Fjölnir | FRÉTTIR

Fjölniskrökkunum gekk vel á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli dagana 25. og 26. júní. 6 Fjölniskrakkar tóku þátt á mótinu, 4 stelpur og 2 strákar. Tvær stúlkur frá Fjölni komust á verðlaunapall að þessu sinni. Signý Hjartardóttir fékk silfur í kúluvarpi stúlkna 14 ára með kast upp á 9,66 m og Elísa Sverrisdóttir fékk brons í langstökki stúlkna 14 ára með stökk upp á 4,63 m. Þó nokkur rigning var seinni dag mótsins og hafði það áhrif á árangur krakkanna í…

28.06 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Arndís Ýr og Ingvar sigruðu í Miðnæturhlaupi Suzuki

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í Laugardalnum 23. júní í blíðskaparveðri. Það má segja að Fjölnisfólkið hafi staðið sig gríðarlega vel í hlaupinu. Í 10 km hlaupinu sigraði Ingvar Hjartarson karlaflokkinn á tímanum 33:57. Tími Ingvars er fjórði besti tíminn sem náðst hefur í þessari vegalengd í Miðnæturhlaupinu, en sjálfur átti hann fjóðra besta tímann fyrir þetta hlaup frá árinu 2012 sem var 33:58.  Hugi Harðarson varð í 2. sæti á tímanum 34:39. Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir á tímanum…

24.06 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fimleikaþjálfari óskast

Fimleikadeild Fjölnis stækkar ört og hjá okkur eru í dag rúmlega 700 iðkendur. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjálfun fyrir stelpur og stráka frá 3 ára aldri og fara allar æfingar fram í nýrri og glæsilegri fimleikaaðstöðu okkar í Egilshöll.Við leitum eftir þjálfurum í fullt starf og hlutastarf og er þjálfun fjölbreyttra hópa í boði.   Sjá auglýsingu og upplýsingar hér. Umsóknir ásamt ferilskrám óskast sendar á netfangið hallakari@fjolnir.is. Einnig er ykkur velkomið að hafa samband við framkvæmdastjóra…

24.06 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Góður árangur á Vormóti ÍR

Vormót ÍR í frjálsum íþróttum var haldið í 74. sinn á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. júní. Að þessu sinni kepptu 11 iðkendur frá Fjölni á mótinu.   Vilhelmína Þór Óskarsdóttir sigraði 400 m hlaup kvenna á tímanum 58,75 sek. Signý Hjartardóttir varð þriðja í 2000 m hindrunarhlaupi kvenna á tímanum 9:26,46 sem er jafnframt Íslandsmet í aldursflokkum 14 og 15 ára stúlkna. Bætti hún gamla metið um 38 sek. Bjarni Anton Theódórsson sigraði 400 m hlaup karla á tímanum 51,34 sek.…

18.06 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Jón Margeir setti nýtt heimsmet

Sundmaður­inn Jón Mar­geir Sverris­son, Fjölni, er þessa dag­ana stadd­ur í Þýskalandi á opna þýska meist­ara­mót­inu. Hann gerði sér lítið fyr­ir og setti nýtt heims­met í 800 metra skriðsundi í flokki S14. Jón kom í bakk­ann á 8:48,24 mín­út­um en gamli tím­inn hans var 8:53,13 mín­út­ur, svo um magnaða bæt­ingu er að ræða. Þá setti Jón einnig nýtt Íslands­met í 100 m flugsundi á tím­an­um 1:10,17 mín­út­um. Jón er ekki einn ís­lenskra kepp­enda ytra því Sonja Sig­urðardótt­ir, ÍFR, hef­ur einnig sett…

14.06 2016 | Sund LESA MEIRA

Skráning í fimleika - Haustönn 2016

Forskráning iðkenda sem stunduðu fimleika á vorönn 2016 Innritun fyrir haustönn 2016 stendur er hafin og er hægt að skrá til 16.júní. Til þess að staðfesta pláss fyrir næstu önn þarf að skrá barnið á lista inn í skráningakerfið okkar https://fjolnir.felog.is/.  Vinsamlegast veljið hóp sem heitir "Staðfesting á skráningu". Ef umsókn er ekki skilað inn fyrir 16. júní þá verður barnið tekið af iðkendalistanum. Nýskráning í fimleika ?  Opið er fyrir skráningu veturinn 2016-2017. Við bendum á að…

13.06 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Veturinn endaði með vorsýningu

Við þökkum ykkur öllum fyrir komuna á vorsýningu fimleikadeildar sem fór fram dagana 3. - 4. júní.  Það er ekki annað hægt en að vera gríðarlega stolt af þessum fjölmenna og glæsilega hóp iðkenda. Sjálfboðaliðum þökkum við enn og aftur fyrir aðstoðina og þá ómissandi vinnu og dugnað síðustu vikur. Myndir frá sýningu fá finna hér: https://www.flickr.com/photos/fjolnirfimleikar/albums/72157668630949910https://www.flickr.com/photos/fjolnirfimleikar/albums/72157668630949910 Takk fyrir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur iðkendur, foreldrar og þjálfarar :)

13.06 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnir - KR

Það er sannkallaður stórleikur á miðvikudaginn þegar KR mætir í heimsókn í Grafarvoginn. Fjölnir - KR miðvikudagur 15. júní kl. 19:15 - Extra völlurinn (mfl. kk.) Gott hamborgaratilboð á vellinum, pizzur í sjoppunni og allur pakkinn! Mætum í gulu á völlinn með krakkana, höfum gaman og styðjum Fjölni. Við hvetjum ykkur til að taka þátt í umræðunni með Fjölni á samskiptamiðlunum. Twitter: Fjolnir_FC Snapchat: umf.fjolnir Áfram Fjölnir!

13.06 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Velheppnað Vormót Fjölnis

Hið árlega Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið 2. júní á Laugardalsvelli í yndislegu veðri. Mótið er fyrir keppendur á aldrinum 11-15 ára og tóku 75 keppendur þátt á mótinu, þar af voru 7 frá Fjölni. Keppt var í 60 m eða 100 m hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 800 m hlaupi. Mótahaldið gekk vel og fjölmargir að bæta sinn besta árangur, en 68 persónulegar bætingar náðust á mótinu. Þeir Fjölniskrakkar sem komust á verðlaunapall voru: Elísa Sverrisdóttir fékk gull…

05.06 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Sumarnámskeið Sunddeildar Fjölnis 2016

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Líkt og áður sér Gunna Baldurs um kennsluna auk þess sem aðstoðarfólk verður í lauginni. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings– og baðklefa. Eftirfarandi námskeið verða í boði sumarið 2016: 13. júní – 24. júní (9 dagar) 6.750 kr. 27.júní – 8. júlí (10 dagar) 7.500 kr. 8. ágúst – 19. ágúst (10 dagar) 7.500 kr. Tímar sem í boði eru: 8:15– 8:55 Frístund…

02.06 2016 | Sund LESA MEIRA

AMÍ og sumarfrí

Síðasta verkefni sundársins verður Aldursflokkamótið (AMÍ) á Akranesi sem fram helgina 24.-26. Júní. Æfingahópar upp í Grafarvogslaug fara því í sumarfrí eftir þessa viku nema þeir sem keppa á AMÍ þeir koma á æfingar niður í Laugardal fram að AMÍ. Ýmislegt hefur verið brallað síðustu mánuði þó svo að það hafi ekki ratað á heimasíðuna ennþá.  Krakkarnir okkar stóðu sig vel á Íslandsmeistaramótinu í apríl og í byrjun maí fór vaskur hópur af krökkum frá Fjölni á frábært sundmót í…

02.06 2016 | Sund LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.