Mótaskrár


KKÍ mót

http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/

Fjölliðamót

http://www.kki.is/library/Skrar/Keppnisdagatal%202019-2020%20yngri%20flokkar.pdf

Minniboltamót

Iðkendum 10 ára (MB10 ára) og yngri gefst kostur á að taka þátt í svokölluðum minniboltamótum. Minniboltamót eru stök mót haldin af hinum ýmsu körfuboltadeildum út um allt land og þar sem gleðin ræður ríkjum. Stig eru ekki talin og því má segja að allir séu sigurvegarar og allir þátttakendur fá verðlaun að móti loknu.
http://www.kki.is//library/Myndir/Minnibolti20-21%20(1).png

Dómgæslan er yfirleitt í höndum eldri iðkenda og á að snúast um að leiðbeina keppendum þó KKÍ hefur sett upp viðmið fyrir dómgæslu í minniboltamótum (nánar á www.kki.is). Eftir því sem börnin eldast og færnin eykst, aukast kröfurnar smám saman, dómgæsla verður meiri og byrjað er að telja stigin. Fjöldi minniboltamóta eru haldin yfir tímabilið en yfirlit þeirra má finna á heimasíðu KKÍ (http://www.kki.is) undir Mótamál og Opin yngri flokka mót félaganna.

Fjölnir leitast eftir að vera með nokkur lið á helst öllum mótum og því er ákveðið fyrirfram hvaða flokkar fara á hvaða mót og þjálfurum gert það kunnugt. Lagt er upp með að þjálfarar flokkanna fylgi þeim á fjögur mót yfir tímabilið sem eins og áður segir er búið að raða þeim á. Skráning á minniboltamót fer í gegnum þjálfara hvers flokks.

Foreldrum er frjálst að taka sig saman og fara með lið á fleiri en þessi fjögur mót sem búið er að raða þeim á en þá er óvíst að þjálfari geti farið með. Mikilvægt er að foreldrar ráðfæri sig við þjálfara áður en farið er á önnur mót og einnig að öllum iðkendum í viðkomandi flokki standi til boða að sækja ef fara á á fleiri mót.

Minniboltamótin eru haldin af félögum víðsvegar um landið og eru ýmist svokölluð hraðmót þar sem keppt er t.d. 4-5 leiki á 3-4 klst. t.d. fyrir hádegi á laugardegi eða eftir hádegi á sunnudegi. Tvö mót, sem hafa fest til vel í sessi, eru með öðru sniði en þau eru svokölluð gistimót þar sem öll helgin er undir í skemmtun og körfubolta. Annað mótið er SAMbíómót Fjölnis sem ávallt er haldið fyrstu helgina í nóvember og hitt er Nettómótið í Reykjanesbæ sem ávallt er haldið fyrstu helgina í mars. Hraðmótin kosta frá 2.500 kr. en gistimótin eru dýrari. Forráðamenn standa straum af kostnaði minniboltamóta. Oftast er greitt á mótstað.

Allir flokkar taka þátt í SAMbíómóti Fjölnis og Nettómótinu og því hvetjum við forráðamenn að taka þessar tvær helgar frá fyrir fjölskylduna sína.

Vert er að taka það fram að iðkendur öðlast keppnisrétt þegar búið er að ganga frá greiðslu æfingagjalda þeirra.

Forráðamenn eru hvattir til að sýna góða háttsemi á öllum mótum sem iðkendur Fjölnis taka þátt í og hvetja Fjölni sem heild enda körfubolti liðsíþrótt. Jákvæð hvatning til liðs í keppni er góð og gild en niðurrif einstaklings eða hróp og köll á eigið barn eða annarra eða dómara telst ekki til góðrar hvatningar. Áfram Fjölnir

 

 

Íslandsmót hjá MB10 ára og eldri

Íslandsmótið fyrir iðkendur í MB10 ára upp í 9.fl. fer fram í fjölliðamótum sem haldin eru yfir tímabilið, tvö mót fyrir áramót og tvö eftir áramót. Keppt er í riðlum þar sem 4-6 lið eru í hverjum riðli. Keppt er um helgar. Liðin í riðlunum skiptast á að halda mótin yfir tímabilið. Liðið sem fær flest stig í hverju fjölliðamóti færist upp um riðil. Að sama skapi fellur það lið sem er með lægstu stigin niður um riðil. Lið sem byrjar tímabilið í D-riðli getur unnið sig upp í A-riðil fyrir lokamótið og þar með náð að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki. Einungis einn Íslandsmeistaratitill er í hverjum aldursflokki og þarf lið eins og áður segir að vera í A-riðli til að geta keppt um titilinn. Staða liðs í riðli flyst með þeim milli ára.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótanna og dómgæslu:

http://kki.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/yfirlit-reglugerda/reglugerd-um-korfuknattleiksmot/ 

Körfuknattleiksdeild Fjölnis stendur straum af móta- og dómarakostnaði til KKÍ. Forráðamenn sjá um allan kostnað vegna ferða til og frá keppnisstöðum auk gistingar en oftast er gist í skólastofum og þá er gjaldi gjarnan stillt í hóf. Körfuknattleiksdeild Fjölnis greiðir ekki fyrir rútu eða ferðir til og frá keppnisstöðum.

Þjálfari stillir upp liðum í sínum flokki þannig að hver og einn iðkandi hafi tækifæri til að spila á sínu getustigi þ.e.a.s. ef flokkurinn er það fjölmennur að hægt er að skrá fleiri en eitt lið til keppni. Ólíkt minniboltamótum þá leitast þjálfari ekki við að fá skráningu frá foreldrum um þátttöku einstaka iðkanda í fjölliðamótunum heldur gengur þjálfari út frá því að allir iðkendur mæti til keppni. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fjölnis í samvinnu við þjálfara skráir lið til leiks á Íslandsmóti í byrjun hausts og eins og áður segir stendur straum af mótakostnaði hvers liðs sem skráð er til leiks.

Mikilvægt er að forráðamenn upplýsi þjálfara að hausti ef barn þeirra hyggst ekki taka þátt í Íslandsmóti. Því  miður hefur borið við að forráðamenn hafi tilkynnt með of skömmum fyrirvara að börn þeirra mæti ekki til keppni eða einfaldlega iðkendur bara ekki mætt á leikdegi en það getur eðli máls samkvæmt verið mjög bagalegt þar sem körfubolti er liðsíþrótt þar sem allir þurfa leggja sitt af mörkum fyrir liðið. Hér er ekki átt við skyndileg veikindi iðkenda. Þessu samhliða er rétt að nefna að KKÍ sektar félög ef lið mæta ekki til leiks.

Vert er að taka það fram að iðkendur öðlast keppnisrétt þegar búið er að ganga frá greiðslu æfingagjalda þeirra.

Forráðamenn eru hvattir til að sýna góða háttsemi á öllum mótum sem iðkendur Fjölnis taka þátt í og hvetja Fjölni sem heild enda körfubolti liðsíþrótt. Jákvæð hvatning til liðs í keppni er góð og gild en niðurrif einstaklings eða hróp og köll á eigið barn eða annarra eða dómara telst ekki til góðrar hvatningar. Áfram Fjölnir!