Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fimmtudaginn 29. ágúst mættust Fjölnir og Augnablik í Grafarvoginum. Erfiður leikur fyrir Fjölniskonur gegn skipulögðum andstæðingi. Við stjórnuðum leiknum og sköpuðum nokkur góð færi til að skora en þetta var ekki okkar dagur. Stelpurnar reyndu allt til enda og það er aðeins hægt að hrósa þeim fyrir það.

Þetta 1 stig tryggir Fjölni fyrsta sætið í B úrslitum á Íslandsmótinu í ár.

Við viljum þakka fyrir góðan stuðning sem liðið fékk úr stúkunni og sérstakar þakkir fá frábæru ungu stelpurnar úr 5 og 6 flokki sem hjálpuðu til með boltana um völlinn.

Næsti leikur er 7. september gegn Sindra á Höfn.


Kveðja frá Knattspyrnudeild Fjölnis

Kæra Fjölnisfólk

Nú fer senn nýtt tímabil að hefjast, en æfingar í flestum flokkum byrja í næstu viku.

Nokkuð hefur verið um breytingar hjá okkur þar sem að báðir yfirþjálfararnir okkar, þeir Luka Kostic og Björn Valdimar Breiðfjörð, hafa látið af störfum og þökkum við þeim innilega fyrir óeigingjörn og vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Í þeirra stað leituðum við innanhús til þeirra Matthíasar Ásgeirs Ramos Rocha og Veselin Chilingirov.

Matthías (Matti) verður yfir karlastarfinu, hann kom til baka til Fjölnis í fyrra frá Hamri í Hveragerði þar sem að hann var yfirþjálfari yngri flokka. Á nýliðnu tímabili þjálfaði hann 3. og 5. flokk karla með góðum árangri og erum við spennt fyrir komandi tímabili undir hans stjórn

Veselin (Vesko) verður yfir kvennastarfinu.

Hann kom til okkar í fyrra frá Sindra á Höfn. Hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna hjá okkur á nýliðnu tímabili. Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko og alla hans nálgun á kvennastarfinu og verður spennandi að sjá það smitast niður í alla flokka í vetur.

Við erum í samstarfi við þá að ganga frá ráðningu á þjálfurum fyrir alla flokka og er það á lokametrunum.

Fjölniskveðja

Knattspyrnudeild Fjölnis

Barna og unglingaráð Fjölnis

 


Meistaraflokkur kvenna: KH-Fjölnir 0:8

Föstudaginn 23. ágúst mættu Fjölniskonur á N1-völlinn Hlíðarenda.

Við áttum góðan og jákvæðan leik gegn KH. Fjölniskonur byrjuðu mjög vel og tóku hratt yfir leikinn. Eftir fyrsta markið reyndi KH að veita smá mótspyrnu en við vörðumst vel og spiluðum góðan bolta. Liðið spilaði af gleði og metnaði og kom fram fyrir hönd félagsins á jákvæðan hátt fyrir framan stuðningsmenn Fjölnis í stúkunni. Eftir þennan leik tengdi liðið saman 3 sigra í röð í fyrsta skipti á Íslandsmótinu árið 2024.

Fyrirliði 2. flokks, Vala Katrín Guðmundsdóttir, fædd 2006 lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir - 4 mörk

Emilía Lind Atladóttir - 2 mörk

Freyja Dís Hreinsdóttir - 1 mark

Oliwia Bucko - 1 mark

Næsti leikur er gegn Augnabliki næstkomandi fimmtudag 29. ágúst kl. 18:00 á Extra vellinum.


Tveir ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Fjölnis

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við tvo unga og efnilega leikmenn félagsins, þá Kjartan Karl Gunnarsson og Garðar Kjartan Norðfjörð, um að leika með meistaraflokki á komandi tímabili.

Báðir leikmenn hafa verið hluti af meistaraflokki Fjölnis á síðustu misserum og spilað alla yngri flokka félagsins með miklum árangri.

Kjartan, sem hefur leikið með Fjölni frá unga aldri, hefur sýnt ótrúlegan þrótt og hæfileika á vellinum.

Garðar, einnig með djúpar rætur í félaginu, hefur einnig skarað fram úr í yngri flokkum.

Þeirra framlag til yngri flokka hefur verið mikilvægt og hafa báðir sýnt og sannað góðan leikskilning og hæfni á vellinum og gert þá að lykilmönnum í sínum árgöngum.

Við hlökkum til að fylgjast með þeim Kjartani og Garðari í vetur og sjá þá taka þátt í spennandi verkefni meistaraflokks Fjölnis.


Fjölnir semur við Sæþór Elmar Kristjánsson

Sæþór Elmar Kristjánsson hefur skrifað undir samning við Fjölni um að leika með liðinu í 1. deild á komandi leiktíð.

Sæþór Elmar lék á síðasta tímibili með Hetti Egilsstöðum.  Sæþór er uppalinn í ÍR þar sem hann hefur leikið lengst af sínum ferli.

„Það er mikill heiður að fá Sæþór til okkar,“ sagði Borche Ilievski þjálfari Fjölnis. „Hann er reynslumikill leikmaður sem er þekktur fyrir frábæra skothæfileika sína og við erum spenntir að fá hann í okkar leikmannahóp.“

Fjölnir býður Sæþór kærlega velkominn í Grafarvoginn!

 


Meistaraflokkur kvenna í fótbolta - samantekt

Meistaraflokkur kvenna hóf úrslitakeppnina í 2. deild með leikjum gegn Augnabliki 10. ágúst og Sindra 17. ágúst.

Þrátt fyrir brotthvarf sjö leikmanna og þjálfarans sýndi liðið góðan metnað og hvatningu og byrjaði úrslitakeppnina með tveimur sigrum og heilum tíu mörkum.

Augnablik - Fjölnir 0:6

Stelpurnar okkar voru með fulla stjórn á leiknum og unnu þægilegan sigur.

Okkar ungi og efnilegi markvörður, Sara Sif Builinh Jónsdóttir (2006) lék sinn fyrsta opinbera leik fyrir Fjölni.

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir skoraði 4 mörk

Ester Lilja Harðardóttir skoraði 1 mark

Kristín Gyða Davíðsdóttir skoraði 1 mark

 

Fjölnir - Sindri 4:2

Mjög opinn og aðlaðandi leikur með mörgum tækifærum fyrir framan bæði mörkin.

Fjölniskonur réðu boltanum en Sindrakonur voru hættulegar í skyndisóknum.

Verðskuldaður sigur fyrir okkur.

 

Í þessum leik léku tvær af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sinn fyrsta leik fyrir Fjölni:

Sunna Gló Helgadóttir (2005)

Kristjana Rut Davíðsdóttir (2009)

Mörk skoruð:

María Sól Magnúsdóttir skoraði 2 mörk

Ester Lilja Harðardóttir  skoraði 1 mark

Hrafnhildur Árnadóttir skoraði 1 mark

 

Næsti leikur okkar í úrslitakeppninni er næstkomandi föstudag 23. ágúst frá kl. 20:00 gegn KH á N1-vellinum Hlíðarenda.


Arnþór Freyr og Gunnar komnir aftur heim!

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gert samninga við tvo uppaldna Fjölnismenn, Arnþór Freyr Guðmundsson (Addú) og Gunnar Ólafsson, sem munu leika með liðinu í 1. deild karla á komandi tímabili.  Báðir leikmenn skrifuðu undir samninga við félagið í dag.
Gunnar Ólafsson kemur til liðsins frá Fryshuset Basket í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Fyrir þá tíma lék Gunnar með Stjörnunni á tímabilinu 2019-2022, ásamt því að spila fyrir LEB Oro clun Oviedo CB á Spáni. Hann hefur einnig leikið tvö tímabil fyrir Keflavík, það fyrra 2013-2014 áður en hann hélt í bandaríska háskólaboltann þegar hann lék með St. Francis College í fjögur ár, og það síðara að námi loknu tímabilið 2019-2020.  Gunnar spilaði fyrir íslenska landsliðið á árunum 2017 til 2019.
Addú, sem einnig er uppalinn í Fjölni, lék með Stjörnunni frá árinu 2015 eftir að hafa leikið fyrir Tindastól sama ár.  Addú lék einnig á árum áður í EBA deildinni á Spáni þegar hann spilaði bæði með Albacete og Alcázar þar í landi áður en hann snéri aftur til Fjölnis tímabilið 2014-2015.
Báðir leikmenn eru vel stemmdir fyrir komandi tímabili. “Ég er virkilega ánægður að vera kominn heim í Grafarvoginn.  Mér líst vel á hópinn og er spenntur fyrir komandi tímabili og hlakka til að taka þátt í því verkefni að koma Fjölni upp í efstu deild, þá sérstaklega fyrir hann Matta heitinn,” sagði Addú.  Gunnar var því sammála og sagðist spenntur fyrir tímabilinu:  “Ég er mjög ánægður að vera kominn heim í uppeldisfélagið.”

Borche Ilievski þjálfari liðsins var að vonum ánægður með fréttir dagsins og sagði þá Addú og Gunnar styrkja liðið til muna. “Strákarnir eru frábær viðbót fyrir Fjölni. Addú er mikill leiðtogi innan sem utan vallar og munum við stóla á hann til að móta andrúmsloftið á vellinum og vera yngri og eldri leikmönnum innan handar.  Hann er einnig mikill "playmaker" og góður varnarmaður auk þess sem hann getur skotið vel utan af velli.  Gunnar er frábær varnarmaður og gríðarlega mikilvæg viðbót í liðið okkar því hann getur auk þess skotið vel að utan sem og keyrt á körfuna.  Hann hefur verið einn af betri varnarmönnum landsins í efstu deild og hæfni hans til að  verjast í mörgum stöðum og vinna úr ógnunum verður ómetanlegt fyrir okkur.”
Fjölnir býður þá Gunnar og Arnþór velkomna aftur í Grafarvoginn!

#FélagiðOkkar


Framkvæmdastjóri óskast

Ungmennafélagið Fjölnir, Grafarvogi auglýsir til umsóknar spennandi og krefjandi starf framkvæmdastjóra félagsins.

Fjölnir er fjölgreina íþróttafélag með 13 deildum og er félagið fjölmennasta íþróttafélag landsins.

Við leitum að aðila með framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og óbilandi áhuga á að byggja upp rótgróið félag með ungmennafélagsandann að leiðarljósi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins
  • Stýring fjármála, áætlanagerðar og kostnaðareftirlit
  • Launavinnsla
  • Tekjuöflun og markaðssetning félagsins
  • Framkvæmd framtíðarsýnar og stefnu félagsins í samvinnu við aðalstjórn
  • Mannauðsmál
  • Samskipti við deildarstjórnir félagsins
  • Samskipti við stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttasambönd, sérsambönd, styrktaraðila og aðra hagsmunaaðila
  • Yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefna

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og leiðtogafærni
  • Þekking og reynsla á sviði fjármála æskileg
  • Reynsla í stjórnun og samningagerð kostur
  • Geta til að vinna undir álagi

 

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður félagsins í netfanginu formadur@fjolnir.is

Umsóknir berist í gegnum alfred.is. Óskað er eftir að feriskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2024.


Íslenskur stórmeistari til liðs við Íslandsmeistara Fjölnis

Grafarvogsbúinn og stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson hefur gengið til liðs við Skákdeild Fjölnis og mun tefla með skáksveit Íslandsmeistaranna á komandi keppnisvetri.

Bragi býr ásamt fjölskyldu sinni í hjarta Grafarvogs og okkur Fjölnismönnum er mikill akkur í að fá frábæran liðsstyrk og góðan félaga.

Velkominn Bragi í Skáksveit Fjölnis, Íslandsmeistara 2024.


Sigurvegarar í 6. flokki kvenna á Símamótinu 2024

Símamótið var haldið núna um helgina, 11.-14. júlí. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og í fyrsta skipti 2021 var Litla Símamótið haldið fyrir 8.flokk. Keppendur voru um 3.000 og því stærsta knattspyrnumót á landinu.
Fjölnisstelpur gerðu sér lítið fyrir og lentu í fyrsta sæti í 6. flokki! 🥳🏆
Við erum ótrúlega stolt af þeim og öllum okkar keppendum á mótinu. Framtíðin er svo sannarlega björt í kvennaboltanum ⚽️
Áfram stelpur! 🩷