Reglugerð um veitingu viðurkenninga.

1. grein.

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Fjölnir getur veitt þeim, sem unnið hafa störf fyrir félagið viðurkenningu eftir því sem segir í reglugerð þessari.

2. grein.
Viðurkenningar félagsins eru eftirfarandi:
Heiðursforseti.
Heiðursfélagi.
Gullmerki.
Silfurmerki.

3. grein.

Um gull- og silfurmerki gildir, að aðalstjórn félagsins fær sendar inn ábendingar/ tilnefningar frá stjórnum deila. Aðalstjórn tekur endanlega ákvöðun um veitingu viðurkenninga til einstaklinga. Allar viðkenningar félagsins eru afhentar á aðalfundi félagsins ár hvert, eða á sérstökum viðburði félagsins,sem auglýstur verður sérstaklega.

4. grein.

Heiðursforseti félagsins er æðsta viðurkenning félagsins, sem veita má þeim einstaklingum, sem sinnt hafa formennsku í aðalstjórn félagsins í a.m.k. sjö ár, eða þeim einstaklingum sem þykja hafa unnið sérstaklega vel í málefnum félagsins um árabil. Tilnefningar um heiðursforseta þurfa að hafa stuðning a.m.k. 5 einstaklinga frá aðalstjórn og hið minnsta frá 3 deildum félagsins. Tilnefningar skulu berast skriflega til aðalstjórnar eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund. Tilnefningar skal bera undir sameiginlegan fund aðalstjórnar og formanna deilda félagsins og eru aðeins samþykktar ef a.m.k. 4/5 hluti þeirra sem mæta á fundinn eru sammála niðurstöðunni.

5. grein.

Heiðursfélagi er næst æðsta viðurkenning sem veit er til almennra félagsmanna. Hana má veita til þeirra, sem starfað hafa vel og dyggilega fyrir félagið í 20 ár eða lengur. Tilnefningar um heiðursfélaga þurfa að hafa stuðning a.m.k. 3 einstaklinga frá aðalstjórn og hið minnsta 2 deildum félagsins. Tilnefningar skulu berast skriflega til aðalstjórnar eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund. Tilnefningar skal bera undir sameiginlegan fund aðalstjórnar og formanna deilda félagsins og eru aðeins samþykktar ef a.m.k. 4/5 hluti þeirra sem mæta á fundinn eru sammála niðurstöðunni.

6. grein.

Gullmerkið er viðurkenning félagsins, sem veita má þeim sem starfað hafa í stjórnum í 10 ár eða lengur, eða hafa með öðrum hætti unnið vel og dyggilega fyrir félagið. Merkið er einnig veit fyrir sérstök íþróttaafrek.

7. grein.

Silfurmerki félagsins er viðurkenning, sem veita má þeim, sem starfað hafa í stjórnum í 5 ár eða lengur, eða hafa með öðrum hætti unnið vel og dyggilega fyrir félagið. Merkið er einnig veit fyrir sérstök íþróttaafrek.

8. grein.

Stjórn félagsins skal halda fundagerðabók, þar sem skrá skal sérstaklega alla handhafa viðurkenninga.

9. grein.

Þeir sem hljóta heiðursviðurkenningar félagsins hafa einir rétt til þess að bera þær og er óheimilt að framselja þær, eða láta þær af hendi.

10. grein.

Reglugerð þessari verður einungis breytt af aðalstjórn félagsins, sjá 15. grein í lögum félagsins.