinn

Klappliðið