Fjölnir | FRÉTTIR

Arndís Ýr er íþróttamaður ársins 2014

Í dag kl. 12  í hátíðarsalnum okkar í Dalhúsum fór fram val á íþróttamanni  ársins og Fjölnismanni ársins ásamt því að heiðra afreksmenn hverrar deildar sérstaklega.

Íþróttamaður ársins 2014 er Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr frjálsíþróttadeild

Fjölnismaður ársins 2014 er Brynjar Þór Friðriksson.

Þetta er í 26 skipti sem valið fer fram.   Í fyrra var Oliver Aron Jóhannesson skákmaður valinn  íþróttamaður ársins og hjónin Kristján Einarsson og Ásta Björk Matthíasdóttir Fjölnisfólk ársins. Valið…

31.12 2014 | LESA MEIRA

Þetta verður svakaleg breyting

ðstaðan sem við búum við núna er mjög þröng, svo þetta verður svaka­leg breyt­ing,“ sagði Halla Kari Hjaltested, talsmaður fim­leika­deild­ar Fjöln­is, en fé­lagið sér fram á að geta hafið æf­ing­ar í nýju og glæsi­legu fim­leika­húsi við Eg­ils­höll frá og með næsta hausti. Óhætt er að segja að eft­ir­spurn­in eft­ir nýju hús­næði hafi verið mik­il en Fjöln­ir hef­ur þurft að vísa fjölda fólks frá und­an­far­in ár og ætl­ar að tvö­falda iðkenda­fjölda sinn á næstu árum eft­ir opn­un húss­ins. Hingað til hef­ur…

31.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Oliver Aron vann Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2014

Núverandi íþróttamaður Fjölnis, skákmaðurinn ungi Oliver Aron Jóhannesson, endaði skákárið frábærlega með sigri á hraðskákmóti Taflfélags Reyljavíkur 2014. Alls tóku 30 skákmenn þátt í mótinu og hlaut Oliver Aron 12,5 vinninga af 14 mögulegum og varð langefstur. Stórmeistarinn Lenka Ptacnekova varð í öðru sæti með 10 vinninga. Oliver Aron er 16 ára gamall og er stigahæsti skákmaður Íslands í flokki 20 ára og yngri. Mörg spennandi verkefni bíða Olivers Arons á næsta ári, m.a. á vettvangi Heims-Evrópu-og Norðurlandameistaramóta. 

30.12 2014 | Skák LESA MEIRA

Æfingar hefjast 7.janúar

Áætlað var að hefja æfingar samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5.janúar. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna höfum við þurft að endurskipuleggja hluta af starfsemi okkar fyrir komandi æfingatímabil og sjáum ekki fram á að geta hafið æfingar þann dag. Til þess að allir forráðamenn og iðkendur séu vel upplýstir um breytingar (ath á ekki við um alla hópa) höfum við ákveðið að byrja tveimur dögum seinna.  Æfingar á vorönn 2015 hefjast miðvikudaginn 7.janúar samkvæmt stundaskrá. Ef foreldrar/forráðamenn hafa ekki fengið upplýsingar um nýjan æfingatíma þá…

30.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Jólamót Fjölnis fyrir 6-9 ára

Fjölnir hélt frjálsíþróttamót fyrir 6-9 ára hópinn sunnudaginn 14. des. í frjálsíþróttahöllinnni í Laugardal. Eldri iðkendur deildarinnar unnu á mótinu og var það liður í fjáröflun þeirra fyrir keppnisferð til Gautaborgar á næsta ári. Mótið tókst mjög vel og krakkarnir lögðu sig fram í hinum ýmsu greinum en keppt var í skutlukasti, langstökki, 60m hlaupi og 200m hlaupi. Að lokum fengu krakkarnir viðurkenningarskjal fyrir árangurinn og glaðning frá Krumma. Mótið var styrkt af Krumma og Landsbankanum.

29.12 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Flugeldagjafabréf til sölu á skrifstofu Fjölnis á morgun, laugardag

Um leið og við óskum Fjölnismönnum öllum gleðilegrar hátíðar þá vekjum við athygli á því að á morgun laugardaginn 26. desember verðum við með flugeldagjafabréfin okkar til sölu á skrifstofu Fjölnis í Egilshöllinni milli kl. 11 og 13.  Annars vegar er um að ræða veglegann tertupakka með 5 tertum á kr. 12.400 og hins vegar glæsilegan fjölskyldupakka á kr. 8.400.  Gafabréfin verður síðan hægt að innleysa á sölustað PEP flugelda, Draghálsi 12 dagana 28. - 31. desember.  Þeir sem ekki sjá…

26.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Hátíðarhefð Mfl Fjölnis í körfu og handbolta

Skemmtileg hefð hefur myndast um hátíðirnar hjá meistaraflokkum Fjölnis í körfubolta og handbolta, er liðin etja kappi í þremur boltagreinum. Keppt er í körfubolta, handbolta og að lokum knattspyrnu. Gullinbrú mætti á svæðið og tók púlsinn á mönnum, sem var í lægri kantinum enda er þetta allt til gamans gert. Karfan og handboltinn fór eins og ætla mátti og var því allt undir þegar kom að loka boltagreininni. Í fótboltanum hafði handboltinn betur og vildu menn meina að það væri…

23.12 2014 | LESA MEIRA

Strákar valdir til æfinga með yngri landsliðum á nýju ári

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16, U17 og U19 liðs karla. Æfingarnar fara fram 3 og 4 janúar 2015. U17 Ásgrímur Þór Bjarnason    Ingibergur Sigurðsson   Ísak Atli Kristjánsson    Ægir Jarl Jónasson  U16 Elvar Otri Hjálmarsson  Kristján Ari Jóhannsson  U19 Jökull Blængsson   Georg Guðjónsson Við óskum þeim góðs gengis.

22.12 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jólakveðja Fjölnis

Starfsfólk Fjölnis óskar öllum gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu.

19.12 2014 | LESA MEIRA

Flugeldasala knattspyrnudeildar

FLUGELDASALA   Knattspyrnueild Fjölnis í samstarfi við PEP flugelda býður velunnurum deildarinnar að kaupa gjafabréf sem gilda á sölustað PEP flugelda að Draghálsi 12 á opnunartíma flugeldasölunnar á milli jóla og nýárs. Í boði er annars vegar gjafabréf upp á glæsilegan tertupakka með fimm tertum á kr. 12.400 og hins vegar veglegan fjölskyldupakka á kr. 8.400.  Við leitum eftir stuðningi ykkar Fjölnismanna og erum einkum að horfa til þess að  fólk kaupi t.d. eitt gjafabréf af okkur en beini síðan…

18.12 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Flugeldafjáröflun Fimleikadeildar

Í tilefni af byggingu nýs fimleikahúss við Egilshöllina hefur stjórn fimleikadeildar Fjölnis blásið til flugeldafjáröflunar í samstarfi við PEP flugelda. Velunnurum deildarinnar er boðið að kaupa gjafabréf sem gilda á sölustað PEP flugelda að Draghálsi 12 á opnunartíma flugeldasölunnar á milli jóla og nýárs. Í boði er annars vegar gjafabréf upp á glæsilegann tertupakka með fimm tertum á kr. 12.400 og hins vegar veglegann fjölskyldupakka á kr. 8.400.  Fimleikadeildin fær ríflegann skerf af sölu þessara gjafabréfa og mun andvirðið renna…

17.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Jólagleði körfuknattleiksdeildar Fjölnis

Laugardaginn 20. desember 2014 ætlum við í körfunni að vera með hinn árlega jólamat þar sem Steinar og Matti elda fyrir okkur dýrindis jólamat ásamt því að skemmtiatriði meistaraflokkanna verða á sínum stað. Húsið opnar kl. 19.30 og hefst borðhald kl. 20.00. Jólagleðin verður í hátíðarsal Dalhúsa. Miðaverð er 4.000 kr. en þau sem eru í stuðningsmannaklúbbnum fá sinn miða á 3.000 kr. (einn miði á hvert kort). En er hægt að skrá sig í stuðningsmannaklúbbinn en það er gert…

17.12 2014 | Karfa LESA MEIRA

Allar æfingar hjá yngri flokkum Fjölnis falla niður í dag v/veðurs !

Allar æfingar hjá yngri flokkum félagsins falla niður í dag, þriðjudaginn 16.desember vegna veðurs. Kær kveðja, starfsfólk skrifstofu Fjölnis.

16.12 2014 | LESA MEIRA

Allar æfingar hjá yngri flokkum Fjölnis falla niður í dag v/veðurs

Allar æfingar hjá yngri flokkum félagsins falla niður í dag, þriðjudaginn 16.desember vegna veðurs. Kær kveðja, starfsfólk skrifstofu Fjölnis.

16.12 2014 | Karfa LESA MEIRA

Æfingar falla niður í dag vegna veðurs

Allar æfingar hjá fimleikadeild falla niður í dag þriðjudaginn 16.desember vegna veðurs!

16.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Daði með aldursflokkamet !

Aðventumót Ármanns var haldið Laugardaginn 13 des. í Laugardalshöll. Mótið má segja að marki upphaf keppnistímabils í frjálsumíþróttum. Frjálsíþróttafólkið fór vel af stað, margir bættu sinn persónulega árangur, auk þess sem fjögur aldursflokkamet voru sett. Daði Arnarson úr Fjölni hljóp 800m á 2:03,43 mínútum og bætti met í flokki 15 ára pilta sem var 2:04,36 mínútur. http://www.mbl.is/sport/frettir/2014/12/13/metaregn_a_adventumoti_armanns/

15.12 2014 | Frjálsar LESA MEIRA

Jólafrí Fimleikadeildar

Nú fer haustönn fimleikadeildar Fjölnis að ljúka og iðkendur fara fljótlega í jólafrí, en síðasti æfingadagurinn er 17.desember. Við reynum að halda æfingatímum og hópum óbreyttum á næstu önn, en ef það verða einhverjar breytingar þá látum við ykkur vita sem fyrst. Æfingar á vorönn hefjast mánudaginn 5.janúar.   Milli jóla og nýárs sendum við ykkur póst og þar sem við biðjum ykkur að staðfesta innritun fyrir vorönn 2015 með því að ganga frá æfingagjöldum í gegnum skráningakerfi okkar.  Jólagleði G og F hópa stúlkna: Fimmtudaginn 18.des og föstudaginn 19.desember bjóðum við G…

13.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Afhending á Landflutningatreyjum

Í dag, föstudag, spilar meistaraflokkur karla við Grindavík í Dalhúsum klukkan 19.15. Í leikhléinu fá allir krakkar sem æfa körfu hjá Fjölni og keppa á Íslandsmóti (minnibolti 11 ára upp í unglingaflokk) körfuboltaboli í boði Landflutninga. Við hvetjum alla krakka og unglinga sem æfa í þessum flokkum til að mæta og hvetja lið Fjölnis og fá körfuboltaboli. Þeir sem eru búnir að fá boli mega endilega að mæta í myndatöku.

12.12 2014 | Karfa LESA MEIRA

Keppni og jólagleði á fjölmennri jólaæfingu Skákdeildar Fjölnis og EmmEss

Joshua Davíðsson sigraði á fjölmennu skákmóti sem haldið var á jólaæfingu Fjölnis og EmmEss. Hann vann allar sínar fimm skákir og hreina úrslitaskák við Kristján Dag Jónsson í fimmtu og síðustu umferð. Báðir eru þeir félagar í 4. bekk og efnilegir eftir því. Aðrir í verðlaunasætum voru þau Mikael Maron Torfason, Hilmir Arnarson,Sæmundur Árnason,Ylfa Ýr Hákonardóttir, Hákon Garðarsson, Halldór Snær Georgsson, Valgerður Jóhannesardóttir og Heiðrún Anna Hauksdóttir. Nágrannar okkar, EmmEss ísgerðin,  gaf öllum þátttakendum veitingar sem reyndust að sjálfsögðu vinsælar. Hópur foreldra…

11.12 2014 | Skák LESA MEIRA

Fjölnir - Grindavík

Síðasti heimaleikur ársins verður næstkomandi föstudag kl. 19.15 í Dalhúsum þegar strákarnir taka á móti Grindavík! Nú er um að gera að styðja við bakið á strákunum. Þeir ætla sér sigur í þessum leik og það er mikilvægt að fá góðan stuðning úr stúkunni. Því viljum við sjá allt Fjölnisfólk á svæðinu!! Sjáumst öll næstkomandi föstudag kl. 19.15 í Dalhúsum

10.12 2014 | Karfa LESA MEIRA
10.12 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnismenn stríddu í rúmar 50 mínútur

Fjöln­is­menn, sem leika í 1. deild, náðu að stríða leik­mönn­um úr­vals­deild­arliðs Ak­ur­eyr­ar hand­bolta­fé­lags, í rúm­ar 50 mín­út­ur í leik liðanna í 16-liða úr­slit­um Coca Cola bik­ars­ins í hand­knatt­leik karla í íþrótta­hús­inu í Grafar­vogi í kvöld. Ak­ur­eyr­ing­ar voru beitt­ari á lokakafl­an­um og náðu að vinna með sjö marka mun, 31:24.

Úrslit­in gefa ekki rétta mynd af gangi leiks­ins sem var lengst af jafn. Sex mín­út­um fyr­ir leiks­lok var aðeins eins marks mun­ur á liðunum, 24:23, Ak­ur­eyri í…

10.12 2014 | Handbolti LESA MEIRA

Þorrablótið 2015

Risablót Fjölnis í Grafarvogi laugardaginn 24 janúar 2015  

Ágæta Fjölnisfólk og Grafarsvogsbúar, nú fer að liða að RISAþorrablótinu okkar í Grafarvogi en það verður haldið laugardaginn 24 janúar 2015 kl 20 í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum. Boðið verður upp á þorramat eins og hann gerist bestur frá Múlakaffi en þeir sem þora ekki í þorrann þurfa ekki að örvænta því nóg verður af góðmeti á svæðinu. Blótið verður nefnilega með nokkru steikarívafi og boðið verður einnig upp á stórsteikur.…

09.12 2014 | LESA MEIRA

Strákarnir hafa lokið keppni á HM í sundi.

Kristinn og Daníel hafa nú lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í Doha.  Síðustu undanrásirnar fóru fram í morgun og í kvöld eru svo loka úrslitin.  Kristinn Þórarinsson synti 100 metra fjórsund í gær og varð í 50. sæti á tím­an­um 56,95 og svo í morgun synti hann 200m baksund enn náði sér ekki alveg á strik þar. Daníel Hannes Pálsson synti 200m flugsund og bætti sinn besta tíma í greininni frá því á IM-25. Hann synti á 2:02.94 og endaði í 41.sæti. Þeir…

07.12 2014 | Sund LESA MEIRA

7 flokkur með vinamót

Í morgun voru nokkur hundruð strákar á vinamóti hjá okkur en það voru lið frá Stjörnunni og Þrótti sem komu til okkar í heimsókn. Mótið gekk vel og skemmtu strákarnir sér vel og sáust oft skemmtilegir taktar hjá þeim. Í mótslok fengu allir pizzu og verðlaunapening fyrir góða frammistöðu. Við viljum þakka öllum fyrir komuna.

06.12 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Daníel og Kristinn syntu á HM í morgun.

Keppni heldur áfram á Heimsmeistaramótinu í sundi í Doha.  Gríðarlega hörð og spennandi keppni og mikill gusugangur.   Daníel Hannes Pálsson hóf keppni í gær með því að setja Landsmet í 4x50m fjórsundi, blönduð sveit.  Það er tvær stelpur og tveir strákar.  Daníel synti flugsundlegginn á 25.15 sem er betra enn hans besti tími.  Í morgun synti Daníel svo 400m skriðsund á tímanum 3:57,25 sem er rétt við hans besta tíma og hafnaði í 53. sæti af 80 keppendum. Kristinn…

05.12 2014 | Sund LESA MEIRA

Strákar á landsliðsæfingum í knattspyrnu

Við eigum nokkra leikmenn í úrtaksæfingum í knattspyrnu karla í U17, U19  og U21 um komandi helgi. Ísak Atli Kristjánsson      U17 1998 Djorde Panic                   U17 1999  Torfi T. Gunnarsson        U17 1999      Jökull Blængsson            U19 1997 Viðar Ari Jónsson           U21 1994 Við óskum þeim öllum góðs gengis.

04.12 2014 | Knattspyrna LESA MEIRA

Jólaskákmeistarar fjölmenntu á Fjölnisæfingu

Miðvikudagsæfingar Fjölnis hafa verið vel sóttar í vetur og krakkarnir sem þangað mæta sýndu virkilega mátt sinn og meginn á Jólaskákmóti SFS og TR um sl. helgi. Rimaskólakrakkar unnu þrjá flokka og mættu með sjö þéttar skáksveitir og ungu krakkarnir í Foldsskóla voru ofarlega á blaði í norðurriðli. Davíð Kjartansson heiðraði okkur á æfingunni í dag og sá um þjálfun. Hann var virkilega ánægður með frammistöðu þeirra sem hann kenndi í dag, drengjum í 4. bekk og stúlkunum sem unnu…

03.12 2014 | Skák LESA MEIRA

Jón Margeir íþróttamaður fatlaðra 2014

Jón Margeir Sverrisson, Sunddeild Fjölnis, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, eru íþróttafólk ársins 2014 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Kjörinu var lýst í dag á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík í dag. Jón Margeir setti samtals tíu Íslandsmet í 25 metra laug og sjö í 50 metra laug á árinu 2014. Árangur Jóns á árinu er einkar glæsilegur þar sem hann setti tvö ný heimsmet og fjögur Evrópumet. Til hamingju Jón Margeir og til hamingju Fjölnir. >>> Frétt á…

HM Í SUNDI

Kristinn Þórarinsson og Daníel Hannes Pálsson keppa á heims­meist­ara­móti í 25 m laug sem hófst í Doha í Kat­ar í dag.  Kristinn tók þátt í tveimur greinum. Fyrst í 100m baksundi þar kom hann 45. í mark, á tímanum 54,68 (15/100 frá besta tíma sínum).Svo tók hann þátt í boðsundi 4x100m skriðsund þar sem sveitin setti nýtt landsmet 3:22,48. Sveitina skipuðu Kristófer (51.21), Kristinn 50.11, Kolbeinn (51.48), Davíð 49.68 Daníel syndir svo 400m skriðsund aðfaranótt föstudags og Kristinn keppir þá í 50m…

03.12 2014 | Sund LESA MEIRA

Stúlkur frá Fjölni í úrvalshópi FSÍ

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum hafa valið úrvalshópa fyrir árið 2015 og á Fimleikadeildin tvo flott fulltrúa í stúlknahóp. Það eru Venus Sara Hróarsdóttir og Þórhildur Rósa Stefánsdóttir þær hafa stunda fimleika hjá deildinni í mörg ár og keppa núna í 3.þrepi Íslenska fimleikastigans. Við erum virkilega stolt af þeim og óskum stúlkunum innilega til hamingju :)   http://fimleikasamband.is/index.php/frettaveita/frettir/item/521-%C3%BArvalsh%C3%B3par-fs%C3%AD-%C3%AD-%C3%A1haldafimleikum

02.12 2014 | Fimleikar LESA MEIRA

Góð Fjölnishelgi í Dalhúsum

Meistaraflokkarnir í körfu áttu báðir leik um helgina. Strákarnir unnu Keflvíkinga 93-81 og stelpurnar sigruðu Þór Akureyri 93-65. Fjölnisstrákarnir voru með yfirhöndina allan leikinn á móti Keflavík og var þetta gríðarlega flottur liðssigur hjá strákunum okkar. Da'Ron var stigahæstur með 31 stig og 8 fráköst, Arnþór með 22 stig og 5 stoðsendingar og Sindri og Davíð voru báðir með 10 stig. Stelpurnar voru einnig með yfirhöndina allan leikinn og var leikurinn aldrei í hættu. Moné var stigahæst með 32 stig…

01.12 2014 | Karfa LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Fjölnir

Fimleikar

Frjálsar

Handbolti

Karate

Karfa

Knattspyrna

Skák

Sund

Tennis

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 -  skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.