Fjölnir | FRÉTTIR

Átta Íslandsmeistaratitlar á MÍ 15-22 ára!

Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára í frjálsum íþróttum var haldið í Laugardalshöll helgina 27.–28. febrúar þar sem 13 keppendur frá Fjölni tóku þátt. Árangur þeirra á mótinu var stórglæsilegur; 8 Íslandsmeistaratitlar og auk þess 6 silfur og 4 brons. Daði Arnarson setti glæsilegt mótsmet þegar hann vann 1500 m hlaupið á tímanum 4:11,95 í flokki 16-17 ára pilta. Einnig varð hann Íslandsmeistari í 800 m hlaupi á tímanum 2:00,94. Tómas Arnar Þorláksson varð Íslandsmeistari í flokki 16-17 ára í 400…

29.02 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Mátun og pöntun á Fjölnisfatnaði körfuknattleiksdeildar

Mátun og pöntun á Fjölnisfatnaði körfuknattleiksdeildarinnar. Mátun og pöntun verður næsta föstudag 4. mars frá kl. 18-19 í anddyri sundlaugar Grafavogs. Þetta er síðasta pöntun sem send verður á þessu tímabili. Næsta pöntun verður í haust í byrjun næsta tímabils. Minnum á heimaleik meistaraflokks karla á móti KFÍ í beinu framhaldi eða kl. 19:30. Áfram Fjölnir!

29.02 2016 | Karfa LESA MEIRA

Bikarmeistarar 2016

Piltarnir í 4.flokki eldri unnu glæsilegan 27-21 sigur gegn KA í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ sem fram fór í Laugardalshöll sunnudaginn 28.febrúar. Leikurinn var jafn framan af en svo tóku Fjölnisstrákarnir öll völd á vellinum enda vel studdir af fjölmennum stuðningsmannahópi í stúkunni. Liðið spilaði virkilega vel sem ein heild og ekki veikan blett að finna.  Frammistaða eins leikmanns þótti skara framúr af valnefnd HSÍ sem velur mann leiksins í hverjum bikarúrslitaleik yngri flokkanna. Jón Bald Freysson, línumaður Fjölnis, þótti eiga…

29.02 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Aðalfundur fimleikadeildar færður til 2 mars

Aðalfundur fimleikadeildar hefur verið færður af mánudeginum 29 febrúar til miðvikudagsins 2 mars. Fundurinn verður kl. 20 í Sportbitanum í Egilshöll. Stjórn fimleikadeildar

28.02 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Lokahelgin í sölu hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis

Nú er lokahelgin í sölunni hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis og því um að gera að nýta helgina vel. Sölutölum er skilað á fjolnir.karfa@gmail.com n.k miðvikudag 2. mars. Þökkum kærlega fyrir þátttökuna og dugnaðinn. Áfram Fjölnir!

27.02 2016 | Karfa LESA MEIRA

Eva Karen valin á úrtaksæfingu U16 í knattspyrnu

Eva Karen Sigurdórsdóttir hefur verið valin til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara. Æfingar: Fös  4/3  Kórinn    kl: 20:00-21:15  Æfing (leikmenn tilbúnir 19:45) Lau  5/3  Kórinn    kl: 16:00-17:30  Æfing (leikmenn tilbúnir 15:45) Sun  6/3  Egilshöll  kl: 09:00-10:30  Æfing (leikmenn tilbúnir 08:45)   Óskum henni góðs gengis.

27.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnismerkið á Egilshöllina

Í dag var  nýtt merki Fjölnis sett upp í Egilshöll. Er hérna tekið eitt skrefið í því að merkja okkar aðstöðu betur.

26.02 2016 | LESA MEIRA

Ísak Atli með sigurmarkið á móti Skotum

U17 ára lið karla vann 1-0 sigur á Skotlandi í seinni leik liðanna sem fram fór í dag en um var að ræðavináttulandsleiki. Strákarnir okkar unnu baráttusigur en eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var það Ísak Atli Kristjánsson sem skoraði markið.  Íslenska liðið lék góðan varnarleik í leiknum og sá til þess að Skotarnir fengu ekki mörg marktækifæri.  Íslenska liðið vann því seinni leikinn en fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Skota Fjölnisstrákarnir okkar stóðu sig mjög…

25.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

4 fl karla eldri í bikarúrslitum HSÍ

Sunnudaginn 28.febrúar næstkomandi leika Fjölnispiltar bikarúrslitaleik gegn KA-mönnum í Laugardalshöll kl. 13:00. Strákarnir unnu FH sannfærandi í undanúrslitum og eru núna mættir í stóra leikinn á stóra sviðinu. Við hvetjum alla Fjölnismenn til að mæta á svæðið. Þess má geta að Fjölnir varð síðast bikarmeistari þegar Magnús Kári Jónsson þjálfaði hið fræga '87 lið Fjölnis en Magnús Kári þjálfar einmitt þetta skemmtilega '00 lið Fjölnis sem leikur í bikarúrslitum á sunnudag. Áfram Fjölnir - stolt Grafarvogs!  

24.02 2016 | Handbolti LESA MEIRA

U17 karla - Ísak og Torfi í byrjunarliði í kvöld

U17 karla – Ísland mætir Skotlandi í kvöld – Byrjunarlið Leikurinn hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma U17 ára landslið karla leikur vináttulandsleik við Skotland í kvöld, þriðjudag. Leikurinn fer fram í Skotlandi en liðin mætast aftur á fimmtudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands í leiknum: Tveir flottir fulltrúar frá Fjölni í liðinu, Aron Dagur Birnuson (M) Ástbjörn Þórðarson Felix Örn Friðriksson Ísak Atli Kristjánsson - landsleikur nr 20 Alex Þór Hauksson Kristófer Ingi Kristinsson Kolbeinn Birgir Finnsson Stefán Alexander Ljubicic Guðmundur Andri…

23.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Arndís Ýr Íslandsmeistari í 3000 m hlaupi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í Laugardalshöll helgina 20. – 21. febrúar. Fjölnir átti 16 keppendur á mótinu sem stóðu sig frábærlega vel og persónulegar bætingar voru margar. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð Íslandsmeistari í 3000 m hlaupi kvenna á tímanum 10:38,72. Rétt á eftir henni var Helga Guðný Elíasdóttir á tímanum 10:44,01. Helga fékk einnig silfur í 1500 m hlaupi á tímanum 5:06,16. Margir góðir hlauparar eru í Fjölni og varð boðhlaupssveitin í öðru sæti í 4x400 m…

22.02 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Aðalfundir deilda

Aðalfundir deilda eru komnir í gang og eru þrír búnir. Tennisdeild, skákdeild og körfuboltadeild hafa þegar afgreitt sína fundi. Vekjum athygli á að áður auglýstur fundartími handboltadeildar færist frá fimmtudeginum 25 feb yfir mánudaginn 29 feb í Dalhús. Næstu fundir eru: Frjálsíþróttadeild er miðvikudaginn 24 feb í Egilshöll á skrifstofunni kl. 20 Karatedeild er miðvikudaginn 24 feb í Egilshöll á skrifstofunni kl. 19 Handboltadeild er mánudaginn 29 feb í Dalhúsum kl. 20  Knattspyrnudeild er mánudaginn 29 feb í Sportbitanum í Egilshöll kl 18 Fimleikadeild er…

22.02 2016 | LESA MEIRA

Aðalfundur körfuboltadeildar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Fjölnis 2016 fór fram í hátíðarsal Dalhúsa í gærkvöldi 17. febrúar. Góð mæting var á fundinn.   Fundurinn samþykkti skýrslu stjórnar  og reikninga deildarinnar.   Ingi Ólafsson var kosinn til áframhaldandi setu sem formaður deildarinnar en hann hefur setið í stjórn deildarinnar frá árinu 2009 og sem formaður frá árinu 2013.   Kosið var til stjórnar deildarinnar. Ákveðið hafði verið að bæta við tveimur meðlimum í stjórn þannig að hún skipar 10 stjórnarmönnum auk formanns. Allir stjórnarmeðlimir…

18.02 2016 | Karfa LESA MEIRA

Styrkja þarf hópinn

Frá því að Íslands­mót­inu í knatt­spyrnu lauk síðasta haust hafa borist frétt­ir af leik­manna­mál­um hjá Fjölni með nokkuð reglu­legu milli­bili. Er nú svo komið að breyt­ing­in á Fjöln­isliðinu verður um­tals­verð og á þess­um tíma­punkti er erfitt að segja til um styrk­leika liðsins í Pepsi-deild­inni næsta sum­ar, enda sá árs­tími ekki upp­runn­inn þar sem hægt er að spá í spil­in af ein­hverju viti. Ágúst Gylfa­son hef­ur náð eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri sem þjálf­ari Fjöln­is á síðustu árum. Hef­ur hann farið með liðið úr…

18.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Viðtal við Aron Sig

Það er æskudraumur flestra ungra fótboltamanna að komast í atvinnumennsku og ég er ekkert öðruvísi," sagði Aron Sigurðarson við Fótbolta.net en hann samdi fyrir helgi við Tromsö í Noregi.  „Það er búið að vera markmiðið síðustu ár að taka næsta skref á ferlinum og komast í atvinnumennsku. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi og ég hef lagt hart að mér til að komast hingað."  Aron fór til Tromsö á reynslu á dögunum og í kjölfarið keypti félagið hann…

16.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Kynningarvika í körfu - stúlkur 2003/2004

Í dag hófst kynningavika hjá körfuboltadeildinni fyrir stúlkur fæddar 2003 og 2004.   Gaman er að segja frá því að það voru mættar 39 stúlkur á æfinguna í dag. Allar fengu pizzu í boði KKÍ að lokinni æfingu.   Aníka aðstoðar David alla jafna á þessum dögum en vegna óvissu með fjölda stúlkna fengum við Kristínu Maríu líka til að koma og sjáum við ekki eftir því. Vonandi halda allar steplurnar áfram í körfu.

15.02 2016 | Karfa LESA MEIRA

Riðlaskipting í 1. deild kvenna 2016

Stelpurnar okkar eru í B riðli í 1 deild kvenna í knattspyrnu. B riðill Fjölnir Afturelding Keflavík Grindavík Haukar Grótta Augnablik Álftanes   14 leikir á lið  Leikin er tvöföld umferð. Mótanefnd KSÍ áskilur sér rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku. Úrslitakeppni Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslit ásamt tveim félögum með bestan árangur í 3. sæti (árangur gegn liðum í 8.…

15.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Daniel Ivanovski aftur í Fjölni

Daniel Ivanovski, varnarmaðurinn öflugi, sem lék með Fjölnismönnum fyrri hluta síðasta tímabils hefur skrifað undir nyjan samning við félagið.  Ivanovski mun því spila með Grafarvogsliðinu í Pepsi-deildinni sumar.  Ivanovski var öflugur í vörn Fjölnis í byrjun móts í fyrra en hann óskaði eftir að vera leystur undan samningi í júní af fjölskylduástæðum.  Fjölnir fékk spænska varnarmanninn Jonathan Neftali til að fylla skarð Ivanovski í fyrrasumar en hann fór frá liðinu í haust líkt og fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson sem fór í…

15.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Góður árangur á MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga

MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga var haldið í Laugardalshöll helgina 13. og 14. febrúar.  Mótin voru í umsjón Fjölnis og gekk mótshaldið vel fyrir sig. Tvær stúlkur frá Fjölni tóku þátt í fjölþraut 15 ára og yngri og stóðu þær sig báðar mjög vel. Mjótt var á mununum en Signý Hjartardóttir varð Íslandsmeistari með 2408 stig og Elísa Sverrisdóttir varð í öðru sæti með 2332 stig. Einn keppandi frá Fjölni tók þátt í öldungamótinu. Sigríður Sara Sigurðardóttir keppti í flokki…

14.02 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Aron Sig seldur til Tromsö

Fjölnir hefur samþykkt að selja kantmanninn Aron Sigurðarson til Tromsö í Noregi.  Aron er á leið til Noregs þar sem hann mun skrifa undir þriggja ára samning eftir læknisskoðun.  „Kaupverðið er trúnaðarmál. Samhliða sölunni á Aron þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem m.a. mun fela í sér að Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Tromsö," segir í yfirlýsingu frá Fjölni.  Aron fór til Tromsö á reynslu í janúar og félagið hefur verið…

12.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stefnir í uppreisn í Grafarvogi

Hand­knatt­leiks- og körfuknatt­leiks­deild­ir Fjöln­is hafa fyr­ir löngu full­nýtt og vel það æf­ingaaðstöðu fé­lags­ins í íþrótta­hús­inu í Grafar­vogi. Ástandið versn­ar ár frá ári og nú svo komið að flokk­ar inn­an hand­knatt­leiks­deild­ar fá færri æf­ing­ar á viku en hjá flest­um öðrum fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu auk þess sem sam­eina verður æf­ing­ar hjá nokkr­um ald­urs­flokk­um. Ekki vegna þess að iðkend­ur eru fáir held­ur vegna þess að æf­inga­tíma vant­ar. „Það er mjög erfitt að skipu­leggja sig og vinna fram í tím­ann við þær aðstæður sem…

11.02 2016 | LESA MEIRA

Fimm gull á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR fór fram helgina 6. og 7. febrúar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Fjölnir átti 22 keppendur á mótinu að þessu sinni. Sex þeirra komust á verðlaunapall og unnu samtals fimm gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Flestir voru að bæta sinn persónulega árangur í einhverjum greinum. Helga Guðný Elíasdóttir fékk gull í 3000 m hlaupi á tímanum 10:53,47. Helga Þóra Sigurjónsdóttir fékk gull í hástökki kvenna með stökk upp á 1,68 m. Einnig fékk hún silfur seinni daginn í…

10.02 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Sundmót Fjölnis 2016

Sundmót Sunddeildar Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug 26.-27. febrúar 2016 >>> Bein Úrslit Keppt er í 50 metra laug í þremur hlutum á Föstudag og laugardag.

  • I Hluti Föstudaur 26. febrúar Upphitun kl. 16.00 Mót kl. 17:00
  • II Hluti Laugardagur 27. febrúar Upphitun kl. 08.10 Mót kl. 09:00
  • III Hluti Laugardagur 27. febrúar Upphitun kl. 14.00 Mót kl. 15:00
>>> Nánari upplýsingar á Heimasíða mótsins

10.02 2016 | Sund LESA MEIRA

Þrepamóti í 4.-5.þrepi lokið

Um helgina fór fram þrepamót í 4.-5.þrepi stúlkna og drengja. Mótið gekk vel í alla staði og keppendur fimleikadeildar stóðu sig með prýði og áttu saman góðar stundir í Laugardalnum þar sem mótið fór fram. Medalíur fóru á nokkra Fjölniskrakka fyrir frábæra frammistöðu og óskum við þeim innilega til hamingju með flottan árangur. Úrslit frá mótinu má nálgast hér.

09.02 2016 | Fimleikar LESA MEIRA

Mjög framsækin og árásargjörn

Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir er ein þeirra sem skot­ist hafa í sviðsljós­in í úr­vals­deild kvenna í hand­knatt­leik, Olís-deild­inni, á þessu keppn­is­tíma­bili. Hún er næst­marka­hæst í deild­inni með 138 mörk í 17 leikj­um fyr­ir nýliða Fjölni sem unnu Aft­ur­eld­ingu, 28:27, í hörku­leik í Dal­hús­um á sunnu­dags­kvöldið. Dí­ana skoraði 11 mörk í leikn­um og reynd­ist Mos­fell­ing­um erfið eins fleiri og betri liðum deild­ar­inn­ar á þess­um vetri. „Dí­ana kom til okk­ar á síðasta sumri eft­ir að hafa verið í Fylki en ekki náð sér…

09.02 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölnir - Grótta í kvöld

Hörkuleikur í kvöld í Dalhúsum kl 20 - nú mæta allir og hvetja strákana til sigurs Hérna mætast 1.deildar lið á móti Olís deildarliði en þessi lið þekkjast nokkuð vel eftir að hafa bæði verið í 1.deildinni í fyrra. Grótta sat hjá í 32 liða en sigraði svo FH í 16 liða úrslitunum og koma sjálfsagt með sjálfstraustið í lagi eftir sannfærandi sigur á Fram í síðustu umferð Olís deildarinnar. Fjölnir sigraði Míluna í 32 liða og svo sterkt lið Selfoss í…

08.02 2016 | Handbolti LESA MEIRA

Æfingagjöld 2016

Viljum bara benda á mikilvægi æfingagjalda í rekstri deildanna og einnig hvað það er mikivægt að verkferlið gangi vel fyrir sig og að þjálfarar í öllum deildum merki við mætingu á hverri einustu æfingu. Þessi texti eru undir liðnum æfingagjöld á forsíðunni okkar.   Almennt um æfingagjöld hjá öllum deildum Fjölnis.  

  • Það er með öllu óheimilt að blanda æfingagjöldum inní aðra starfsemi hjá félaginu, stjórnarfólk, starfsfólk, þjálfara eða aðrir velunnarar félagsins fá engan afslátt af æfingagjöldum umfram þann sem…
08.02 2016 | LESA MEIRA

Góður árangur á MÍ 11-14 ára

Meistaramót Íslands  fyrir 11-14 ára í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 30. – 31. janúar. Ellefu iðkendur frá Fjölni tóku þátt í mótinu og voru flestir að bæta sinn persónulega árangur í einhverjum greinum. Signý Hjartardóttir vann silfur í hástökki 14 ára stúlkna með stökk upp á 1,49m. Var hún jöfn annarri stúlku þegar hefðbundinni keppni lauk og þurfti því umstökk til að skera úr um hvor fengi Íslandsmeistaratitilinn. Tvær sveitir frá Fjölni tóku þátt í boðhlaupum í…

01.02 2016 | Frjálsar LESA MEIRA

Aðalfundur tennisdeildar 10 febrúar

Aðalfundur tennisdeildar Fjölnis 2016 verður haldinn í Tennishöllinni í Kópavogi miðvikudaginn 10 febrúar kl. 18:30

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur lagður fram
  3. Kjör formanns
  4. Kjör stjórnarmanna
  5. Önnur mál
F.h. stjórnar tennisdeildar Óskar Knudsen

01.02 2016 | Tennis LESA MEIRA

Aron Sig með glæsilegt mark á móti USA

„Tilfinningin er mjög góð. Ég er hrikalega stoltur af því að spila fyrir A-landsliðið. Ég naut þess mikið að spila og það var mjög gaman," sagði Aron í viðtali við Ómar Smárason hjá KSÍ eftir 3-2 tap Íslands gegn Bandaríkjunum í vináttuleik í gærkvöldi.  Aron sýndi góða frammistöðu í sínum fyrsta landsleik en hann skoraði laglegt mark í síðari hálfleiknum.  „Það var klafs á miðjunni og við fengum aukaspyrnu. Eiður gaf á mig, ég fékk að dribbla inn i teig,…

01.02 2016 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.