Fjölnir | FRÉTTIR

Óli Palli tekinn við

Ólafur Páll Snorrason nýráðinn  þjálfari Fjölnis í Grafarvogi. Hann verður því að öllum líkindum yngsti þjálfari Pepsi-deildarinnar á næsta ári en hann er 35 ára.  Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og býr yfir reynslu sem leikmaður liðsins og einnig sem aðstoðarþjálfari hjá Ágústi Gylfasyni. Á síðasta tímabili var hann aðstoðarþjálfari FH.  „Ég þekki krók og kima hjá Fjölni og veit í hvað ég er að fara. Þess vegna er ég spenntur fyrir þessu. Nóg er af góðum fótboltamönnum í Fjölni.…

12.10 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Sigur á ÍA

Fjöln­ir vann ÍA, 86:79, þar sem Sig­valdi Eggerts­son skoraði 31 stig fyr­ir Fjölni. Derek Shou­se skoraði 26 stig og tók 10 frá­köst fyr­ir ÍA. Flott byrjun hjá ungu strákunum okkar

07.10 2017 | Karfa LESA MEIRA

Ágúst Þ Gylfason lætur af störfum

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í morgun hefur Ágúst Gylfason verið ráðinn þjálfari karlaliðs Breiðabliks. Gústi hefur verið hjá okkur í Fjölni í 10 ár sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og síðan aðalþjálfari sl. 6 ár. Gústi og öll hans fjölskylda hefur verið stór partur af knattspyrnunni hjá okkur í Fjölni í heilan áratug. Hann er einn af fjölskyldunni, frábær félagi sem hefur skilað framúrskarandi starfi fyrir okkur. Við þökkum honum og allri hans fjölskyldu fyrir allt hans framlag til félagsins…

06.10 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Igor í stuði þegar Fjölnir vann FH

Lagleg mörk hjá Igor Jugovic tryggðu Fjölni sigurinn í kvöld. Igor hafði ekki skorað í Pepsi-deildinni í sumar en hann valdi rétta tímapunktinn til að opna markareikninginn. Fjölnismenn voru ofan í baráttunni og viljinn hjá Grafarvogsliðinu var mun meiri en í síðustu leikjum. Þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni. Bestu menn kvöldsins voru, 1. Igor Jugovic Mörkin tvö voru glæsileg og frammistaða hans á miðjunni var einnig góð. 2. Þórður Ingason  Fyrirliðinn átti góðar vörslur, sérstaklega eina í upphafi leiks. Gat…

21.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

3 fl karla Íslandsmeistarar

3. fl. karla félagsins eru Íslandsmeistarar! Liðið vann í dag 4-1 sigur á Breiðblik á Extra vellinum í úrslitaleik Íslandsmótsins fyrir framan töluverðan fjölda áhorfenda og kórónaði þar með frábært tímabil flokksins.  Til að stikla á stóru og rétt til að setja árangurinn og tímabilið í samhengi þá varð A-liðið Reykjavíkurmeistari með fullt hús stiga og markatöluna 74-4, sigruðu síðan A-deildina með markatöluna 56-16 og unnu jafnframt bikarúrslitaleikinn í þar síðustu viku 6-0 gegn Stjörnunni. Þessir strákar eru því Reykjavíkur-,…

19.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fótbolti án aðgreiningar/Football withour restrictions

16. september nk. fer fram alþjóðlegt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber yfirskriftina Fótbolti án aðgreiningar / Football without restrictions en keppendur eru bæði fatlaðir og ófatlaðir. Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnusamband Íslands stýra undirbúningi og skipulagi mótsins í samstarfi við ÍF og Special Olympics á Íslandi. Þetta er fyrsta alþjóðlega knattspyrnumót fatlaðra og ófatlaðra sem haldið er hér á landi. Hingað til lands koma þrjú erlend lið, tvö frá Færeyjum og eitt frá Eyjunni Mön. Íslensku félögin sem taka þátt í…

12.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Foreldrahandbók körfuknattleiksdeildar.

Hér er linkur á foreldrahandbók körfuknattleiksdeildar , handbókin er rafræn og hefur að geyma flestar upplýsingar sem foreldrar og iðkendur þurfa að vita um starf deildarinnar.

11.09 2017 | Karfa LESA MEIRA

Stelpurnar komnar upp í 1 deild

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu unnu Einherja í lokaleik í 2 deild kvenna.  Þær sigruðu leikinn 3 - 0 og eru því komnar í 1 deild á næsta tímabili eins og lagt var upp með í upphafi móts. Óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn.

09.09 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fjölnir-Víkingur R

Á morgun koma Víkingar í heimsókn til okkar á Extravöllinn og hefst leikurinn kl 18:00 Við erum í harðri baráttu í deildinni og vonumst við til að sjá sem flesta mæta á völlinn og styðja okkur í þessum leik. Sjáumst hress á morgun á vellinum - áfram Fjölnir

26.08 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Æfingatöflur veturinn 2017-18

Búið er að uppfæra æfingatöflur fyrir veturinn, sjá hér

25.08 2017 | Knattspyrna LESA MEIRA

Fréttablöð

Skoðið blöð gefin út af félaginu

Útgáfa

Fjölnisvörur

Skoðið úrvalið af Fjölnisvörum

Vörurnar

Hvar erum við ?

Skoðið staðsetningar okkar

Íþróttasvæði

Ungmennafélagið Fjölnir - Fossaleyni 1 - 112 Reykjavík - Sími: 578 2700 - aefingagjold@fjolnir.is - skrifstofa@fjolnir.is

Aðalstyrktaraðilar Fjölnis eru: Bónus og N1.  Landsbanki Íslands er styrktaraðili og viðskiptabanki Fjölnis.