Fjölnir | FRÉTTIR

Óliver Aron meðal efstu manna - Nansý og Kristján Dagur mokuðu inn stigum á Västerås Open 2016

Skákdeild Fjölnis bauð sínum efnilegustu og virkustu ungmennum til Västerås í Svíþjóð með styrk og stuðningi íslenskra fyrirtækja og forystumanna sænska skáksambandsins. Öll tóku þau þátt í Västerås Open, fjölmennasta alþjóðlega skákmóti Norðurlanda (350) sem haldið var í 8. skipti. Alls eru tefldar 8 umferðir á Västerås Open, fjórar atskákumferðir og fjórar keppnisskákir. Teflt er í tveimur flokkum, opnum flokk og flokki skákmanna undir 1600 stigum. Í opna flokknum tefldu þau Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson, Dagur Andri Friðgeirsson, Hörður…

29.09 2016 | Skák LESA MEIRA

Sýnum karakter

Vekjum athygli á áhugaverðu verkefni og spennandi ráðstefnu á laugardaginn á vegum UMFÍ og ÍSÍ sem ber heitið „Sýnum karakter“. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna: smelltu hér og skráðu þig á ráðstefnuna, sýnum karakter! Dagskrá má finna hér: http://www.isi.is/fraedsla/hadegisfundir/dagskra-synum-karakter/  SÝNUM KARAKTER – RÁÐSTEFNA Frábært verkfæri fyrir þjálfara og foreldra! Hvað: Sýnum karakter – Ráðstefna / samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ Hvar: Háskólinn í Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 1. október á milli 10:00-12:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og…

28.09 2016 | LESA MEIRA

Bikarúrslit í beinni

Keflavík/Njarðvík og Fjölnir mætast í bikarúrslitaleik í 2. flokki karla á Nettóvellinum í Keflavík í dag klukkan 16:00.  Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sporttv.is og birtum við tengil hér á Fótbolta.net.  Keflavík/Njarðvík sigraði Fram í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum en Fjölnir lagði Stjörnuna 2-1.    Frétt frá Fótbolta.net. 

27.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Grunnskólamót Grafarvogs í körfubolta

Körfuknattleiksdeild Fjölnis heldur grunnskólamót Grafarvogs í körfubolta, miðvikudaginn 28. september í Dalhúsum frá kl. 13:00 - 16:00. Mótið er fyrir stráka og stelpur í 6. bekk grunnskólanna. Íþróttakennarar hvers skóla skrá lið til leiks og stýra liðunum á mótinu. Keppt er um grunnskólameistaratitil stúlkna og drengja. Mótið er nú haldið fjórða árið í röð og því má segja að það sé að festa sig í sessi hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis og grunnskólum Grafarvogs. Virkilega skemmitlegur vettvangur fyrir 6. bekkinga grunnskóla að koma saman, etja…

25.09 2016 | Karfa LESA MEIRA

Síðasti heimaleikur ársins

Góðan dag, Oft er þörf en nú er nauðsyn! SÍÐASTI HEIMALEIKUR ÁRSINS - Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvoginum á sunnudaginn 25. september kl. 14:00 í 21. umferð Pepsi-deildarinnar. Við hvetjum alla Grafarvogsbúa og allt Fjölnisfólk til þess að mæta með alla fjölskylduna snemma á þennan stórleik og saman málum við stúkuna gula. Evrópusæti er undir og því er stuðningur þinn mikilvægur! Á vellinum verður sjoppan opin, seldar gómsætar pizzur og grillaðir hamborgarar. Vertu vitni að sögunni og mættu á völlinn!…

24.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Handboltaveisla - tvíhöfði

Í kvöld föstudaginn 23 september er tvíhöfði í Dalhúsum  Meistaraflokkur kvenna Fjölnir - Afturelding kl. 18:00 Meistaraflokkur karla Fjölnir - Akureyri kl. 20:00 Mætum snemma, fyllum húsið og hvetjum okkar fólk til dáða.

23.09 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Verndum þau

Námskeið um hvernig eigi að bregðast við grun um ofbeldi og vanrækslu á börnum og ungmennum verður haldið í samstarfi við UMFÍ og Æskulýðsvettvang í Sportbitanum Egilshöll 11. október klukkan 18:00 -21:00. Allir foreldrar, þjálfarar, stjórnarmenn og starfsmenn félagsins eru velkomnir. Skránigar og nánari upplýsingar eru hjá Ragnheiði starfsmanni UMFÍ í síma 568-2929 eða með tölvupóst á ragnheidur@umfi.is   Sjá auglýsingu.

23.09 2016 | LESA MEIRA

Fjáröflun körfuknattleiksdeildar

Hvetjum alla til að styðja körfuknattleiksdeildina og taka þátt í fjáröflun deildarinnar. Tölvupóstur um fjáröflunina var sendur á forráðamennn iðkenda 20. september sl. og í þessari viku og byrjun næstu verður fjáröflunarbæklingum dreift til iðkenda á æfingum. Sölutímabil er 21. september - 3. október. Sölutölum er skilað 3. október Vörur sóttar 10. október   Ef eitthvað er óljóst er best að hafa samband á fjolnir.karfa@gmail.com. Áfram Fjölnir!

22.09 2016 | Karfa LESA MEIRA

Síðasti heimaleikur ársins

SÍÐASTI HEIMALEIKUR ÁRSINS - Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvoginum á sunnudaginn 25. september kl. 14:00 Við hvetjum alla Grafarvogsbúa og allt Fjölnisfólk til þess að mæta með alla fjölskylduna snemma á þennan stórleik og saman málum við stúkuna gula. Evrópusæti er undir og því er stuðningur þinn mikilvægur! Endilega addið Fjölni á: Twitter: Fjolnir_FC Snapchat: umf.fjolnir Áfram Fjölnir!

21.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Parkour fyrir 16 ára og eldri

Fimleikadeild Fjölnis ætlar að hafa prufuæfingar fyrir fullorðins parkour 16+ sunnudaginn 18. og 25. september kl.18.00-20.00. Þjálfari æfingana er Kristófer Gísli. Hvert skipti kostar 1500 kr. Skráning fer fram í gegnum netfangið hallakari@fjolnir.is  Ef það er mikil aðsókn verður í prufutímana þá eru góðar líkur á að fastar æfingar fyrir 16 + verði skipulagðar í vetur. 

16.09 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Komdu í körfu

Flott grein í Grafarvogsblaðinu. Mikil gróska og gott gengi hjá yngri flokkunum hjá Fjölni. Smellið á myndina til að lesa greinina.

16.09 2016 | Karfa LESA MEIRA

Við héldum boltanum og þeir hlupu og hlupu

Fjölnir hafði gríðarlega yfirburði gegn Þrótti í dag og hefði liðið getað skorað mun fleiri mörk en þau tvö sem liðið gerði.  „Við skoruðum tvö mörk og þeir ekki neitt. Við fengum þrjú stig og það er það sem við vildum í dag. Markvörður þeirra (Arnar Darri Pétursson) átti frábæran leik. En stigin þrjú er það sem telja. Við höfum bætt stigamet Fjölnis frá upphafi og erum mjög ánægðir með það," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.  „Við héldum boltanum og þeir…

15.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Igor Jugovic framlengir við Fjölni

Igor Jugovic hefur framlengt samning sinn við Fjölni til tveggja ára eða út tímabilið 2018. Igor sem gekk í raðir okkar Fjölnismanna fyrir tímabliið hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins á tímabilinu og hann hefur verið algjör lykilmaður í leik liðsins í sumar. Á myndinni sjást Igor og Árni Hermannsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis handsala samninginn.

15.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Æfingar körfuknattleiksdeildar komnar á fullt skrið

Æfingar körfuknattleiksdeildarinnar eru komnar á fullt skrið samkvæmt æfingatöflu. Allir eru velkomnir að prófa æfingar endurgjaldslaust hjá körfuknattleiksdeildinni. Nánari upplýsingar um þjálfara hvers flokks má finna á heimasíðunni undir Körfubolti > Æfingatöflur. Upplýsingar til forráðamanna haust 2016 Hvetjum alla krakka og ungmenni til að prófa körfu - Komdu í körfu!

11.09 2016 | Karfa LESA MEIRA

Frír prufutími fyrir eldri borgara

Boðið verður upp á fimleikaæfingar fyrir eldri borgara á haustönn 2016. Við vorum með æfingar síðastliðið vor í samstarfi við Korpúlfa félag eldri borgarar í Grafarvogi, samstarfið og æfingarnar gengu vel og við hlökkum til að halda áfram að byggja upp stóran hóp af fimleikafólki á öllum aldri. Æfingatími: Föstudagar kl.10.00-11.00 Staðsetning: Egilshöll Þjálfari: Ólöf Tara Harðardóttir - Sími: 770 3310 Fatnaður: Íþróttafatnaður og æskilegt er að vera berfættur eða í sokkum. Búningskeflar: Hægt er að hafa fataskipti í búningsklefum…

09.09 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Gunnar Már og Gunnar Valur með mfl kvenna næstu 2 árin

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gengið frá samningi við Gunnar Val Gunnarsson, fyrrum leikmann og fyrirliða meistaraflokks karla, um að verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna næstu 2 árin. Gunnar Már Guðmundsson verður áfram aðalþjálfari liðsins. Knattspyrnudeild Fjölnis er afar ánægð með þessa ráðningu og hún undirstrikar þá áherslu sem félagið leggur á að vilja veg kvennaknattspyrnunnar sem mestan.  Þessir tveir heiðursmenn eru reynslumestu leikmann Fjölnis frá upphafi og þeir einu sem skipa 200 leikja klúbb félagsins. Það er von knattspyrnudeildar að með reynslu…

09.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Herra Fjölnir framlengir um 2 ár

Knattspyrnudeild Fjölnis tilkynnir með mikilli ánægju að Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, hefur framlengt samning sinn við félagið um 2 ár.  Gunnar Már hefur verið einn af lykilmönnum Fjölnis í sumar eins og undanfarin ár. Hann er eins og gott rauðvín, batnar með aldrinum! Auk þess að spila með meistaraflokksliði Fjölnis næstu 2 árin mun hann einnig halda áfram að þjálfa meistaraflokkslið kvenna hjá félaginu, eins og hann gerði á þessu leiktímabili. Á myndinni má sjá Gunnar Má og Árna…

09.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Skákæfingar Fjölnis hefjast miðvikudaginn 14. september kl. 16:30

Vikulegar skákæfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 14. september og verða þær framvegis alla miðvikudaga í vetur frá kl. 16:30 – 18:00. Æfingarnar eru í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús skólans. Árangur þeirra barna sem sótt hafa reglulega skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög góður á undanförnum árum og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir árangursríkt starf. Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru hvattir til að nýta sér skemmtilegar og áhugaverðar…

07.09 2016 | Skák LESA MEIRA

Spá leik­manna og for­ráðamanna fyrstu deildanna | ÍR og Fjölnir upp

Það verða ÍR ingar sem koma beint upp aftur í Olís karla og Fjölnisstelpur sigra 1. deild kvenna ef marka má spá  leik­manna og for­ráðamanna 1. deildanna sem hittust í vikunni á árlegum fundi þar sem þetta var opinbert. Spá leik­manna og for­ráðamanna fyr­ir 1. deild karla: 1. ÍR 2. Fjöln­ir 3. Vík­ing­ur 4. HK 5. Þrótt­ur 6. KR 7. Míl­an 8. Val­ur U 9. Hamr­arn­ir 10. Ak­ur­eyri U 11. ÍBV U 12. Stjarn­an U Spá leik­manna og for­ráðamanna fyr­ir 1.…

07.09 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Nýr Sæhesta hópur

Vegna mikillar aðsóknar í yngstu hópana í sundi, þá ætlum við að setja nýjan Sæhesta-hóp af stað. Sæhestar er hópur fyrir 4 - 7 ára, þessi hópur er fyrir krakka sem eru komin á flot og þurfa ekki að vera með aðstoð foreldra ofan í. Skráningar í Sæhesta 4 eru í gegnum skráningarkerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/ , hópurinn æfir á þriðjudögum og fösutdögum klukkan 17:50 - 18:30 í Grafarvogslaug/innilaug. Námskeiðið hefst 13.september og kostar 27.500 Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Gunna þjálfari í síma 862-1845 

05.09 2016 | Sund LESA MEIRA

Fyrstu æfingar vetrarins

Fyrstu æfingar vetrarins í frjálsum verða í næstu viku. Allir eru velkomnir að koma og prófa æfingar. Fyrstu æfingar hvers hóps eru eftirfarandi:   6-9 ára  (1. – 4. bekkur) árgangar 2007-2010: Mánudaginn 5. sept. í Rimaskóla: 1.-2. bekkur kl 15:30-16:20 3.-4. bekkur kl 16:20-17:10.   11-14 ára (5. – 8. bekkur) árgangar 2003-2006: Þriðjudaginn 6. sept. í Laugardalshöll kl 17-18:30.   15 ára og eldri – árgangur 2002 og eldri: Þriðjudaginn 6. sept. í Laugardalshöll kl 17-19. Nánari upplýsingar…

04.09 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Byrjendanámskeið hlaupahópsins hefst á mánudag

Byrjendanámskeið hlaupahóps Fjölnis hefst mánudaginn 5. sept. við Grafarvogslaug kl 17:30. Þjálfarar verða Ingólfur Björn Sigurðsson og Ingvar Hjartarson.  Allir eru velkomnir, bæði algjörir byrjendur og einnig þeir sem eru komnir með einhvern grunn í hlaupum en vilja meiri tilsögn, aðhald og góðan félagsskap. Gerðar eru teygju- og styrktaræfingar inní sal í Dalhúsum í lok æfingarinnar. Skráning á námskeiðið er inná fjolnir.is undir „Iðkendaskráning“ efst til hægri á síðunni. Sjá hér. Verð á námskeiðið er 10.000 kr. Þátttakendur á…

04.09 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingatöflur - Haustönn

Æfingatöflur fyrir veturinn 2016-2017 hafa verið sendar til foreldra með tölvupósti. Ef þú telur að barn þitt sé skráð hjá deilinni og þú hefur ekki fengið slíkan póst þá biðjum við þig að hafa samband við okkur í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5.september. Æfingatímar hjá bangsa, kríla og stubbahópum verða sendar út í byrjun næstu viku.

02.09 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2 flokk karla

Knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla. Leitað er að sjálfstæðum, jákvæðum og metnaðarfullum aðila með brennandi áhuga á þjálfun. Umtalsverð reynsla og góð menntun í knattspyrnuþjálfun er skilyrði. Í boði er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf við góðar aðstæður. Nýtt tímabil hefst í október og þarf viðkomandi að geta hafið störf þá. Umsóknir skulu sendast fyrir 15. septembert n.k. á Guðmund L. Gunnarsson framkvæmdastjóra Fjölnis á netfangið gummi@fjolnir.is Í umsókn skal taka fram þjálfaramenntun, reynslu…

02.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Þorgeir Ingvarsson skrifar undir samning

Þorgeir Ingvarsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Fjölnis. Þorgeir, sem er að verða 16 ára gamall, er öflugur og kraftmikill leikmaður sem Fjölnir bindur miklar vonir við. Þorgeir er enn í 3. flokki en hefur æft með meistaraflokki félagsins undanfarnar vikur. Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Þorgeiri til hamingju með samninginn og væntum við mikils af honum í framtíðinni. Á myndinni má sjá Þorgeir og Árna Hermannsson formann knattspyrnudeildar Fjölnis handsala samninginn

02.09 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stuðningsmannaferð á EM

Sjá upplýsingar um spennandi ferð sem Fimleikasamband Íslands hefur sett saman. Í fyrsta skipti í sögu Fimleikasambandsins ætlum við að setja upp skipulagða stuðningsmannaferð á Evrópumótið í Slóveníu!!! Við erum að vinna með Gaman Ferðum í verkefninu og höfum sett upp ferð fyrir þáttakendur, foreldra og aðstandendur. Allir munu ferðast í beinu leiguflugi með WOW air til Maribor og býðst foreldrum og aðstandendum að fara með í sömu vél og gista á góðu hóteli í miðbænum. Þarna höfum við einstakt…

01.09 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.