Fjölnir | FRÉTTIR

Æfingar fyrir fullorðna í frjálsum

Frjálsíþróttadeild Fjölnis gerði tilraun með æfingar fyrir fullorðna í vor. Mætingin hefur verið góð og létt og skemmtileg stemning á æfingum. Því hefur verið ákveðið að halda þessum æfingum áfram í sumar. Hópurinn samanstendur fyrst og fremst af foreldrum iðkenda í deildinni, en allir eru velkomnir á æfingar. Fólkið er í mjög misjöfnu formi, en allir fá þjálfun við hæfi. Fæstir þátttakendur hafa æft frjálsar íþróttir áður og er engin krafa um slíkt. Sýnir það enn og aftur að allir…

31.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Dagur Ragnarson vann Meistaramót Skákskóla Íslands

Dagur Ragnarsson, stigahæsti skákmaður Íslands 20 ára og yngri, og liðsmaður Fjölnis í 1. deild sigraði örugglega á sterku Meistaramóti Skákskóla Íslands. Hann hlaut að launum glæsilegan verðlaunagrip og flugmiða með Icelandair sem ætlaður er til að sækja skákmót erlendis. Dagur vann alla sína andstæðinga á mótinu nema félaga sinn Oliver Aron Jóhannesson. Jafntefli varð í skák þeirra og Oliver Aron varð í öðru sæti. Þeir tveir höfðu nokkra yfirburði og töpuðu hvorugur skák. Tveir aðrir efnilegir skákmenn Fjölnis tóku þátt…

30.05 2016 | Skák LESA MEIRA

Fimm fræknu !

Þessir fimm flottu piltar léku með U16 landsliði Íslands sem vann A-landslið kvenna í gær 36-23. Piltarnir eru allir að sjálfsögðu hluti af Íslandsmeistaraliði Fjölnis í 4.flokki karla eldri árið 2016. Leikmennirnir frá vinstri til hægri á mynd: Daníel Freyr Rúnarsson, Goði Ingvar Sveinsson, Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Jón Bald Freysson og Arnar Máni Rúnarsson.

30.05 2016 | Handbolti LESA MEIRA

MÍ í fjölþrautum

Íslandsmeistaramót í fjölþrautum fór fram á Selfossi 28. og 29. maí. Einn keppandi frá Fjölni tók þátt í mótinu og keppti í fimmtarþraut 15 ára og yngri. Var það Signý Hjartardóttir sem náði öðru sæti með 3770 stig. Keppt var í 80 m grindarhlaupi, 400 m hlaupi, kúluvarpi, spjótkasti og hástökki. Mótshaldið var í traustum höndum hjá Selfyssingum, en veðrið hefði mátt vera betra á laugardeginum. Þá var mikill vindur sem gerði keppnina í hástökkinu mjög erfiða þar sem ráin…

29.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Æfingar í sumar í frjálsum

Æfingar hjá frjálsíþróttadeildinni í sumar verða á æfingasvæði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Svæðið er rétt hjá Varmárskóla og sundlauginni við Skólabraut. Leið 6 stoppar við Háholt nálægt vellinum. 11-14 ára hópur (árgangar 2002-2005): Mánudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl 17:00-18:30. Þjálfarar: Magnús Óskarsson, Arnar Óskarsson og Hafdís Rós Jóhannesdóttir. 10 ára krakkar eru velkomnir á þessar æfingar þ.e. þeir sem eru að ljúka 4. bekk, árgangur 2006. Æfingagjald fyrir þá er 14.000kr (skráning í Nora). 15 ára og eldri (árgangur 2001…

28.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Glæsilegur árangur Fjölniskrakka á Norðurlandamóti höfuðborganna

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fór fram í Helsinki í Finnlandi dagana 23.-26. maí. 8 stúlkur og 8 strákar kepptu fyrir hönd Reykjavíkur á mótinu, þar af voru tvær stúlkur og tveir strákar frá Fjölni. Samtals frá öllum Norðurlöndunum voru 40 stelpur og 40 strákar á mótinu. Það er óhætt að segja að Fjölniskrakkarnir hafi öll náð góðum árangri á mótinu og voru að bæta sig í einhverjum greinum. Þau sem bestum árangri náðu voru Signý Hjartardóttir sem sigraði í kúluvarpinu og…

28.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnishlaupið 2016

Fjölnishlaupið fór fram 26. maí við Grafarvogslaug. Sigurvegarar í skemmtiskokki voru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR og Mikael Daníel Guðmarsson ÍR. Í 10 km hlaupinu sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni kvennaflokkinn á tímanum 38:21, Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð önnur á tímanum 39:15 og Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni varð þriðja á tímanum 41:29. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR sigraði karlaflokkinn á tímanum 34:09, Hugi Harðarson Fjölni var í öðru sæti á persónulegi meti 34:21 og Ingvar Hjartarson Fjölni varð þriðji á tímanum 35:25. Frekar blautt…

26.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Hreyfivika UMFÍ og Grafarvogsdagurinn !

Í gær mánudaginn 23. maí hófst Hreyfivika UMFÍ vikunni lýkur á sunnudaginn 29. maí. Hreyfivikan er árlegur viðburður sem haldinn er um alla Evrópu og er hluti af stærra verkefnið NOW WE MOVE, markmið verkefnisins er að fá sem flesta til að hreyfa sig reglulega. Við í Fjölni ætlum að taka þátt í Hreyfivikunni í ár eins og undan farin ár með nokkrum viðburðum.   Flestir viðburðirnir okkar verða á laugardaginn 28. maí, en þá verður dagskrá um allan Grafarvoginn…

26.05 2016 | LESA MEIRA

Miðasala - Vorsýning 2016

Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis verður haldin í fimleikahúsi okkar við Egilshöll dagana 3.- 4. júní. Forsala miða fer fram fimmtudaginn 26. maí milli klukkan 17.00-19.00 og mánudaginn 30. maí klukkan 17:00-19:00. Vinsamlegast athugið að miðar verða EKKI seldir á sýningardögum. Miðasala báða dagana fer fram við fimleikasalinn. Í meðfylgjandi skjali má finna upplýsinar um hvaða sýningu foreldrar/forráðamenn hafa fengið úthlutað miða, en eins og áður hefur komið fram eru 4 miðar per barn. Eftir að forsölu er lokið og allir foreldrar/forráðamenn…

26.05 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnisstúlkur í landsliðshóp EM

Landsliðsþjálfarar hafa valið landsliðshópa í unglingaflokkum fyrir Evrópumótið í TeamGym sem fram fer í Slóveníu 10. - 16. október. Þetta er í fyrsta sinn sem fimleikadeild Fjölnis á fulltrúa í landsliðshóp og erum við gríðarlega stolt af stúlkunum okkar. Metnaður, áhugi og jákvæðni stúlknana og þjálfara þeirra hafa sannarlega skilað sér undanfarin misseri.  Innilega til hamingju Ásta Kristinsdóttir, Heiða Kristinsdóttir, Kristín Sara Stefánsdóttir og Sigrún Vernharðsdóttir Áfram Fjölnir og Áfram Ísland!!!   http://fimleikasamband.is/index.php/homepage/frettir/item/880-landslidhshopar-fyrir-evropumot-i-teamgym-unglingaflokkar

25.05 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnishlaupið 26. maí

Fjölnishlaupið verður haldið fimmtudaginn 26. maí við Grafarvogslaug. Hlaupið verður ræst kl 19. Í boði eru 10 km hlaup og 1,4 km skemmtiskokk. Glæsileg verðlaun frá Adidas verða fyrir fyrstu þrjú sætin í 10 km hlaupinu. Fjöldi útdráttarverðlauna verða í boði í báðum vegalengdum t.d. hlaupabakpoki frá Intersport, Nutri Force fæðubótarefni, Compress Sport gjafabréf, Hleðsla frá MS, gjafakörfur frá Innnes, vörur frá 66°N og Cintamani, sundkort, Powerade drykkir, gjafabréf í Reykjavíkurmaraþon, gjafabréf á Subway, Nings og margt fleira. Skráning í 10 km á hlaup.is.…

24.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA
24.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir á Twitter

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana hvað varðar samfélagsmiðla hjá félaginu. Nýlega var stofnaður Snapchat aðgangurinn umf.fjolnir sem er hugsaður fyrir allar deildir Fjölnis og nú bætist við Twitter aðgangurinn Fjolnir_FC fyrir knattspyrnudeildina. Þessi miðill er hugsaður fyrst og fremst til þess að koma enn betur á framfæri upplýsingum til iðkenda, stuðningsmanna og fjölmiðla t.d. með því að birta byrjunarlið fyrir leiki, sýna myndir frá yngri flokka starfinu og auðvitað til þess að taka þátt í allri fótboltaumræðunni á Twitter sem er oft og tíðum…

24.05 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Arndís og Ingvar Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi

Stjörnuhlaupið fór fram í Garðabæ laugardaginn 21. maí í blíðskaparveðri. Í boði voru 5 og 10 km hlaup en 10 km hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi. Það má segja að Fjölnisfólkið hafi verið sigursælt þar sem Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna á tímanum 38:07 og Ingvar Hjartarson Íslandsmeistari karla á tímanum 33:44. Hugi Harðarson varð í öðru sæti á tímanum 34:30. Helga Guðný Elíasdóttir tók þátt í 5 km hlaupinu og lenti þar í 2.…

24.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Vorhátið Sunddeildar Fjölnis

Nú fara vetrarnámsskeiðin okkar að klárast og yngstu hóparnir fara í sumarfrí.    Gunna verður með smá lokasýningu hjá yngstu hópunum, Krossfiskum og Sæhestum í síðasta tíma í þessari viku. Elstu krakkarnir í Sundskólanum (Sæhestar 1 og Skjaldbökur) mæta á föstudaginn 27.maí í Grafarvogslaug kl. 16.  Í Innilauginni verður Sundsýning þar sem synt verða 25m (tvær ferðir) skriðsund og 25m (tvær ferðir).  Eftir sundsýningu verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykk. Selir, Höfrungar, Háhyrningar, Hákarlar og Afrekshópur í Laugardal keppa…

23.05 2016 | Sund LESA MEIRA

EXTRA völlurinn

Fyrir leikinn okkar í kvöld var undirritaður samstarfssamningur  á milli Fjölnis og Innnes hf. sem felur í sér að aðalvöllur Fjölnis fær nafnið Extravöllurinn til næstu fimm ára. Samningurinn er mikil viðurkenning á því góða samfélagsstarfi og uppbyggingu á íþróttastarfi sem Fjölnir stendur fyrir í Grafarvogi.  Með þessu styrkir Innnes öflugt félag og leggur sitt til samfélagsmála í Grafarvogi sem er mjög jákvætt. Báðir aðilar eru stoltir af þessu samstarfi sem hófst svo með látum en við sigruðum Víking Ó í…

22.05 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnis Snapchat

Við viljum vera í góðum tengslum við okkar stuðningsmenn og því höfum við ákveðið að búa til sameiginlegt snap fyrir allar deildir til að sýna frá innviðum þeirra og starfsemi.

Þeir sem starta gleðinni eru körfuboltadeildin en þau munu snappa frá uppskeruhátíð sinni í kvöld.

Knattspyrnan tekur svo við og verður með snappið fyrir leikinn á sunnudaginn.

Allir að adda og fylgjast með. Username er: umf.fjolnir Áfram Fjölnir! 

20.05 2016 | LESA MEIRA

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Fjölnis verður næsta miðvikudag 28. maí kl. 17:30-19:00. Hvetjum alla iðkendur til að mæta með fjölskyldum sínum, eiga góða stund saman og gleðjast yfir góðum vetri. Yngstu iðkendurnir fá allir medalíur en valdir eldri iðkendur fá platta fyrir bestu mætingu og mestu framfarir auk þess sem mikilvægasti leikmaður hvers árgangs er valinn. Líkt og undanfarin ár óskum við eftir að allir komi með góðgæti til að setja á risahlaðborðið sem við gæðum okkur öll á. Hlökkum til…

19.05 2016 | Karfa LESA MEIRA

Sumaræfingar fimleikaiðkenda

Sumarstarf hefst mánudaginn 13.júní og skráning er hafin. Iðkendum fimleikadeildar sem eru 6 ára og eldri stendur til boða að æfa í sumar. Í meðfylgjandi auglýsingu má finna allar upplýsingar um æfingatíma og verð. /assets/Sumaræfingar_2016.pdf Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Fjölnis HÉR.

12.05 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Víðavangshlaup Íslands

Laugardaginn 7. maí fór fram Víðavangshlaup Íslands við þvottalaugarnar í Laugardal. Aðeins tveir keppendur voru frá Fjölni að þessu sinni. Helga Guðný Elíasdóttir varð í 3. sæti í kvennaflokki og Hugi Harðarson varð í 4. sæti í karlaflokki. Vegalengdin sem var hlaupin var um 7,5 km. Sama dag fór fram Neshlaupið á Seltjarnarnesi. Þar voru í boði þrjár vegalengdir. Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni sigraði kvennaflokkinn í 15 km hlaupinu og Signý Hjartardóttir Fjölni sigraði kvennaflokkinn í 3,25 km hlaupinu. 

10.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

4 Fjölniskrakkar valdir í Reykjavíkurúrvalið í frjálsum

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna fer fram í Helsinki dagana 22.-27. maí. Fjórir iðkendur í Fjölni voru valdir í úrvalslið Reykjavíkur til að keppa í frjálsum íþróttum.  Þetta eru Elísa Sverrisdóttir, Signý Hjartardóttir, Theodór Tristan S. Sigurðsson og Bjartur Gabríel Guðmundsson. Í úrvalsliðið eru valdar 8 stúlkur og 8 strákar úr 7. og 8. bekk. Þess má geta að Elísa og Signý voru einnig valdar í liðið í fyrra. Frjálsíþróttamótið er stigakeppni og verður keppt í svokallaðri fimmtarþraut og þurfa allir keppendur…

10.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Pedersen sá um Eyjamenn

Fjöln­ir sigraði ÍBV 2:0 í 2. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu en leikið var á Fjöln­is­vell­in­um í þessu blíðskapa­veðri. Fjöln­ir er með fullt hús stiga eft­ir fyrstu tvær um­ferðirn­ar. Það var fal­legt veður í Grafar­vog­in­um er Þórodd­ur Hjaltalín flautaði til leiks klukk­an 16:00 í dag en fyrri hálfleik­ur­inn var þó ekki jafn mikið fyr­ir augað og veðrið. Fyrri hálfleik­ur­inn ein­kennd­ist af vor­brag og sást það á feil­send­ing­um leik­manna.  Það var lítið sem ekk­ert um færi í fyrri hálfleik. Andri Ólafs­son,…

07.05 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Afreks-og æfingameistarar Fjölnis 2016

Vikulegar skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum hafa undantekningarlaust verið afar vel sóttar í vetur. Um 30 - 40 börn og unglingar hafa mætt á hverja einustu æfingu, bæði drengir og stúlkur. Á síðustu æfingu vetrarins voru krýndir afreks-og æfingameistarar vetrarins líkt og undanfarin ár. Sæmundur Árnason fyrirliði skáksveitar Foldaskóla hlaut afreksbikarinn að þessu sinni og Ágúst Ívar Árnason í Rimaskóla var valinn æfingameistari vetrarins en þar var valið erfitt þar sem fjöldi Fjölniskrakka voru með 100% mætingu. Í fyrsta sinn…

06.05 2016 | Skák LESA MEIRA

Fjölnishlaupið 26. maí

Nú líður senn að hinu árlega Fjölnishlaupi sem er einn af elstu íþróttaviðburðum hverfisins, en þetta er í 28. sinn sem hlaupið er haldið. 10 km hlaupið verður ræst fimmtudaginn 26. maí kl 19:00 á göngustígnum norðan við Garðhús 3 rétt hjá Grafarvogslaug. Skemmtiskokkið verður ræst við Grafarvogslaugina. Frjálsíþróttadeild Fjölnis heldur hlaupið með dyggri aðstoð Hlaupahóps Fjölnis sem nú er orðinn hluti af starfsemi deildarinnar. Keppt verður í tveimur vegalengdum 10 km og 1,4 km skemmtiskokk. Í ár verður hlaupaleiðinni í…

05.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnis hour - í allt sumar!

Byrjum á morgun fyrir leik Fjölnis gegn Selfoss sem er úrslitaleikur um sæti í Olísdeild karla í handbolta. Það verður rosaleg stemming á morgun. Áfram Fjölnir

03.05 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

STUÐNINGSYFIRLÝSING

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu vill endilega koma þessum skilaboðum til handboltastrákanna okkar fyrir leikinn á morgun Smelltu á myndina og sjáðu skilaboðin Ef einhverjum fannst fín stemning síðast þá verður þessi oddaleikur um laust Olísdeildarsæti eitthvað allt annað! DALHÚSIN VERÐA TROÐFULL og stemningin klárlega eftir því. Grill, andlitsmálning og almennt pepp verður sundlaugarmegin líkt og fyrir leik þrjú en stemningin verður á milli 17:45 og 18:45. Svo fyllum við stúkuna fyrir kl. 19:00 og…

03.05 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Nansý vann silfrið á Norðurlandamóti stúlkna í skák

Hin efnilega skákkona Nansý Davíðsdóttir (1778 ELÓ) stóð sig frábærlega á Norðurlandamóti stúlkna í skák sem haldið var í bænum Alta í Noregi. Nansý tefldi á sínu fyrsta móti í B flokki og hlaut annað sætið, fékk 4 vinninga af 5 mögulegum. Hún tapaði ekki skák en gerði tvö jafntefli. Nansý sem er 14 ára gömul teflir með skáksveitum Fjölnis og Rimaskóla og hefur þrívegis orðið Norðurlandameistari með skáksveitum RImaskóla of þrívegis vann hún C flokk stúlkna á Norðurlandamótum. Skákdeild Fjölnis…

02.05 2016 | Skák LESA MEIRA

Byrjendanámskeið í hlaupum hefst 2. maí

Hlaupahópur Fjölnis fer af stað með nýtt byrjendanámskeið í hlaupum 2. maí. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum getustigum. Upplagt fyrir fólk sem langar að byrja að hlaupa og vantar góðan félagsskap, stuðning og hvatningu. Hentar líka lengra komnum sem vilja bæta sig enn frekar. Þátttakendum býðst að æfa með hlaupahópnum fram á haust án viðbótargjalds. Þjálfarar eru Helga Guðný Elíasdóttir sem er ein af bestu langhlaupurum landsins og Ingólfur Björn Sigurðsson kennari og mikill hlaupagarpur sem hefur hlaupið með hópnum í fjölda ára. Mæting er…

02.05 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Fjölnir hóf sumarið á flottum sigri

Fjöln­ir fagnaði flott­um 2:1-sigri á Val á Hlíðar­enda í kvöld í fyrstu um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu. Þórir Guðjóns­son skoraði bæði mörk Fjöln­ismanna en Vals­menn voru ná­lægt því að jafna met­in í lok­in. Mikið jafn­ræði var með liðunum í fyrri hálfleikn­um. Rolf Toft fékk bestu fær­in til að byrja með en fór illa með þau, sér­stak­lega al­gjört dauðafæri eft­ir að Sig­urður Eg­ill Lárus­son hafði unnið bolt­ann af Mario Tadej­evic, vinstri bakverði Fjöln­is. Sig­urður kom bolt­an­um á Toft í miðjum teign­um…

01.05 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.