Fjölnir | FRÉTTIR

Úrtaksæfingar U17 í knattspyrnu

Við eigum einn leikmann á úrtaksæfingum hjá U17 liði karla. Það er Ægir Jarl Jónasson. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þorláks Más Árnasonar þjálfara U7 landsliðs Íslands     Æfingar: Fös  11/7  Kórinn – gras  kl: 13:00 - 14:30  Æfing  (Leikmenn tilbúnir 12:45) Lau  12/7  Kórinn - gras  kl: 10:00 – 11:30    Æfing (Leikmenn tilbúnir 09:45 Óskum Ægi góðs gengis á æfingunum.

30.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

UMI 2014

Unglingamót Íslands fór fram í Ásvallarlaug í Hafnafirði um helgina.  Alls tóku 12 sundmenn þátt í mótinu frá Sunddeild Fjölnis.  Enn þetta mót er síðasta verkefnið hjá flestum sundmönnum okkar á þessu tímabili.  Krakkarnir okkar stóðu sig vel. Árangurinn var góður, flestir voru að synda við sína bestu tíma eða bættu þá. Það er eðlilegt að þau séu orðin svolítið þreyttir eftir langt og strangt tímabil og oft erfitt að halda haus fram á sumarið með vinnu og þess háttar.   Verðlaunahafar á mótinu voru:…

30.06 2014 | Sund LESA MEIRA

Kvennalandsliðið farið út til Eistlands á Fed Cup

Íslenska kvennalandsliðið í tennis hélt til Tallins í Eistlandi í morgun þar sem það keppir á Fed Cup í 3.deild Evrópu/Afríku riðils, en Ísland hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í níunda skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók fyrst þátt árið 1996. Ísland hefur ekki sent lið síðan árið 2009 en liðið þurfti að draga sig úr keppni árið 2010 á síðustu stundu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Íslenska landsliðið er nánast eingöngu skipað…

30.06 2014 | Tennis LESA MEIRA

6 flokkur á shellmótinu

Frábær stemming á shellmótinu í eyjum hjá Fjölniskrökkunum. Hérna má sjá krakkana með fjölnisfánann í skrúðgöngunni. Áfram Fjölnir.

28.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jasmin Erla og Kolbrún Tinna til Svíþjóðar með U17

Fjölnir á tvo fulltrúa í U17 ára landsliði kvenna sem valið hefur verið fyrir Opna Norðurlandamótið sem haldið verður í Svíþjóð 4.-9. júlí en það eru þær Jasmin Erla Ingadóttir og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og heldur hópurinn utan fimmtudaginn 3. júlí. Fyrsti leikur Íslands er gegn heimastúlkum 4. júlí, því næst mætir liðið Englandi 5. júlí og svo loks Hollandi 7. júlí en leikið verður um sæti miðvikudaginn 9. júlí. Við…

25.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Stelpurnar með fullt hús eftir sjö leiki

Enn heldur sigurganga meistaraflokks kvenna áfram á Íslandsmótinu í knattspyrnu en liðið hafði betur gegn heimakonum í Keflavík í gær 3-0 í sjöunda leik sínum í A-riðli 1. deildarinnar. Það var sunnan rok og rigning á Nettóvellinum í Keflavík á meðan leik stóð. Fjölnir byrjaði vel og strax á 2. mínútu skoraði Esther Rós mark með skalla eftir hornspyrnu. Fjölnir var meira með boltann en lið Keflavíkur barðist vel. Fjölnisliðið jók forystu sína eftir rúmlega hálftíma leik en Íris fylgdi…

24.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

FORSKRÁNING HAUST 2014

Innritun fyrir haustönn 2014 hefst í dag og stendur til 3. júlí. Til þess að staðfesta pláss fyrir næstu önn þarf að skrá barnið á lista inn í skráningakerfið okkar https://fjolnir.felog.is/. Vinsamlegast veljið hóp sem heitir "Staðfesting á skráningu - Fimleikar". Ef umsókn er ekki skilað inn fyrir 3. júlí þá verður barnið tekið af iðkendalistanum og öðrum boðið plássið.  Athugið að þessi forskráning á einungis við þá iðkendur sem voru hjá okkur á vorönn 2014. Staðfestingargjald - Nýtt fyrirkomulag Við forskráningu þarf að greiða 10.000 kr staðfestingargjald til þess að…

24.06 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

KOMINN MEÐ RONALDO KLIPPINGU

Leikmaður Fjölnis kominn með Ronaldo klippinguna Klippingin sem Cristiano Ronaldo skartaði í leik Portúgals gegn Bandaríkjunum á HM í gær vakti verðskuldaða athygli. Viðar Ari Jónsson leikmaður Fjölnis var fyrsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni til að fara að fordæmi Ronaldo og nú má eflaust búast við holskeflu. Myndir af Ronaldo og Viðari Ara má sjá hér að neðan. Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net

24.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Dregið í happdrætti knattspyrnudeildar

Í dag 15 maí var dregið í happdrætti knattspyrnudeildar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Útgefnir miðar voru 4.500 og var dregið úr seldum miðum. Vinninga skal vitja á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Vinningaskrá:   1. Samsung sjónvarp 46" LED 3 D                   219.900 kr       839 2. Gjafabréf Icelandair                                     100.000 kr       1601

23.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

STRÁKARNIR RÆNDIR Í GARÐABÆNUM !

Stjarnan og Fjölnir mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld í 9.umferð Pepsi-deildar karla. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði einn af Dönunum í liði Stjörnunnar, Jeppe Hansen sem hefur verið iðinn við kolinn í síðustu leikjum. Jeppe var hinsvegar tekinn af velli um miðjan seinni hálfleik fyrir Garðar Jóhannsson, undarleg skipting á þeim tímapunkti en Jeppe virtist vera eini sóknarmaður Stjörnunnar með einhverja líflínu í leiknum. Markið kom aðeins mínútu eftir að Fjölnismenn hefðu sloppið í gegn og skorað mark…

23.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sjötti sigur stelpnanna – Keflavík í kvöld

Fjölnir tók á móti Víkingi Ólafsvík fyrir helgi í sjötta leik sínum í A-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu og unnu okkar konur nokkuð öruggan sigur 3-0. Það voru nokkuð erfiðar aðstæður þegar liðin mættust, Fjölnisvöllurinn blautur og þungur. Eyrún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu. Á 24. Mínútu fékk Fjölnisliðið vítaspyrnu eftir að hörkuskot frá Írisi fór í hönd varnarmanns Víkings. Esther Rós tók vítið og skoraði af öryggi og tvöfaldaði þar með…

23.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Ný íslensk skákstig. Fjölnismenn efnilegastir

Ný íslensk skákstig er komin út og tóku gildi 1. júní sl. Dagur Ragnarsson (2218) er stigahæstur ungmenna. Í öðru sæti er Oliver Aron Jóhannesson (2213) og þriðji er Nökkvi Sverrisson (2085). 1. Dagur Ragnarsson  Fjölni    2218 stig hækkar um 61 stig frá 1. mars 2. Oliver Aron Jóhannesson Fjölni   2213 stig hækkar um 82 stig frá 1. mars 3. Nökkvi Sverrisson  TV   2085  stig hækkar um 32 stig  frá 1. mars 4. Jón Trausti Harðarson…

22.06 2014 | Skák LESA MEIRA

STJARNAN -FJÖLNIR

Fimm leikir verða í Pepsi deild karla á sunnudaginn (einn á mánudaginn) og mætum við Fjölnismenn í Garðabæinn og spilum við Stjörnuna á Samsung vellinum kl. 19.15. Stjarnan er í 2. sæti deildarinnar og eru enn taplausir eftir 8 umferðir með 4 sigra og 4 jafntefli og einungis tveimur stigum á eftir toppliði FH. Stjarnan hefur á að skipa gríðarlega vel mönnuðu liði með Veigar Pál Gunnarsson, Jeppe Hansen, Ólaf Karl Finsen og Garðar Jóhannsson sem fremstu menn meðal jafningja.…

20.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

TAP Í HÖRKULEIK VIÐ KR

Strákarnir úr leik í bikarnum eftir sex marka leik   Það var mikil rigning og rok sem settu strik í reikningin en gæðin í leiknum voru ekki mjög mikil, þrátt fyrir að sex mörk voru skoruð.   Leikurinn var jafn til að byrja með en það voru heimamenn sem komust yfir, Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði þá eftir hornspyrni en Þórður Ingason í marki Fjölnis missti boltann þá klaufalega beint fyrir fætur Grétars sem skoraði af öryggi.    Aðeins fimm mínútum síðar…

20.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

ARON JÓHANNSSON Í BRASILÍU

Aron Jóhannsson varð fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann kom inn sem varamaður í sigri Bandaríkjanna gegn Gana. Aron er með íslenskan ríkisborgararétt en hefur tvöfalt ríkisfang og valdi að spila fyrir Bandaríkin.  Aron er uppalin Fjölnismaður og erum við hrikalega stoltir af honum í Brasilíu. Frétt frá Fótbolta.net.  Myndir: Nordic Photos

19.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

16 LIÐA ÚRSLIT Í BORGUNARBIKAR KARLA, KR-FJÖLNIR

Þá er komið að 16-liða úrslitum í Borgunarbikarnum og fengum við Fjölnismenn það skemmtilega verkefni að mæta KR í Frostaskjólinu.  Fjölnir og KR hafa mæst einu sinni í Pepsideildinni í sumar og fóru leikar 1-1 þar sem Haukur Lárusson skoraði mark okkar. Þórður Ingason markvörður Fjölnis er eini núverandi leikmaðurinn sem hefur spilað með báðum félögum en Þórður var í KR árið 2010 og spilaði þá tvo leiki.  Nú er um að gera að skella sér vestur í bæ…

19.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

FJÖLNISSTRÁKAR Á ÚRTAKSÆFINGUM FYRIR U16

U16 karla í knattspyrnu - Úrtaksæfing fer fram sunnudaginn 29. júní Æft undir stjórn Freys Sverrissonar   Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingu sem fram fer sunnudaginn 29. júní á Framvelli.  Freyr velur 30 leikmenn fyrir þessa æfingu en þetta er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst. Fjölnisstrákarnir sem um ræðir eru, Djordje Panic, Ísak Atli Kristjánsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson.  Við óskum þeim góðs gengis.

19.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

FJÖLNISSTELPUR Á ÚRTAKSÆFINGUM FYRIR U17

Fjölnir átti þrjá leikmenn í 28 manna úrtakshópi U17 ára landsliðs kvenna sem kom saman til æfinga í Fífunni í gær en æfingarnar voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamót U17 sem verður síðar í sumar. Fjölnisstelpurnar sem um ræðir eru þær Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir, Stella Þóra Jóhannesdóttir og Jasmin Erla Ingadóttir - glæsileg framtíð í Grafarvogi

19.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

AMÍ 2014

Aldurflokkameistaramót Íslands, AMÍ, í sundi fór fram um síðustu helgi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.  Alls tóku 20 krakkar þátt í mótinu frá Sunddeild Fjölnis á aldrinum 10 til 15 ára.  Það er óhætt að segja að þau stóðu sig öll frábærlega vel og voru öll til sóma bæði ofaní laug og uppúr laug. AMÍ er þriggja daga sundmót þar sem samtals er keppt 6 hlutum fyrir og eftir hádegi alla daga og gist í skólanum á meðan á móti…

16.06 2014 | Sund LESA MEIRA

STELPURNAR HALDA SIGURGÖNGU ÁFRAM

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti Tindastóli á Fjölnisvelli við Dalhús á laugardag í A-riðli 1. deildarinnar og unnu okkar konur öruggan 5-0 sigur. Fjölnir fékk sannkallaða draumabyrjun en Íris skoraði á upphafsmínútu leiksins með fallegu skoti eftir hornspyrnu og strax á 7. mínútu bætti hún við öðru marki með þrumuskoti af 40 metra færi. Erla Dögg gerði þriðja mark leiksins á 16. mínútu með góðu skoti úr teignum og Esther Rós vippaði svo snyrtilega yfir markvörð Tindastóls rétt…

16.06 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

SUMARSKÓLI - NÝTT NÁMSKEIÐ HAFIÐ

Fimleikadeild stendur fyrir sumarskóla í júní, júlí og ágúst. Við eigum nokkur pláss laus á næstu námskeið og fer skráning fram hér. Flottur hópur krakka og þjálfara átti saman góða fyrstu viku inni og út í ýmsum leikjum,  ferðum og fimleikum. Námskeiðið er ætlað öllum krökkum á aldrinum 6 ára (f. 2008) til og með 9 ára (f. 2005). Verði er still í hóf og kostar vikan einungis 15.000 kr með heitum mat í hádeginu annari hressingu yfir daginn.

16.06 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

ÞRÍR SUNDMENN Í ESBJERG

Þrír vaskir piltar frá Sunddeild Fjölnis fóru í æfingabúðir til Danmerkur á dögunum enn þar syntu þeir með sundfélaginu  í Esbjerg undir handleiðslu Arnar Arnarsonar, ólympíufara og sundþjálfara auk þess sem þeir tóku þátt í sterkur sundmóti sem haldið var helgina 30.maí – 1.júní. Kristinn Þórarinsson setti þrjú mótsmet í aldursflokki 17-18 ára.  Hann setti met í 100m fjórsundi (57,24), 50m baksundi (26,68) og 25m baksundi (12,32) enn auk þess sigraði hann 100 og 200m baksund og varð annar í…

12.06 2014 | Sund LESA MEIRA

BIKARMÓT IF Í SUNDI

Fjórir krakkar frá Sundeild Fjölnis tóku þátt í Bikarmóti IF sem fram fór um síðustu helgi.   Það voru þau: Davíð Þór Torfason, Þórey Ísafold Magnúsdóttir, Sandra Sif Gunnarsdóttir og Laufey Ýr Gunnarsdóttir. Þau stóðu sig öll mjög vel og voru að synda við og bæta sína bestu tíma.   Mótið er stigakeppni á milli félaga og fékk Sunddeild Fjölnis 3.104 stig en Fjörður í Hafnafirði sigraði með miklum yfirburðum.

12.06 2014 | Sund LESA MEIRA

DAGUR OG OLIVER Í EFSTU SÆTUM

Dagur Ragnarsson, 17 ára félagi í Skákdeild Fjölnis, sigraði á fjölmennu meistaramóti Skákskóla Íslands 2014 sem fram fór um hvítasunnuhelgina. Hann hlaut 7,5 vinninga af 8 mögulegum. Í öðru sæti varð félagi hans í Fjölni, Oliver Aron Jóhannesson 16 ára, með 7 vinninga. Þeir voru einu fulltrúar Fjölnis á mótinu og því ekki hægt að biðja um betri árangur. Svo skemmtilega vildi til að verðlaun fyrir tvö efstu sætin voru utanlandsferðir með Icelandair og kemur það sér afar vel fyrir þá…

11.06 2014 | Skák LESA MEIRA

Stelpurnar á toppnum - sigurmark á lokamínútunni

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tók á móti Haukum á Fjölnisvelli við Dalhús í gærkvöld í toppslag A-riðils 1. deildarinnar og höfðu okkar konur betur 2-1 í hörkuleik. Bæði lið höfðu unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni og hvorugt fengið á sig mark. Frá fyrstu mínútu leiksins var barist hart út um allan völl. Fjölnir byrjaði betur og átti nokkrar álitlegar sóknir en Haukarkonur voru skeinuhættar í sínum skyndisóknum. Esther Rós kom Fjölni yfir með marki á 32. mínútu þegar…

11.06 2014 | LESA MEIRA
05.06 2014 | Sund LESA MEIRA
05.06 2014 | Sund LESA MEIRA

Sumarstarf körfuboltadeildar

Sumastarf körfuboltadeilar

02.06 2014 | Karfa LESA MEIRA

Fjölnissigur eftir magnaðar lokamínútur í Kórnum

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hafði betur gegn HK/Víkingi í þriðja leik sínum í A-riðli 1. deildar kvenna. Liðin mættust í Kórnum í Kópavogi í gær og urðu lokatölur 1-0 Fjölni í vil og hafa okkar konur þar með unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Stemmningin í Kórnum var rafmögnuð í upphafi leiks þar sem bæði lið voru taplaus og hvorugt hafði fengið á sig mark. HK/Víkingur byrjaði leikinn af krafti og voru heimakonur alls ráðandi nánast allan fyrri…

02.06 2014 | LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.