Sumarstörf Fjölnis 2024

Við höfum opnað fyrir umsóknir í sumarstörf Fjölnis 2024. Öllum umsóknum verður svarað.

Við bjóðum upp á fjölbreytt störf fyrir 15-25 ára. Í boði er að vinna á íþróttasvæðinu í Dalhúsum, á sumarnámskeiðum deilda ásamt fjölgreinanámskeiði félagsins.
Umsækjendur geta hakað við það starf sem þeir óska eftir, það er í boði að velja fleiri en eitt starf, t.d. að starfa á knattspyrnu- og listskautanámskeiðum.

Vinnutímabil fyrir 15-16 ára er samtals 105 tímar. Samið er um vinnutíma þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Vinnuskólanum.Vinnutímabil fyrir 17-25 ára fer eftir nánara samkomulagi þegar ráðning liggur fyrir. Umsækjendur þurfa einnig að sækja um hjá Hinu Húsinu.

Laun eru greidd út samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar.

Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Fjölnis á sumarnamskeid@fjolnir.is.

 

Skráning fer fram hér:

https://forms.office.com/pages/responsepage.aspx?id=tQYbx3SIz0emX0cicrdwf9xPGYOlIM5Fo5kx7iGGC7RUN1pFRlBEM1dJS0NIM1BMTllKTU9JU0NZTS4u

#FélagiðOkkar

 

 


Jólatrjáasöfnun meistaraflokka Fjölnis í handbolta

Þann 7. janúar ætla meistaraflokkar Fjölnis í handbolta að koma og sækja jólatré í hverfi 112 og farga þeim.

Skráning og nánari upplýsingar um greiðslu má finna hér:

https://forms.gle/UD9LWQ6DPYvMDcoaA


Handboltapassinn – Heimili handboltans

Handboltapassinn – Heimili handboltans

Við viljum kynna nýjung frá Símanum og HSÍ, Handboltapassann. Í Handboltapassanum verða allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað. Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.

Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki karla og kvenna. Unnið er hörðum höndum að bæta þeim útsendingum við þjónustuna á næstunni.

Allir leikir eru aðgengilegir í 2 sólarhringa.

Aðgangur
Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum.

Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.

Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.

Útsending
Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.

Auk þess þá verður einn leikur í hverri umferð í Olís deild karla og kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Þar fáum við áfram að njóta handboltans án gjalds á fimmtudagskvöldum í Olís deild karla og laugardögum í Olís deild kvenna.

Á handboltapassinn.is er hægt að tryggja sér áskrift á aðeins 1.290 kr. á mánuði og fá frekari upplýsingar um þjónustuna.


Samstarfssamningur meistaraflokka handknattleiksdeildarinnar og Blikklausna!

Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Blikklausnir. Blikklausnir verða á búningum meistaraflokka handknattleiksdeildar Fjölnis.

Við þökkum Blikklausnum kærlega fyrir og hlökkum mikið til samstarfsins á komandi árum.

Á myndinni eru Sverrir Jóhann og Gauti Fannar, eigendur Blikklausna ásamt Hildi Scheving markaðsstjóra Fjölnis.


Samstarfssamningur gerður milli Dynjanda og handknattleiksdeildar Fjölnis

Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Dynjanda, en merki þeirra verður á öxlum allra búninga handknattleiksdeildarinnar; meistaraflokka, yngri flokka Fjölnis og samstarfsflokka Fjölnis/Fylkis

Hér til hliðar má sjá Gunnar Val yfirþjálfara handknattleiksdeildarinnar ásamt Pétri Gísla frá Dynjanda við undirskrift samningnins.

Við þökkum Dynjanda kærlega fyrir og við hlökkum til samstarfsins!


Frábær ferð á Granollers cup

30 stelpur úr 3. og 4. flokk Fjölnir- Fylkis í handbolta héldu til Santa susana á Spáni í byrjun júlí þar sem liðin tóku þátt í alþjóðlega handboltamótinu Granollers Cup. Stelpurnar voru með tvö lið sem kepptu í U16 og eitt lið í keppni U18. Frábær liðsandi, barátta og leikgleði skein í gegn alla ferðina og voru stelpurnar félaginu sínu til sóma.

Hér til hliðar eru nokkrar myndir frá ferðinni.


Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll 2023

Fjölnir býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða í allt sumar. Hægt er að velja eitt námskeið fyrir hádegi og annað eftir hádegi með eða án heitrar máltíðar. Sumarámskeiðin eru fyrir börn fædd 2013-2016. Fjölgreinanámskeiðin eru fyrir börn fædd 2014-2017, á því fá börnin að kynnast þeim íþróttum sem eru í boði hjá félaginu.

Skráning fer fram hér

Hvað er í boði?

  • Sumarnámskeið Fjölnis í Egilshöll (fjölbreytt úrval íþrótta) – þú setur saman daginn fyrir barnið þitt. Börn fædd 2013-2016
  • Fjölgreinanámskeið Fjölnis í ágúst – góður valmöguleiki til að kynnast úrvali íþrótta í Fjölni. Börn fædd 2014-2017

Hér má sjá nánari upplýsingar


Fjölnir og Víkingur mætast í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla

Fjölnir og Víkingur mætast í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla. Þetta varð ljóst eftir að bæði lið unnu andstæðinga sína, Þór Ak. og Kórdrengi. Strákarnir okkar áttu frábæra frammistöðu þegar þeir sigruðu Þór Ak. í öðrum leik umspilsins á mánudaginn síðastliðinn á Akureyri!

Liðið sem vinnur þrjár viðureignir hreppir sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Fyllum Dalhúsin á heimaleikjunum og fjölmennum einnig á útileikina í Safamýri.

Fyrsti leikur mun fara fram í Safamýrinni, þriðjudaginn 25. apríl nk. kl. 18:00

Næstu leikir:
Fjölnir – Víkingur | 28. apríl kl. 19:30
Víkingur – Fjölnir | 1. maí kl. 14:00

Ef þarf:
Fjölnir – Víkingur | 4. maí kl. 19:30
Víkingur – Fjölnir | 7. maí kl. 14:00

Áfram Fjölnir!


Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Fjölnis

Samstarf Fjölnis og Fylkis í meistaraflokki kvenna í handbolta verður ekki framlengt, en félögin komust að sameiginlegri niðurstöðu eftir að tímabilinu í Grill 66 deild kvenna lauk. Meistaraflokkur kvenna mun á ný keppa undir merkjum Fjölnis frá og með næsta tímabili.

Samstarf félaganna hófst fyrir tímabilið 2020-2021 og stóð yfir í þrjú keppnistímabil.

Við viljum þakka Fylki fyrir samstarfið undanfarin ár.

Áframhaldandi samstarf félaganna í 3. og 4. flokki karla og kvenna er í vinnslu og vonumst við eftir því að geta kynnt það á næstu vikum.

#FélagiðOkkar


Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar.

HÉR er umsóknareyðublað sem allir þurfa að fylla út til þess að sækja um starf.

ATH! 17-25 ára þurfa líka að fylla út umsókn í gegnum Hitt húsið. HÉR er hlekkur á þá slóð.

Umsóknarfrestur hjá Hinu húsinu er til 15. apríl.

Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um!