Fjölnir | FRÉTTIR

Tvíframlengt og oddaleikur

Það verða tveir odda­leik­ir sem munu skera úr um hvaða lið mæt­ast í ein­víg­inu um sæti í úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik næsta vet­ur, en bæði Breiðablik og Fjöln­ir jöfnuðu ein­vígi sín í undanúr­slit­un­um í kvöld. Lokaleikurinn í þessu einvígi verður í Dalhúsum kl. 17:00 á morgun laugardag - nú troðfyllum við  húsið.​ Það var gríðarleg spenna í Hvera­gerði þegar Fjöln­ir heim­sótti Ham­ar með bakið upp við vegg. Staðan í hálfleik var 49:45 fyr­ir Fjölni, en jafn­ræðið hélt áfram eft­ir hlé.…

24.03 2017 | Karfa LESA MEIRA

Hamar - Fjölnir Brennum austur

~~Kæru körfuboltaunnendur,   Leikmenn meistaraflokks karla, ásamt Hjalta þjálfara, stefna ótrauðir upp í efstu deild, Dominosdeildina. Þessa dagana fara fram undanúrslitin en það lið sem er á undan að vinna þrjá leiki kemst áfram í úrslitin. Eftir þrjár viðureignir Fjölnis og Hamars um sæti í úrslitum er staðan þannig að Fjölnir er með einn sigur en Hamar með tvo. Það er því ljóst að strákarnir okkar verða að fara með sigur af hólmi í leiknum annað kvöld til að ná…

22.03 2017 | Karfa LESA MEIRA

Hamar náði undirtökunum

Ham­ar vann Fjölni öðru sinni í um­spili um sæti í úr­vals­deild karla í körfu­bolta í kvöld, 91:86. Ham­ar er því kom­inn í 2:1 for­ystu í ein­víg­inu og næg­ir sig­ur á heima­velli á fimmtu­dag, til að tryggja sér sæti í úr­slita­ein­víg­inu. Fjöln­ir hafnaði í 2. sæti deild­ar­inn­ar með 38 stig, en Ham­ar var í 5. sæti með 20 stig. Það bjugg­ust því flest­ir við þægi­legu ein­vígi fyr­ir Fjölni, sem hef­ur al­deil­is ekki verið raun­in.  Fjöln­is­menn byrjuðu bet­ur í kvöld og höfðu…

21.03 2017 | Karfa LESA MEIRA

Aron Sig og Viðar Ari í landsliðshópnum

Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt íslenska landsliðshópinn sem mætir Kosóvó í undankeppni HM á föstudaginn í næstu viku og Írlandi í vináttuleik þann 28. mars. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson Kolbeinn Sigþórsson og Theodór Elmar Bjarnason eru allir fjarri góði gamni í leikjunum. Arnór Ingvi Traustason og Kári Árnason hafa einnig verið að glíma við meiðsli en þeir eru báðir í hópnum. Samtals eru fimm nýir leikmenn í hópnum síðan í síðasta leik í undankeppninni gegn Króatíu í nóvember.…

17.03 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir sigrar Leiknir

Leiknir R. 2 - 5 Fjölnir 1-0 Brynjar Hlöðversson ('6) 1-1 Marcus Solberg Mathiasen ('11) 1-2 Marcus Solberg Mathiasen ('36) 1-3 Þórir Guðjónsson ('56) 1-4 Þórir Guðjónsson ('69) 2-4 Elvar Páll Sigurðsson ('71) 2-5 Þórir Guðjónsson ('85) Rautt spjald: Tumi Guðjónsson, Fjölnir ('87 ) Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn Fjölnir náði í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum í kvöld. Þeir mættu Leikni R. í Egilshöllinni og úr varð mikill markaleikur. Leiknismenn komust yfir eftir sex mínútur þegar…

16.03 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Viðar Ari orðinn leikmaður Brann

Fjölnir hefur gengið frá sölu á Viðari Ara Jónssyni til Brann þar sem hann hefur gengið frá þriggja ára samningi við liðið sem lenti í 2 sæti í norsku úrvaldsdeildinni á síðasta tímabili. Samhliða sölunni á Viðari þá hafa félögin tvö gert með sér samkomulag um frekara samstarf sem m.a. mun fela í sér að Fjölnir mun senda efnilega leikmenn til æfinga hjá Brann. Viðar Ari heldur til La Manga á Spáni á miðvikudaginn þar sem hann mun hitta…

06.03 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir fékk Drago styttuna í Pepsídeild

Fjölnir og Grindavík fengu Dragostytturnar á 71. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þá fengu Afturelding, Reynir Sandgerði og Ýmir viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í 2., 3. og 4. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna. Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Í Pepsi-deild karla er einnig tekið tillit til háttvísismats eftirlitsmanna KSÍ. Þá eru…

11.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Reykjavíkurmótið: Marcus Solberg jarðaði KR

Fjölnir 3 - 0 KR 1-0 Ingimundur Níels Óskarsson ('40) 2-0 Marcus Solberg Mathiasen ('56) 3-0 Marcus Solberg Mathiasen ('74) Fjölnir mætir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins næsta mánudag. Fjölnir var rétt í þessu að leggja KR að velli í undanúrslitum með þremur mörkum gegn engu en Valur hafði betur gegn Víkingi R. eftir vítapsyrnukeppni fyrr í kvöld. Fjölnismenn voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki frá Ingimundi Níelsi Óskarssyni á 40. mínútu. KR-ingar voru nálægt því að…

10.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Reykjavíkurúrval

Fyrsta æfing Reykjavíkurúrvalsins fór fram um helgina í Egilshöll. Fjölnir átti 8 leikmenn á æfingunni. Næsta æfing hópsins verður í lok febrúar. Gaman verður að fylgjast með strákunum í þessu verkefni og sjá hversu margir komast í lokahópinn fyrir Norðurlandamót höfuðborga sem fer fram í Helsinki dagana 22-27 maí. Daníel Smári Sigurðsson - Kelduskóli Gabríel Rómeo Johnsen - Foldaskóli Lúkas Logi Heimisson - Vættaskóli Marías Bergsveinn Brynjólfsson - Foldaskóli Patrekur Viktor Jónsson -  Kelduskóli. Sófus Máni Bender - Kelduskóli Sölvi…

05.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Velkomin heim

Íris Ósk Valmundsdóttir er gengin til liðs við Fjölni. Þetta var staðfest fyrr í dag þegar hún skrifaði undir 2 ára samning við félagið. Íris, sem er uppalin Fjölnismaður, leikur sem hafsent og á að baki yfir 150 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 16 mörk. Hún lék áður með KR og Stjörnunni - en hún var t.a.m. fyrirliði KR síðasta sumar í Pepsi-deildinni. Þessi félagsskipti sýna þann mikla metnað og kraft, svo ekki verður um villst, sem býr…

02.02 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.