Fjölnir | FRÉTTIR

Óskar sæmdur gullmerki Fjölnis

Óskar Hlynsson yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar Fjölnis var sæmdur gullmerki Fjölnis á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 15. febrúar. Gullmerki deildarinnar er einungis veitt fólki sem hefur starfað í meira en áratug fyrir félagið og lagt mikið af mörkum í starfi sínu. Óskar hefur starfað sem þjálfari  hjá Frjálsíþróttadeildinni í fjölmörg ár. Síðustu ár hefur hann verið yfirþjálfari deildarinnar. Sem þjálfari hefur hann haft mikil áhrif á þau ungmenni sem hafa lagt stund á frjálsar íþróttir hjá félaginu og smitað þau af…

28.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir með 11 gull á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 25.-26. febrúar. Fjölnisfólkið stóð sig gríðarlega vel á mótinu og landaði 11 gullmedalíum, 7 silfur og 5 brons eða samtals 23 medalíum. Fjölnir átti 17 keppendur á mótinu og komust flest þeirra á verðlaunapall. Báðar boðhlaupssveitirnir sigruðu í sínum flokkum. Piltarnir sem kepptu í flokki 18-19 ára sigruðu í stigakeppninni í þeim flokki og 15 ára piltarnir voru í öðru sæti í sínum flokki. Í…

28.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Bikarmeistarar í 4.flokki

Bikarmót unglinga í hópfimleikum var haldið helgina 25.-26.febrúar. Keppendur fimleikadeildar mættu til leiks vel undirbúin og full tilhlökkunnar að taka þátt í fyrsta móti ársins. Á mótinu eignuðumst við bikarmeistara í 4.flokki sem er glæsilegur árangur. Strákarnir okkar í kk-yngir stóðu sig með prýði og nældu sér í silfurverðlaun á mótinu. Keppendur í 3.flokki áttu einnig gott mót og voru allir að bæta sig frá því í fyrra. Við óskum öllum keppendum, þjálfurum og foreldrum innilega til hamingju með þessa…

28.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Skákmót grunnskóla í Grafarvogi. B sveit Rimaskóla vann aftur

Rúmlega 60 nemendur kepptu f.h. sinna skóla á spennandi Miðgarðsmóti, skákmóti grunnskólanna í Grafarvogi. Sterkar sex manna skáksveitir mættu til leiks og mótið var jafnt og spennandi frá byrjun til enda. B sveit Rimaskóla vann líkt og í fyrra, hálfum vinningi á undan A sveit sama skóla. Skáksveit Kelduskóla hafnaði í 3. sæti. Miðgarðsmótið er samstarfsverkefni Skákdeildar Fjölnis, Þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs og Landsbankans. Glæsilegir bikarar, vinningar og veitingar.  Lokastaðan : Rimaskóli B   30,5     Rimaskóli A   30      …

24.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Bergrún og Jón Margeir margfaldir Íslandsmeistarar

Íslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 18. og 19. febrúar. Fjölnir átti 2 keppendur á mótinu þau Bergrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur og Jón Margeir Sverrisson. Stóðu þau sig frábærlega og unnu flestar greinar sem þau kepptu í auk þess sem þau voru að bæta sinn persónulega árangur í mörgum greinum. Bergrún varð Íslandsmeistari í 60m, 200m, 400m og 800m hlaupum og í kúluvarpi. Varð hún í öðru sæti í langstökki. Var hún að bæta árangur sinn í…

21.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Minna Íslandsmeistari í 400 m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll helgina 18. og 19. febrúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu og stóðu þau sig öll mjög vel. Nokkur þeirra komust á verðlaunapall. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi á tímanum 58,61 sek og vann silfur í 200 m hlaupi á tímanum 26,36 sek. Glæsilegur árangur hjá henni. Helga Guðný Elíasdóttir fékk silfur í 1500 m hlaupi á tímanum 4:49,78 og brons í 3000 m hlaupi á tímanum…

21.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Oliver Aron í 2. sæti á NM í skólaskák

Hinn 19 ára gamli Fjölnismaður Oliver Aron Jóhannesson stóð sig frábærlega á NM í skólaskák þegar hann landaði 2. sæti í A flokki skákmótsins. Teflt er í 5 aldursflokkum á mótinu og þar tefla tveir stigahæstu skákmenn hvers lands í hverjum flokki. Í A flokknum, elsta flokknum, voru það tveir Fjölnismenn sem skipuðu sæti Íslands á mótinu. Hinn var Dagur Ragnarsson sem hlaut 4. sætið og var líkt og Oliver Aron í baráttunni um verðlaunasæti allt mótið. Þriðji Fjölnisskákmaðurinn sem…

21.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Sigursælir Fjölnis-skákmenn

Ungir og efnilegir skákmeistarar Fjölnis hafa verið iðnir við kolann og tekið þátt í fjölmörgum skákmótum nú eftir áramótin. Þeir hafa virkilega sýnt þar mátt sinn og megin og unnið til verðlauna. Dagur Ragnarsson vann í byrjun mánaðarins titilinn Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2017 og á nýloknu Nóa Síríus boðsmótinu sem Taflfélagið Huginn stóð fyrir þá urðu Fjölnismenn í tveimur efstu sætum B flokks, þ.e. Hörður Aron Hauksson í 1. sæti og Jón Trausti Harðarson í 2. sæti. Báðir hlutu þeir 5…

21.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Innlit til Guðmundu og Kolbrúnar í íþróttaskóla barna 3-5 ára

Það má með sanni segja að íþróttaskóla barna 3-5 ára í Borgaskóla hafi farið vel af stað. Hver laugardagurinn á fætur öðrum líður þar sem börnin koma og fá góða og skipulagða hreyfistund hjá Guðmundu sem er 3ja árs nemi í íþróttafræði HR, og henni til aðstoðar er samnemandi hennar Kolbrún. Þær stöllur vinna vel saman sem skilar sér í flottum tímum fyrir okkar unga og efnilega Fjölnisfólk. Hér má sjá nokkrar þrautir sem boðið er upp á í skólanum.…

19.02 2017 | Handbolti LESA MEIRA

Aðalfundur Fjölnis

Hérna má nálgast ársskýrslu Fjölnis 2016 Í gær var haldinn aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis í Sportbitanum í Egilshöll. Þar með er öllum aðalfundum í félaginu lokið og nýjar stjórnir að taka til starfa. Jón Karl Ólafsson, formaður bauð fólk velkomið og var Örn Pálsson kosinn fundarstjóri og Laufey Jörgensdóttir fundarritari. Jón Karl, formaður fór yfir skýrslu stjórnar og síðan fór Guðmundur L, framkvæmdastjóri yfir reikningana en þar kom fram að afkoma félagsins er vel viðundandi  eins og hjá flestum deildum félagsins. …

16.02 2017 | LESA MEIRA

Vinningaskrá í happdrætti þorrablóts Grafarvogs 2017

Dregið var í happdrætti þorrablóts Grafarvogs. Vinninga skal vitja á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll á opnunartíma. Gildistími vinningsmiða er til 1 júlí 2017. VINNINGASKRÁ Takk fyrir stuðninginn og til hamingju allir.

15.02 2017 | LESA MEIRA

Aðalfundur Fjölnis

Aðalfundur Fjölnis verður  haldinn Miðvikudaginn 15 febrúar kl. 18 í Sportbitanum. Dagskrá aðalfundar: a)      Skýrsla stjórnar b)      Reikningar félagsins c)      Lagabreytingar d)      Kjör formanns e)      Kjör stjórnarmanna f)       Kjör skoðunarmanna reikninga g)      Önnur mál Lögum félagsins verður ekki breytt nema á aðalfundi félagsins undir dagskrárliðnum ,,lagabreytingar” og þá með fulltingi 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur til breytinga á lögum félagsins, undirritaðar af flutningsmönnum, skulu sendar aðalstjórn félagsins eigi síðar en 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Sami frestur gildir um tillögur…

14.02 2017 | LESA MEIRA

Minnum á greiðslu æfingagjalda

Góðan daginn,   Nú er vorönnin komin á fullt í öllum deildum. Allar deildir nema Körfuknattleiksdeild þurfa að ganga frá skráningu á nýju tímabili. Karfan er með ársgjald með greiðslutímabili haust - vor. Það er mjög mikilvægt að allir bregðist skjótt við og greiði æfingagjöld hjá félaginu sem fyrst. Hér fyrir neðan eru raktir nokkrir mikilvægir punktar um æfingagjöldin.  

  •          Miða skal við að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.
  •          Hafi æfingagjöld ekki verð greidd fyrir 15. febrúar…
13.02 2017 | LESA MEIRA

Flottir fimleikar á Akureyri

Þau stóðu sig vel á Akureyri Þórhildur Rósa og Sigurður Ari en þau kepptu á Þrepamóti 3 síðastliðna helgi. Sigurður Ari keppti í 3.þrepi á fjórum áhöldum af sex og sigraði bogahest og fékk brons á gólfi. Þórhildur sýndi listir sínar á öllum áhöldum í 2.þrepi og sigraði stökk og slá ásamt því að lenda í 2.sæti fyrir samanlagðan árangur. Verðlaunasæti fyrir samanlagðan árangur: 2.þrep 13 ára og eldri 2. sæti - Þórhildur Rósa Sveinsdóttir Úrslit: http://www.fimleikasamband.is/index.php/mot/urslit/item/991-threpamot-3-a-akureyri-urslit

13.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Frábær árangur Fjölnis á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal dagana 11. og 12. feb. Mótið var mjög fjölmennt, en um 800 keppendur voru skráðir til leiks. Frá Fjölni voru 26 keppendur á aldrinum 11 til 30 ára. Voru margir þeirra að bæta sinn persónulega árangur í ýmsum greinum og fengu Fjölniskeppendurnir samtals 19 medalíur sem er frábær árangur. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 19 ára fékk gull í 400 m hlaupi kvenna á tímanum 58,98 sek. Helga Guðný Elíasdóttir 23 ára fékk gull…

12.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar

Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar verður haldinn í Sportbitanum í Egilshöll þriðjudaginn 14 febrúar kl. 18 Á dagskrá er eitt mál,

  1. Kosning formanns
F.h. körfuknattleiksdeildar Guðmundur L Gunnarsson Framkvæmdastjóri Fjölnis

11.02 2017 | LESA MEIRA

Fjölnir fékk Drago styttuna í Pepsídeild

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna. Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Í Pepsi-deild karla er einnig tekið tillit til háttvísismats eftirlitsmanna KSÍ. Þá eru…

11.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Lagðist gegn Fjölnisbraut

Borg­ar­ráð hef­ur staðfest álit nafna­nefnd­ar sem lagðist gegn því að heiti Halls­veg­ar í Grafar­vogi yrði breytt í Fjöln­is­braut. Hug­mynd­in að nafn­breyt­ing­unni er upp­haf­lega kom­in frá Hverf­is­ráði Grafar­vogs, sem vildi tengja nafn göt­unn­ar við íþrótta­fé­lag hverf­is­ins, Fjölni. Rök­in voru m.a. þau að veg­ur­inn tengdi stór­an hluta Grafar­vogs við helstu íþrótta- og frí­stunda­mann­virki hverf­is­ins. Meðal ann­ars lægi veg­ur þessi meðfram keppnisíþrótta­velli og sund­laug við Dal­hús. Nafna­nefnd­in kom sam­an í byrj­un árs og fjallaði um þetta mál og fleiri. Fund­inn sátu Ármann Jak­obs­son,…

11.02 2017 | LESA MEIRA

Reykjavíkurmótið: Marcus Solberg jarðaði KR

Fjölnir 3 - 0 KR 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson ('40) 2-0 Marcus Solberg Mathiasen ('56) 3-0 Marcus Solberg Mathiasen ('74) Fjölnir mætir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins næsta mánudag. Fjölnir var rétt í þessu að leggja KR að velli í undanúrslitum með þremur mörkum gegn engu en Valur hafði betur gegn Víkingi R. eftir vítapsyrnukeppni fyrr í kvöld. Fjölnismenn voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki frá Ingimundi Níelsi Óskarssyni á 40. mínútu. KR-ingar voru nálægt því að…

10.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Þrepameistarar í höllinni

Það var sannkölluð fimleikaveisla síðustu helgi í Laugardalshöllinni en þar fór fram keppni í 4.þrepi stúlkna og 4.- 5.þrepi drengja. Mótið var haldið af fimleikaráði Reykjavíkur (Fjölnir, Fylkir og Ármann) sem hélt samhliða þessu móti Reykjavíkurleikana fyrir keppendur í frjálsum æfingum. Við erum stolt af frábærum árangir iðkenda okkar sem var glæsilegur og skilaði okkur fjórum þrepameisturum þetta árið. Það er greinilegt að iðkendur og þjálfarar eru að leggja sig alla fram við að ná settum markmiðum. ÁFRAM FJÖLNIR! Verðlaunasæti…

09.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

5.þreps stúlkur á Þrepamóti 1

Það var virkilega ánægjulegt að fylgjast með fyrsta fimleikamótinu í áhaldafimleikum sem fór fram helgina 28.-29.janúar. Mótið var í umsjá fimleikafélagsins Björk og var haldið í Hafnarfirði, en þangað lögðu leið sína 15 stúlkur frá Fjölni til þess að keppa í 5.þrepi. Sumar voru að stíga sín fyrstu skref í keppni en aðrar reynslunni ríkari frá því í fyrra og var virkilega gaman að sjá framfarir hjá þeim öllum. Veitt voru verðlaun fyrir einstök áhöld og fyrir fjölþraut og söfnuðu…

09.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Metaðsókn á æfingu eftir góða frammistöðu á Reykjavíkurskólamótinu

Það mættu 40 grunnskólakrakkar úr Grafarvogi á miðvikudagsskákæfingu Fjölnis eftir Reykjavíkurmót grunnskóla í skák tveimur dögum fyrr. Alls tóku níu skáksveitir úr grunnskólum  Garfarvogs þátt í grunnskólamótinu og frammistaða skáksveitanna virkilega góð. Rimaskóli hefur á að skipa mikilli breidd skákkrakka um þessar mundir, bæði drengir og stúlkur, og vann skólinn til gull, silfurs og bronsverðlauna á Reykjavíkurmótinu. Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur er að vinna afar árangursríka vinnu í þremur grunnskólum Grafarvogs, Foldaskóla, Kelduskóla og Rimaskóla. Þessir skólar eru…

08.02 2017 | Skák LESA MEIRA

Sundmót Sunddeildar Fjölnis

verður haldið í Laugardalslaug  4.-5. mars 2017 Sundmenn í Afrekshóp (Laugardal), Hákarla og Höfrungahóp taka þátt í þessu verkefni í samráði við þálfara. Mótið er haldið í þremur hlutum.  Tveimur á laugardag og einum á sunnudag.  Mjög mikilvægt að að foreldrar og forráðamenn hjálpi okkur við framkvæmd á mótinu.  Tímasetningar eru sem hér segir: I.Hluti Laugard. 4.mars Upph. kl. 8.10 Mót kl. 9:00 II.Hluti Laugard.4.mars Upph. kl. 14.00 Mót kl. 15.00 III.Hluti Sunnud. 5.mars Upph. kl. 9.00 Mót kl. 10:00

Fjölnisfólkið stóð sig vel á RIG

Reykjavik International Games (RIG) í frjálsum fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 4. febrúar. Mótið var hið glæsilegasta og óvenju margir erlendir keppendur mættu til leiks. Að þessu sinni var 6 iðkendum í Fjölni boðið að taka þátt á mótinu og stóðu þau sig öll vel. Helga Þóra Sigurjónsdóttir keppti í hástökki og lenti í 2. sæti með stökk upp á 1,69 m sem er ekki langt frá hennar besta árangri. Daði Arnarson varð í 2. sæti í 800…

05.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Reykjavíkurúrval

Fyrsta æfing Reykjavíkurúrvalsins fór fram um helgina í Egilshöll. Fjölnir átti 8 leikmenn á æfingunni. Næsta æfing hópsins verður í lok febrúar. Gaman verður að fylgjast með strákunum í þessu verkefni og sjá hversu margir komast í lokahópinn fyrir Norðurlandamót höfuðborga sem fer fram í Helsinki dagana 22-27 maí. Daníel Smári Sigurðsson - Kelduskóli Gabríel Rómeo Johnsen - Foldaskóli Lúkas Logi Heimisson - Vættaskóli Marías Bergsveinn Brynjólfsson - Foldaskóli Patrekur Viktor Jónsson -  Kelduskóli. Sófus Máni Bender - Kelduskóli Sölvi…

05.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir á 6 keppendur á Reykjavíkurleikunum í frjálsum

Reykjavik International Games (RIG) í frjálsum fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 4. febrúar og hefst kl 13. Mótið er mjög sterkt að þessu sinni og margir erlendur keppendur mæta til keppni. Að þessu sinni var 6 iðkendum í Fjölni boðið að taka þátt í mótinu. Helga Þóra Sigurjónsdóttir keppir í hástökki, en hún sigraði hástökkið á leikunum í fyrra. Styrmir Dan Hansen Steinunnarson keppir einnig í hástökki. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir keppir í 400 m hlaupi og Bjarni Anton…

03.02 2017 | Frjálsar LESA MEIRA

Velkomin heim

Íris Ósk Valmundsdóttir er gengin til liðs við Fjölni. Þetta var staðfest fyrr í dag þegar hún skrifaði undir 2 ára samning við félagið. Íris, sem er uppalin Fjölnismaður, leikur sem hafsent og á að baki yfir 150 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 16 mörk. Hún lék áður með KR og Stjörnunni - en hún var t.a.m. fyrirliði KR síðasta sumar í Pepsi-deildinni. Þessi félagsskipti sýna þann mikla metnað og kraft, svo ekki verður um villst, sem býr…

02.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Nýkjörin stjórn

Aðalfundur fimleikadeildar var haldin í Egilshöll 30.janúar. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og það fjölbreytta starf sem fór fram á árinu. Það voru þrír stjórnarmenn sem létu af störfum en það voru þær Heiða Björg Tómasdóttir, Elva Möller og Hrefna Hjördís Guðnadóttir. Fimleikadeildin þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og góð störf undanfarin ár. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir var ein í framboði til formanns, hún óskaði þó eftir mótframboði þar sem hún hefur ekki átt barn í deildinni í fjögur ár. Hún…

01.02 2017 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.