Fjölnir | FRÉTTIR

Fjölniskonur í undanúrslit með fullt hús

Fjölniskonur unnu öruggan sigur á Víkingi Ólafsvík um helgina í lokaleik sínum í riðli 1 í C-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu. Liðin mættust á gervigrasinu við Egilshöll í fimbulkulda og setti það svip sinn á leikinn sem lauk þó með 4-1 sigri okkar kvenna. Víkingur komst yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en Hlín jafnaði skömmu fyrir leikhlé með öruggu skoti frá teig og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var einstefna af hálfu Fjölnis. Þegar korter lifði leiks skoraði Jódís með…

29.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Kristján tryggði Fjölni odda­leik

Kristján Örn Kristjáns­son tryggði Fjölni odda­leik þegar hann skoraði sig­ur­mark liðsins, 24:23, á síðustu sek­úndu í fram­leng­ingu gegn Vík­ingi í fjórða leik liðanna í Dal­hús­um í kvöld. Odda­leik­ur liðanna um sæti í Olís-deild­inni fer fram í Vík­inni á fimmtu­dags­kvöldið.

Leik­ur­inn í Dal­hús­um í kvöld var afar jafn og spenn­andi þótt Fjöln­is­menn hafi haft yf­ir­hönd­ina lengst af. Staðan var jöfn, 22:22, eft­ir venju­leg­an leiktíma og grípa varð til fram­leng­ing­ar. Ingvar, markvörður Fjöln­is, varði frá Arn­ari Theo­dórs­syni þegar inn­an við…

28.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Hlaupasumarið byrjar af miklum krafti hjá Fjölnisfólkinu.

Víðavangshlaup ÍR fór fram í hundraðasta skiptið á sumardaginn fyrsta. Þátttökumet var slegið en rúmlega 1100 hlauparar tóku þátt í ár. Hlaupin var ný leið um miðbæ Reykjavíkur og voru allflestir sammála um að hlaupaleiðin hefði verið mjög skemmtileg. Nokkrir hlauparar úr Fjölni tóku þátt og flestir náðu að bæta sinn besta árangur til þessa. Ingvar Hjartarson varð í 2. sæti í hlaupinu á tímanum 15:36. Var hann aðeins einni sekúndu á eftir fyrsta manni í mark. Hugi Harðarson lenti…

27.04 2015 | Frjálsar LESA MEIRA

Aron skoraði í sigri AZ Alkmaar

Fjölnismaðurinn knái Aron skoraði í sigri AZ Alkmaar. AZ Alkmaar lagði Twente með tveimur mörkum gegn engu í hollensku úrvalsdeildinni í dag en Aron Jóhannsson var á skotskónum fyrir AZ.  Aron skoraði mark sitt á 35. mínútu leiksins en þetta var sjötta mark hans í hollensku deildinni á þessari leiktíð.  Hann hafði ekki skorað frá því í byrjun mars og eflaust mikill léttir fyrir bandaríska landsliðsinsmanninn að komast aftur á blað.  AZ Alkmaar er nú í fjórða sæti deildarinnar með…

26.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Strákarnir nelgdu inn fjórða leikinn í Dalhús

Fjöln­ir vann Vík­ing, 21:19, í þriðja leik liðanna í um­spili um sæti í Olís-deild karla í hand­knatt­leik í Vík­inni í dag. Fjöln­ir hef­ur þar með einn vinn­ing gegn tveim­ur Vík­inga. Liðin mæt­ast á nýj­an leik í Dal­hús­um á þriðju­dags­kvöldið.

Fylgst var með gangi mála í leikn­um hér á mbl.is.

60. Leiks­lok. Fjöln­ir vinn­ur sæt­an sig­ur og verðskuldaðann, 21:19. Næsti leik­ur verður í Dal­hús­um á þriðju­dags­kvöld.

60. 17 sek­únd­um fyr­ir leiks­lok fær Kristján Örn ví­tak­ast eft­ir að brot­ist í…

25.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Fjölmennt á Sumarskákmóti Fjölnis 2015

Skáksnillingar framtíðarinnar voru sannarlega í sumarskapi á fyrsta sumardegi og fjölmenntu á Sumarskákmót Fjölnis 2015. Mótið hefur sjaldan verið glæsilegra og betur mannað enda liður í Barnamenningarhátíð Reykjavíkurborgar og haldið með stuðningi Rótarýklúbbs Grafarvogs. Mótið hófst í Rimaskóla kl. 14:00 þegar afar fjölmennum hatíðarhöldum dagsins var að ljúka í skólanum. Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis setti mótið og 62 skákkrakkar á grunnskólaaldri tefldu í þéttskipuðum skáksalnum að viðstöddum fjölda áhorfenda sem fylgdust með af athygli og áhuga á leikni skáksnillinganna. Þeir…

23.04 2015 | Skák LESA MEIRA
22.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir - Víkingur leikur 2

Næsti leikur í úrslitaeinvígi Fjölnis og Víkings verður á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta) kl 19:30 í Dalhúsum Dagskrá fram að leik: Mið 22. apríl kl. 17:30-19:00 í Dalhúsum (Fjölnishúsið) - Afhending miða fyrir A og B korthafa HSÍ (muna eftir skilríki og skírteini) - FORSALA fyrir leikinn Við hvetjum stuðningsmenn til að næla sér í miða í forsölu, það er nær öruggt að uppselt verði á leikinn og einnig viljum við koma í veg fyrir langa biðröð í miðasölu. Fim 23.…

21.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Takkaskódagar í Intersport Bíldshöfða

Það eru frábærir takkaskódagar í Interstport Bíldshöfða frá 20. apríl til og með 26. apríl, allt að 70% afsláttur. Sjá auglýsingu í viðhengi.

21.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ný stjórn Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis

Ný stjórn Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis   Í nýrri stjórn Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis sitja Viðar Karlsson formaður, Trausti Harðarsson varaformaður, Guðfinnur Helgi Þorkelsson meðstjórnandi, Siguður Ófeigsson meðstjórnandi, Ellen Mjöll Hallgrímsdóttir meðstjórnandi og Guðrún Sverrisdóttir meðstjórnandi.  Framundan eru mörg spennandi verkefni við uppbyggingu ört stækkandi deildar.  Stjórn Knattspyrnudeildar Fjölnis óskar nýrri stjórn velfarnaðar og þakkar jafnframt þeim sem gengu úr stjórninni vel unnin störf, sérstaklega Ástu Björk Mattíasdóttur sem unnið hefur mikið og óeigingjarnt starf á undanförnum…

21.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sigur á Haukum og stelpurnar komnar í undanúrslit

Stelpurnar í meistaraflokknum mættu Haukum um helgina í Lengjubikarnum og lönduðu okkar konur naumum 1-0 sigri. Fjölnisliðið byrjaði leikinn af krafti og átti þrjú góð færi strax á fyrstu fimm mínútum leiksins og úr einu þeirra skoraði Erla gott mark eftir laglega sendingu frá Kristjönu. Leikurinn jafnaðist nokkuð er á leið fyrri hálfleikinn en Fjölnir átti þó mun fleiri færi án þess að ná að bæta við marki. Seinni hálfleikurinn var lítið fyrir augað, hvorugt liðið náði að skapa sér…

21.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Víkingar unnu fyrsta leikinn um sæti í Olísdeildinni

Vík­ing­ur og Fjöln­ir mætt­ust í fyrsta úr­slita­leik sín­um um sæti í úr­vals­deild karla í hand­knatt­leik í Vík­inni í kvöld. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. Vík­ing­ur hafnaði í öðru sæti 1. deild­ar og Fjöln­ir í þriðja sæti. Vík­ing­ar unnu Hamr­ana 2:0 í undanúr­slit­um um­spils­ins og Fjöln­ir vann Sel­foss 2:1. Vík­ing­ur vann fyrsta leik liðanna í bar­át­unni um sæti í úr­vals­deild í hand­knatt­leik karla að ári. Loka­töl­ur í leikn­um urðu 27:21 fyr­ir Vík­ing. Magnús Gunn­ar Er­lends­son var frá­bær í…

20.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Flottir Fjölniskrakkar í Berlín

Fjölniskrakkarnir stóðu sig frábærlega vel á Opna Breska Meistaramóti Fatlaðra í sundi sem fram fór í Berlín um helgina. Jón Margeir Sverrisson var hrókur alls fagnaðar og setti Tvö Heimsmet, fyrst í 200m skriðsundi og svo í 400m skriðsundi enn nýlega er farið að viðurkenna heimsmet í greinum sem ekki eru Ólympíugreinar.  Jón bætti svo Íslandsmetin í 50m baksundi, 50m skriðsundi og 50m Flugsundi.  Davíð Þór Torfason bætti sína bestu tíma í 50, 100, 200 og 400m skriðsundi og synti…

20.04 2015 | Sund LESA MEIRA

Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ

Handhafar A og B aðgönguskírteina HSÍ sem ætla á annan leik Fjölnis og Víkings í umspili Olís deildar karla 23. apríl næstkomandi verða að sækja miða á leikinn nk., miðvikudag 22. apríl, milli kl.17:30 og 19:00 í Íþróttamiðstöðina Dalhúsum (Fjölnisheimilið).  Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja. ATH. Miðar verða ekki afhentir á öðrum tíma. Leikurinn fer fram nk. fimmtudag 23. apríl, kl.19:30 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Stjór HKD Fjölnis

20.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Bygging á fimleikahúsinu okkar komin á fulla ferð

Fimleikahúsið okkar í Egilshöllinni rís hratt þessa dagana enda á það að vera tilbúið til notkunar 1. september næst komandi. Við munum leyfa ykkur að fylgjast með framvindu mála en hér eru myndir sem teknar voru  föstudaginn 17 apríl.

19.04 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Íslandsmeistarar í skák og æfa öll með Skákdeild Fjölnis

Krakkarnir í Rimaskóla halda áfram  að skrifa sig inn í skáksögu Íslands. Um helgina varð A skáksveit Rimaskóla Íslandsmeistari grunnskólasveita í 7. sinn eftir æsispennandi Íslandsmót þar sem hálfur vinningur skildi að skáksveit Rimaskóla og sveit Álfhólsskóla í Kópavogi í lokin. Rimaskóli hefur unnið Íslandsmót grunnskóla, 1. - 10. bekkur nú fimm ár í röð og hefur skáksveitin endurnýjast alveg á þessum tíma. Aðeins liðstjórinn Jón Trausti Harðarson hefur verið með öll þessi ár sem nemandi Rimaskóla og nú í liðstjórastöðu.…

19.04 2015 | Skák LESA MEIRA

Sumarskákmót Fjölnis 2015 verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta

Hið árlega sumarskákmót Fjölnis verður haldið í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta, n.k. frá kl. 14:00 - 16:00. Sumarskákmótið er að þessu sinni hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur og einnig á dagskrá hverfishátíðar Grafravogs sem að vanda er haldin í Rimaskóla.  Mótið hefst eins og áður segir í Rimaskóla kl. 14.00 og því lýkur rúmlega 16:00 með verðlaunahátíð þar sem afhentir verða þrír verðlaunagripir sem Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur til mótsins. Bikarana hljóta sigurvegari eldri flokks 1999-2003, sigurvegari yngri flokks og…

18.04 2015 | Skák LESA MEIRA

Jón Margeir á nýju Heimsmeti

Jón Margeir Sverrisson setti nýtt heimsmet í 200m skriðsundi í flokki S14 (þroskahamlaðir) á Opna Þýska meistaramótinu í Berlín sem hófst í gær. Jón tók heimsmetið af Ástralanum Daniel Fox  og var þar með fyrstur undir 1.57 þegar hann kom  bakkann á 1.56,94.  Stórglæsilegur árangur hjá Fjölnismanninum. Þrír krakkar frá Sunddeild Fjölnis keppa nú á Opna Þýska meistaramótinu.  Enn auk þess eru Davíð Þór Torfason og Þórey Ísafold Magnúsdóttir á mótinu og þau bættu bæði sína bestu tíma fyrsta keppnisdaginn.  Alls taka 568 sundmenn…

17.04 2015 | Sund LESA MEIRA

Fjölnir í umspilið gegn Víking

Fjöln­ir mæt­ir Vík­ingi í um­spils­leikj­um um keppn­is­rétt í Olís-deild karla í hand­knatt­leik á næstu leiktíð. Fjöln­ir vann Sel­foss í odda­leik, 24:23, í Dal­hús­um í Grafar­vogi í kvöld í hörku­spenn­andi leik þar sem hinn efni­legi Kristján Örn Kristjáns­son skoraði sig­ur­markið þegar 11 sek­únd­ur voru til leiks­loka. Fyrsta viður­eign Vík­ings og Fjöln­is verður í Vík­inni á mánu­dags­kvöldið. Það lið sem fyrr vinn­ur þrjá leiki trygg­ir sér keppn­is­rétt í Olís-deild­inni á næsta keppn­is­tíma­bili.  Gríðarlega stemn­ing var í Dal­hús­um í kvöld og tóku áhorf­end­ur…

16.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Kolbrún til Færeyja með U17 kvenna

Fjölnir á einn fulltrúa í U17 ára liði kvenna í knattspyrnu sem tekur þátt undirbúningsmóti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, sem haldið verður í Færeyjum í næstu viku en Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir er ein af þeim 18 stúlkum sem valdar hafa verið í verkefnið. Íslenska liðið mætir Wales fimmtudaginn 23. apríl, Norður-Írlandi degi síðar og svo heimakonum í Færeyjum sunnudaginn 26. apríl. Við óskum Kolbrúnu góðs gengis í Færeyju.

16.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stelpurnar með fullt hús eftir góðan sigur á Grindavík

Stelpurnar í meistaraflokknum mættu Grindavík á mánudagskvöld í öðrum leik sínum í Lengjubikarnum og voru það okkar konur sem höfðu betur 2-0. Spilað var í brakandi blíðu úti á Gervigrasinu við Egilshöllina. Leikurinn fór rólega af stað en Fjölnir sótti heldur meira á fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa sér færi að ráði. Það var ekki fyrr en á 43. mínútu að Aníta eldri skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu og barning í teignum. Grindavík átti tvö…

16.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir - Selfoss í kvöld

Stóra stundin er runnin upp!

Stærsti handboltaviðburður í sögu Fjölnis fer fram í Dalhúsum í kvöld. Þetta er tímapunkturinn þar sem allir Grafarvogsbúar þurfa að standa saman óháð uppruna sínum og/eða bakgrunni í íþróttum. Strákarnir hafa verið að gera flotta hluti í vetur en frábær stemning og liðsandi einkennir strákana okkar.

Fyrstu tveir leikir þessa magnaða umspils milli Fjölnis og Selfoss hafa verið gríðarlega skemmtilegir. Fjölnismenn unnu heimaleikinn fyrir tæpri viku síðan með þremur mörkum…

15.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Torfi og Djorde á leið til Færeyja með U17 landsliðinu í knattspyrnu

Halldór Björnsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp sem leikur á undirbúningsmóti UEFA en leikið verður í Færeyjum.  Mótið fer fram dagana 18. - 21. apríl og auk heimamanna leika þarna Wales og Norður Írland.  Fyrsti leikur Íslands verður gegn Wales, laugardaginn 18. apríl.

Í þessum hóp eigum við tvo stráka

Djorde Panic

Torfi T. Gunnarsson

Við óskum þeim góðs gengis.

15.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

IM-50 = 6 Gull, 3 Silfur og 2 Brons

Íslandsmótið í Sundi í 50m laug (IM-50) fór fram um síðustu helgi.  Krakkarnar okkar í Sunddeild Fjölnis stóðu sig að vanda vel og voru félagi sínu til sóma. Alls vann Sunddeild Fjölnis til  11 verðlauna.  6 Gull, 3 Silfur og 2 Brons Kristinn Þórarinsson er fjórfaldur Íslandsmeistari og vann allar þær greinar sem hann tók þátt í 200m baksund, 100m baksund, 200m fjósund og 50m baksund.  Auk þess setti hann Fjölnismet í 50 og 100m baksundi.  Daníel Hannes Pálsson er…

13.04 2015 | Sund LESA MEIRA

Knattspyrnudeild Fjölnis og TM gera með sér samstarfssamning

Knattspyrnudeild Fjölnis og TM hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning TM við deildina á komandi keppnistímabili.

Fjölnir mun hlutast til um að bjóða félagsmönnum og forráðamönnum iðkenda tækifæri á að fá tilboð í sínar tryggingar ef áhugi er fyrir því og þannig styrkja starf félagsins í leiðinni.

Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum TM af Arnheiði Leifsdóttur verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála og Guðmundi L Gunnarssyni framkvæmdastjóra Fjölnis.

Við væntum mikils af samstarfi félaganna…

13.04 2015 | Knattspyrna LESA MEIRA

Miðgarðsmótið í skák fór fram í 10. sinn. Rimaskóli hefur alltaf sigrað

Árið 2006 kom Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs, í samstarfi við Skákdeild Fjölnis á skákmóti á milli grunnskóla hverfisins. Mótið hefur allt frá upphafi verið afar vinsælt og um 100 nemendur tekið þátt í því hverju sinni. Miðgarðsmótið fór fram í tíunda sinn föstudaginn 10. apríl og líkt og í hin níu skiptin sigraði skáksveit Rimaskóla öruggan sigur. Alls mættu 13 skáksveitir til leiks frá fjórum grunnskólum. Að þessu sinni voru skáksveitir frá Rimaskóla og Foldaskóla áberandi í efstu sætum en…

11.04 2015 | Skák LESA MEIRA

Ángæðir iðkendur eftir stöðumat

Í vikunni fyrir páskafrí fór fram stöðumat á öllum iðkendum fimleikadeildar. Þetta er í fyrsta skipti sem stöðumat fer fram á þennan hátt en settar voru upp 8 styrktarstöðvar þar sem mælingar fóru fram. Við erum virkilega ánægð með framkvæmdina og teljum að vel hafi tekist til við fyrstu tilraun.Við erum reynslunni ríkari og vitum hverju þarf að breyta og bæta fyrir næsta næstu mælingar. Allir iðkendur fengu lítið páskegg fyrir þáttöku og við vonum að allir hafi farið sáttir…

11.04 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Fjölnir vinnur Selfoss í fyrsta leik í undanúrslitum

Frábær sigur 28-25 í kvöld þegar Fjölnir sigraði Selfoss í fyrsta leik í undanúrslitarimmu í 1 deild karla í handbolta en leikurinn var í Dalhúsum. Það lið kemst í úrslitaleikinn um sæti í Olísdeildinni þarf að vinna tvo leiki, en staðan er 1 - 0 fyrir Fjölnir. Það er því úrslitaleikur á Selfossi næsta mánudag 13 apríl á Selfossi kl.19:30, nú er að fjölmenna á Selfoss og hvetja strákana til sigurs. Þvílíkur leikur og VÁ Stemningin!!! Þið sýnduð okkur…

10.04 2015 | Handbolti LESA MEIRA

Nýtt námskeið!! Komdu í heljarstökk út fyrir þægindarammann!

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikunum hefst mánudaginn 13.apríl og stendur í 6 vikur. Námskeiðið fer fram í aðstöðu fimleikadeildarinnar í Egilshöllinni og er fyrir 18. ára og eldri. Æfingarnar eru á mánudögum 20:00-21:30 og á miðvikudögum frá 20:30-22:00. Þú þarft alls ekki að vera fyrrverandi fimleikastjarna til þess að vera með. Æfingarnar henta flest öllum. Tímarnir byrja á upphitun, þreki og teygjum og svo er farið að fimleikast ! Fimleikar eru frábær alhliða hreyfing og henta vel fyrir þá sem vilja…

10.04 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

IM 50 2015 hefst á morgun

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug helgina 10. – 12. apríl  Tíu sundmenn frá Sunddeild Fjölnis taka þátt í mótinu að þessu sinni.  Mótið er undirbúningsmót fyrir Smáþjóðarleika sem fram fara í byrjun júní á Íslandi og eitt að lykilmótum ársins fyrir okkar sundmenn. Undanrásir fara fram að morgni og svo keppa 8 bestu til úrslita eftir hádegi. Keppendur frá Sunddeild Fjölnis eru:

  • Arna Lára Hjaltested (16)
  • Ágústa Rós Róbertsdóttir (17)
  • Berglind Bjarnadóttir (14)
  • Guðrún Ásta Þórarinsdóttir…
09.04 2015 | Sund LESA MEIRA
06.04 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Sigurður Ari Íslandsmeistari í 5.þrepi

Íslandsmót í  þrepum fór fram síðastliðan helgi og átti fimleikadeildin flotta fulltrúa í stúlkna og drengja keppni. Allir keppendur skiluðu góðum keppnisæfingum og skemmtu sér vel á glæsilegu móti sem var í umsjón fimleikadeild Ármans. Upp úr stóð frammistaða Sigurðar Ara Stefánssonar sem varð Íslandsmeistari í 5.þrepi karla, en þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill deildarinnar í áhaldafimleikum karla. Sigurður er ungur og efnilegur fimleikamaður sem á svo sannarlega bjarta framtíð fyrir sér og við hlökkum til þess að fylgjast með honum…

04.04 2015 | Fimleikar LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.