Handboltaskóli Fjölnis 2020

**ATH BREYTING**

Skólinn er frá kl. 09:00-12:00.

Handboltaskóli Fjölnis fer fram 4. - 21.ágúst nk. í Fjölnishöllinni. Skólinn er jafnt fyrir þá sem æfa hjá Fjölni og líka fyrir byrjendur.

DAGSETNINGAR OG VERÐ

4. - 7. ágúst / 5520 kr

10. - 14.ágúst / 6900 kr

17. - 21.ágúst / 6900 kr
Ef allar vikurnar eru teknar kostar það 15.900 kr

KLUKKAN HVAÐ?
13:00-16:00

HVAR?
Fjölnishöllin (nýja íþróttahúsið í Egilshöll)

HVERJA?
Stráka og stelpur sem eru að fara í 1. - 6.bekk næsta vetur. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir

ÞJÁLFARAR
Dóra Sif Egilsdóttir er aðalleiðbeinandi. Andri Sigfússon er skólastjóri. Auk þeirra koma þjálfarar deildarinnar að þjálfun á námskeiðinu.

SKRÁNING
Fer fram í vefverslun Fjölnis (https://fjolnir.felog.is/verslun)

Byrjum veturinn með stæl og tökum þátt í handboltaskóla þar sem skemmtilegar og gagnlegar æfingar verða í fyrirrúmi.

Hægt er að skrá sig á einstakar vikur í handboltaskólnum. Einnig er hægt að skrá sig á heils dags námskeið og para þá námskeiðið með frístund sem yrði þá fyrir hádegi.


Vorhátíð handknattleiksdeildar

Það voru hressir iðkendur sem mættu á Vorhátíð Fjölnis og Fjölnirs/Fylkis til að fagna lokum handboltatímabilsins í Dalhúsum 3. júní sl. Vorhátíðin er árlegur viðburður sem handhnattleiksdeildin stendur fyrir og var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana.

Iðkendum var skipt upp í þrjá hópa og komu yngstu iðkendurnir fyrstir. Veðrið leik við okkur þennan daginn og hægt var að njóta útverunnar í skemmtilegum leikjum. Flestir spreyttu sig á hraðskotamælingu og skemmtu sér vel í hoppukastalanum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og með því og því engin átt að fara svangur heim.

Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjöl og einnig voru veittar einstaklings viðkenningar m.a. fyrir góðar framfarir, ástundun og fyrir að skara fram úr á öðrum sviðum. Þeir iðkendur sem voru valdir í afrekshópa á vegum HSÍ og í landsliðshópa á tímabilinu voru heiðraðir með rós fyrir góða frammistöðu.

Handknattleiksdeild Fjölnis óskar iðkendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá alla aftur í ágúst.


Vorhátíð handknattleiksdeildar

Vorhátíð handknattleiksdeildar fer fram miðvikudaginn 3.júní nk. Vorhátíðin fer fram í hátíðarsalnum í Dalhúsum og verður þrískipt þetta árið.

Flokkunum verður skipt upp eftirfarandi:

8. - 7. flokkur karla og kvenna / kl. 17:30-18:30

6. - 5. flokkur karla og kvenna / kl. 18:30-19:30

4. - 3. flokkur karla og kvenna / kl. 19:30-20:30

Eins og áður fara fram stutt ræðuhöld, þjálfarar fara stuttlega yfir veturinn hjá hverjum flokki, viðurkenningar verða veittar, farið verður í leiki og í lokin er grillveisla fyrir alla.

Hvetjum alla til að mæta og skemmta sér saman.


Ókeypis dómaranámskeið

Á mánudaginn fer fram bóklegt dómaranámskeið á vegum Fjölnis og HSÍ. Námskeiðið fer fram í fundarrými Fjölnis í Egilshöllinni og hefst kl. 19:00. Reikna má með að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir og endar með prófi.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína í dómgæslu, hvort sem það eru foreldrar, iðkendur og/eða áhugafólk um handbolta.

Hlekk á facebook-viðburð dómaranámskeiðsins má finna hér


Frítt að æfa handbolta í janúar

HSÍ í samstarfi við aðildafélögin á landinu, þar með talið Fjölni, býður öllum nýjum krökkum að æfa frítt í janúar. Við hvetjum alla krakkar til að koma og prófa æfingar í handboltanum í Fjölni. Þjálfarar deildarinnar munu taka vel á móti þeim !


Frábært Skólamót Fjölnis í handbolta

Skólamót Fjölnis í handbolta fór fram í gær og segja má að það hafi slegið í gegn. Tæplega 300 krakkar úr öllum skólum Grafarvogs komu, skemmtu sér og spiluðu í Fjölnishöllinni.

Þetta er í fyrsta skipti sem Skólamót Fjölnis fer fram í softball-formi þar sem skemmtanagildið er haft í hávegum. Það er klárt mál að um árlegan viðburð verður að ræða héðan af.

Handknattleiksdeild Fjölnis langar að þakka þessum frábæru krökkum sem komu og voru sér og sínum til mikillar sóma. Enn fremur langar Fjölni að þakka þessum drífandi íþróttakennurum í skólunum sem mættu með liðin úr skólunum.

Búningaverðlaun voru afhend í mótslok og voru þau lið leyst út með Huppuís. Sigurvegari Skólamóts Fjölnis 2020 var síðan Vættaskóli.

Öllum krökkum er boðið að prófa handboltann í Fjölni sér að kostnaðarlausu næstu daga og vonum við að sem flestir nýti sér það !

Áfram Fjölnir og áfram handbolti !

#FélagiðOkkar


Ókeypis jólanámskeið í handbolta

Hin árlega jólagjöf handboltadeildarinnar er klár!

Jólanámskeið deildarinnar hefur slegið í gegn undanfarin ár, enda virkilega vel heppnað í alla staði. Handboltadeildin ætlar því að endurtaka leikinn og standa fyrir glæsilegu námskeiði fyrir iðkendur og byrjendur í handboltaíþróttinni milli jóla og nýárs. Námskeiðið verður alveg ÓKEYPIS og verður það haldið dagana 27. og 30. desember.

Námskeiðið fer fram í Fjölnishöllinni okkar í Egilshöll (nýja íþróttahúsið okkar) á eftirfarandi tímum:

1. og 2. bekkur
27. og 30. desember kl. 09:00-10:15

3. og 4. bekkur
27. og 30. desember kl. 10:30-11:45

Farið verður í grunnþætti íþróttarinnar og leikir og skemmtun höfð að leiðarljósi. Jólatónlist verður spiluð og þjálfarar deildarinnar munu leiðbeina og aðstoða unga iðkendur. Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi á þessum tíma!

*Mælst er til þess að iðkendur mæti í íþróttafötum, í íþróttaskóm og með vatnsbrúsa.

Eina sem þarf að gera er að skrá barnið hér á listann og mæta á staðinn!

Skráning hér:
https://forms.gle/mHoAQ8qPWyf1ie697


Handboltaskóli Fjölnis að hefjast

Á þriðjudaginn hefst Handboltaskóli Fjölnis 2019. Skólinn er ætlaður strákum og stelpum sem eru að fara í 1. - 6.bekk næsta vetur. Boðið er upp á tvær vikur, 6. - 9.ágúst og 12. - 16.ágúst.

Handboltaskóli Fjölnis er frábær undirbúningur fyrir vetrarstarf Fjölni en í honum er fléttað saman skemmtilegum handboltaæfingum í bland við leiki og skemmtun. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir.

Handboltaskólinn stendur yfir frá kl. 09:00 til 12:00 með stuttri nestispásu.

Skólastjóri og aðalleiðbeinandi er Andri Sigfússon yfirþjálfari yngri flokka en auk hans verða þjálfarar hjá deildinni auk leikmanna sem munu aðstoða.

Verð:
6. - 9.ágúst / 5900 kr
12. - 16.ágúst / 6900 kr

Ef báðar vikurnar eru teknar kostar skólinn 9900 kr.

Skráning fer fram í Nóra, skráningarkerfi Fjölnis (http://fjolnir.felog.is)


Ferðasaga frá Partille Cup

4.flokkur karla og kvenna í Fjölni/Fylki fór á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup í Gautaborg dagana 29.júní til 7.júlí. Á mótinu léku rúmlega 25 þúsund keppendur frá öllum heimshornum.

Hópurinn taldi 40 manns og tefldum við fram þremur liðum. Liðin léku í riðlakeppni fyrstu keppnisdagana þar sem okkar lið mættu fimm andstæðingum frá fjölmörgum löndum. Á föstudeginum og laugardeginum léku liðin síðan í útsláttarkeppninni þar sem liðin komust mislangt. Fyrir utan keppnina sjálfa var dagskráin þétt setin. Krakkarnir fóru í vatnsrennibrautargarðinn Skara Sommarland, sáu íslenska U17 ára landslið karla vinna bronsverðlaun á European Open þegar það vann frábæran sigur á Hvít-Rússum í skemmtilegum handboltaleik. Krakkarnir fóru í Liseberg, glæsilegan skemmtigarð í miðbæ Gautaborgar, þeir kíktu í verslunarleiðangur, horfðu á ótal handboltaleiki, léku sér við að hoppa í Kåsjön-vatnið og margt fleira.

Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá okkar krökkum.