Reglur KOI


Reglur Kobe Osaka sem iðkendur skulu fylgja:

  1. Þegar nemandi kemur í æfingasalinn (Dojo), eða fer út úr honum skal hann hneigja sig.
  2. Nemendur eiga aldrei að vera í skóm, hvorki í tíma né í keppni.
  3. Stranglega er bannað að reykja og blóta í æfingasalnum.
  4. Bannað er að koma með áfengi í tíma, og eins að vera undir áhrifum áfengis.
  5. Nemendur skulu vera hreinir, neglur eiga að vera snyrtilegar og búningurinn á ætið að vera hreinn og straujaður.
  6. Ekki er leyfilegt að bera skartgripi við þjálfun.
  7. Bannað er að tala í tímum, nema nauðsyn beri til.
  8. Nemendur eiga að fylgja leiðbeiningum kennara.
  9. Nemendur eiga að mæta stundvíslega í tíma.
  10. Nemendur mega ekki liggja upp að vegg, eða spranga um gólf æfingasalarins. Nemendur eiga alltaf að sitja uppréttir. Þegar nemendur bíða eftir að röðin komi að þeim, mega þeir ekki trufla aðra nemendur.
  11. Þegar hlustað er á leiðbeiningar má ekki hafa hendur krosslagðar eða á mjöðmum. Hendurnar eiga að vera beinar niður og hnefar krepptir.
  12. Þegar öðrum nemenda er heilsað hneigið ykkur þá og segið “oo´s”.
  13. Þegar kennari biður um að nemendur fari í beina línu skulu þeir raða sér upp strax.
    a) Þegar þjálfari kemur inn í salinn eiga nemendur að fara í beina röð með hendur niður með síðum.
    b) Sá sem hefur æðstu gráðuna stendur fremstur í röðinni og segir, þegar allir eru búnir að taka stöðu, “Seiza”. (seiza = setjast)
    c) Þá eiga nemendur að krjúpa á hnén, fyrst á það vinstra með beint bak og svo það hægra, síðan setjast á hælana, með lófana á lærunum.
    d) Þegar þjálfarinn segir skipunina “Mokso” (mokso = hefja hugleiðslu) á að gera lófana bollalaga, augun eiga að vera lokuð og nemandinn undirbýr sig fyrir þjálfun.
    e) Þegar skipunin “Yamae” (yamae = hætta) er gefin opna nemendur augun og hendurnar fara aftur á lærin.
    f) Þegar skipunin “Rai” (rai = hneigja) er gefin eiga nemendur að styðja höndunum við gólfið, lófarnir niður og beygja sig í u.þ.b. tvær sekúndur.
  14. Þegar nemendur koma seint í tíma skulu þeir fara á hnén í enda æfingasalarins og horfa til kennarans áður en þeir taka þátt í tímanum.
  15. Nemendur mega ekki yfirgefa salinn áður en tíminn er búinn nema með leyfi kennarans.
  16. Nemandi sem þarf að yfirgefa salinn áður en tíminn er búinn skal hneigja sig við enda æfingasvæðisins.
  17. Í sýnikennslu, með kennara eða með tilsögn hans, eiga nemendur að hneigja sig og segja “oo’s”. Nemandi á alltaf að hneigja sig fyrst til kennarans og kennarinn svo til nemandans.
  18. Aldrei má kalla kennara eða leiðbeinanda með skírnarrnafni. Kennara á að kalla “SENSEI” og leiðbeinendur “SEMPAI”.
  19. Þegar kennari kallar upp nemanda til að aðstoða sig, skal nemandi svar með því að segja “oo’s” og fara strax til kennarans. Þar skal hann hneigja sig fyrir kennaranum og bíða frekari fyrirmæli.
  20. Þegar tveir nemendur eru að æfa sig saman eiga þeir að hneigja sig samtímis á móti hvorum öðrum áður en æfingin hefst og eftir að henni er lokið.
  21. Áður en farið er inn í æfinga- eða keppnissal skal þátttakandi alltaf hneigja sig. Áður en sjálf æfingin hefst skal hneigja sig fyrst fyrir dómaranum og síðan fyrir keppinaut sínum.