Vefstjórn KKF

Allar ábendingar/kvartanir um heimasíðu körfunnar skulu berast til vefstjóra með e-mail á netfangið:
 • Fréttir
rssFréttir af deildinni
image 11. Apr. 2014 09:52

Stelpurnar knúðu fram oddaleik í körfunni gegn Breiðablik

Oddaleikur Fjölnis og Breiðabliks verður leikinn í Smáranum í Kópavogi klukkan 19.15 á sunnudagskvöld. Fjölnir - Breiðablik 69:58

Nánar
 • image

  Nú er ekkert annað í stöðunni fyrir stelpurnar en að vinna næstu tvo leiki til að komast upp í úrvalsdeild. Stelpurnar náðu ekki sigri í síðasta leik og verða því að vinna báða leikina sem eftir eru. Næsti leikur verður fimmtudaginn 10. apríl kl. 19.15 í Dalhúsum á móti Breiðablik! Stuðningur úr stúkunni er gríðarlega mikilvægur og skulum við fjölmenna í Dalhús í síðasta heimaleik vetrarins og styðja stelpurnar til sigurs! Sjáumst á fimmtudaginn kl. 19.15 í Dalhúsum!! ÁFRAM FJÖLNIR Kveðja stjórn körfuboltadeildar

 • image

  Magnaður sigur á Hetti í kvöld og sæti í úrvalsdeild tryggt með tveimur sigrum á Hetti

 • image

  Nú er komið að úrslitaeinvíginu um að komast upp í úrvalsdeild! Fjölnisstrákar taka á mót Hetti í fyrsta leik, í kvöld 1.apríl kl. 19.15 í Dalhúsum! Strákarnir sýndu þvílíkan karakter í síðasta leik þegar þeir unnu Blika og komust í úrslit og ætla að sjálfsögðu að knýja fram sigur í þessum leik! Stuðningurinn var hreint út sagt frábær í þeim leik og átti mikinn þátt í sigrinum! Viið viljum gera ennþá betur og troðfylla Dalhús og hjálpa strákunum að komast skrefi nær úrvalsdeild þar sem þeir eiga heima! Því er SKYLDUMÆTING fyrir allt Fjölnisfólk og Grafarvogsbúa í kvöld í Dalhúsum kl. 19.15 Hamborgarar verða að sjálfsögðu til sölu frá kl.18.15 og um að gera að koma og fá sér hamborgara og kíkja svo á leikinn! ÁFRAM FJÖLNIR kveðja stjórn körfuknattleiksdeildar

 • image

  Magnaður sigur, Sims og Óli Torfa með stórleik

 • image

  Fjölnir vann stórsigur á Breiðabliki, 93:66, í fyrsta leiknum í undanúrslitum umspils um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðin mættust í Grafarvogi í kvöld. Þau eigast aftur við í Smáranum á mánudag og með sigri þar kæmust Fjölnismenn í úrslitaeinvígi við Þór frá Akureyri eða Hött. Vinni Blikar þurfa liðin að spila oddaleik í Grafarvogi.

 • image

  Aðalfundur körfuknattleiksdeildar þriðjudaginn 25. mars í Dalhúsum

 • image

  Mæta Breiðablik í undanúrslitum um sæti í Domino's deild karla

 • image

  Körfuknattleiksdeild Fjölnis á þrjá flotta fulltrúa í yngri landsliðum KKÍ! Árni Elmar Hrafnsson leikmaður 10.flokks karla í U-16 og Sigmar Jóhann Bjarnason og Davíð Alexander Magnússon í 9.flokk karla í U-15. Árni Elmar fer á Norðurlandamót yngri landslið í Solna í Svíþjóð og Sigmar Jóhann og Davíð Alexander fara á Copenhagen Invitational í Danmörku. Við óskum þessum flottu strákum til hamingju með landsliðssætin! http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=8326

 • image

  Nú er komið að síðasta deildarleik strákanna á tímabilinu þegar þeir taka á móti ÍA í Dalhúsum, föstudaginn 14.mars kl. 19.15! Strákarnir ætla sér að sjálfsögðu sigur í leiknum og fylgja eftir góðum sigri á Hamri í síðustu umferð. Eins og staðan er núna eru Fjölnisstrákarnir í 4.sæti en með sigri eiga þeir möguleika á að komast í 2.sæti! Strákarnir þurfa á stuðningi að halda frá ykkur kæra Fjölnisfólk til að hjálpa þeim að ná fram sigri! Stuðningurinn var frábær í síðasta leik en við viljum gera ennþá betur og reyna að fylla Dalhús og mynda góða stemmingu! Sjáumst á föstudaginn! kveðja stjórn körfuknattleiksdeildar.