Fjölnisjólakúla

Við erum að selja glæsilegar jólakúlur til styrktar yngri flokka starfi félagsins 🎅🎁

Tilvalið í leynivinagjöf til Fjölnisfólks eða bara til að fylla jólatréð af Fjölniskúlum 🎄

Kíkið við á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll og nælið ykkur í jólakúlur ☃✨


Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Við hér í Fjölni búum svo vel að eiga fjölda góðra sjálfboðaliða sem sjá til þess að verkefni innan félagsins eru unnin af kostgæfni.

Við erum ævinlega þakklát ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða okkar til félagsins en án þeirra væri ómögulegt að halda úti jafn öflugu starfi og raun ber vitni.

Takk fyrir ykkur sjálfboðaliðar og til hamingju með daginn!


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða borða

Miðasalan á Þorrablótið fer vel af stað! Miðjusvæðið er nánast alveg fullt en það eru bara tvö borð laus þar.

Þorrablótið fer fram í Fjölnishöllinni í Egilshöll 20. janúar 2024. Á blótinu verður happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, frábær matur frá Múlakaffi og endar kvöldið á rosalegu balli! Húsið opnar kl. 18:00 og blótinu líkur kl. 02:00.

Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).

Hér til hliðar má sjá hvaða borð eru laus.

Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Jólafjáröflun Fjölnis

Jólafjáröflun Fjölnis, 10. – 24. nóvember.

Hér má nálgast sölublað fyrir einstaklinga til að halda betur utan um eigin sölu: https://tinyurl.com/solublad.
ATH! Í excel skjalinu eru formúlur og mikilvægt er að vista skjalið á tölvu til að geta unnið með það.
Sokkarnir koma í fjórum stærðum; 35-38, 39-42, 43-46 og 47-49.

Afhending fer fram í Egilshöll þriðjudaginn 19. desember milli kl. 14 og 18 í austurendanum (við Fjölnishellinn).

Sölutölum er skilað inn í gegnum rafrænt eyðublað, sjá hér: https://forms.office.com/e/j0aL8wxSzx.

#FélagiðOkkar


Hinsegin íþróttakönnun fyrir mennta-og barnamálaráðuneytið

Samtökin ’78 eru að vinna að því að bæta upplifun hinsegin fólk í skólaíþróttum, líkamsrækt og skipulögðu íþróttastarfi. Við erum því að safna upplýsingum um særandi orðræðu og frasa, birtingamyndum mismununar og hvaða skref við þurfum að taka til að bæta upplifun hinsegin fólks á þessum stöðum. Meðfylgjandi er könnun þar sem þið getið skrifað inn ykkar upplifun eða annara, nafnlaust.

https://samtokin78.is/ithrottakonnun/?fbclid=IwAR3zT4Ib25BhtwysZFEFV4w7xso9E5FpHnOE-dq5bGD89mJQqTjybC4aNfw (Könnunin)


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða á seldum borðum

RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
Dagskrá kvöldsins er í smíðum og verður kynnt fljótlega:
kl. 18:00 – Húsið opnar
——
kl. 02:00 – Blóti lýkur
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).
Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Tilkynning - Nýr fimleikabolur fyrir yngri stráka

Tilkynning frá Fimleikadeild Fjölnis

Keppnisbolur fyrir stráka sem hefur verið í notkun síðan haustið 2019 er hættur í framleiðslu hjá GK, það er hægt að sérpanta bolinn en verðið á honum margfaldast við það og teljum við því ekki þess virði að halda í hann áfram.

Við höfum því tekið ákvörðum um að fara í einfaldan en mjög flottan strákabol fyrir yngri þrep (6. -4.þrep, sjá á mynd.)
Bolurinn er á góðu verði og hentar því vel sem keppnisbolur fyrir yngri iðkendur og flottur æfingabolur fyrir allan aldur.

3.þrep og lengra komnir strákar keppa út keppnistímabilið 2023/2024 í bolnum sem þeir eiga núna og fá síðan nýjan keppnisgalla næsta haust, haustið 2024.

Við ætlum að hafa mátunar og pöntunardag fyrir nýja yngri þrepa bolinn,  mánudaginn 6. nóvember kl 16:00-17:00
Greiða þarf á staðnum þegar pantað er, verðið á bolnum eru 6.000 kr

Endilega merkið það hjá ykkur í dagatalið – sjáumst þá !


Landsátak í sundi 1.-28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna.

Nú stinga landsmenn sér til sunds og safna sundmetrum.

Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið.
Skráðu þig inn og skráðu þína sundvegalengd.

Ef þú átt notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnunni getur þú notað það.

Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun.

Nánari upplýsingar er að finna inni á https://www.syndum.is/


Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið

Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið.

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október nk., þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Baráttufundur er fyrirhugaður á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14:00 undir yfirskriftinni ”Kallarðu þetta jafnrétti?”

Ef einhverjar konur/stelpur/kvár sem vinna hjá félaginu, starfsfólk skrifstofu, Dalhúsa og eða þjálfarar vilja taka þátt í kvennaverkfallinu þriðjudaginn kemur 24. október í einhverjum af þeim viðburðum sem haldnir eru í tilefni dagsins þá biðjum við viðkomandi að senda póst á skrifstofa@fjolnir.is fyrir lok vinnudags í dag, mánudag.  Einnig er það á ábyrgð þjálfara sem taka þátt að senda út boð á forráðamenn í gegnum XPS að æfing falli niður vegna þátttöku þjálfara í kvennaverkfallinu.

https://kvennafri.is/


Nýr hópleikur og Getraunakaffi Fjölnis

Nýr 10 vikna hópleikur hefst næstkomandi laugardag, 30. september (30. sept-9. des)

Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.

ATH! – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog

Félagsaðstaðan í Egilshöll (Miðjan hjá skrifstofu Fjölnis) verður opin milli kl. 10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið: https://www.facebook.com/groups/1299902466780921

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin!