Vel heppnað Áramót Fjölnis

Frjálsíþróttadeildin hélt sitt árlega Áramót þann 29. des. 2022. Mótið var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. 78 keppendur tóku þátt í mótinu, þar af 23 keppendur frá Fjölni. Mótahaldið gekk mjög vel og er það að þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem unnu við mótið. Fjölnisfólk stóð sig mjög vel á mótinu, en eftirfarandi iðkendur sigruðu sínar greinar:

Kjartan Óli Ágústsson sigraði 800m hlaup karla á tímanum 1:59,38.

Saga Ólafsdóttir sigraði hástökk kvenna með stökk yfir 1,60m.

Katrín Tinna Pétursdóttir sigraði stangastökk kvenna með stökk yfir 2,40m.

Kjartan Óli Bjarnason sigraði 400m hlaup karla á tímanum 55,79sek.

Pétur Óli Ágústsson sigraði 60m grind 15 ára pilta á tímanum 9,18sek.

Grétar Björn Unnsteinsson sigraði stangarstökk karla með stökk yfir 3,60m.

Veittur er farandbikar fyrir besta árangur mótsins. Að þessu sinni var það Júlía Kristín Jóhannesdóttir úr Breiðablik með 938 IAAF stig. Sigraði hún í 60m hlaupi kvenna á tímanum 7,86sek. Þess má geta að einnig sigraði hún í kúluvarpi kvenna með kast uppá 10,59m.


Óskar sæmdur gullmerki FRÍ

Frjálsíþróttahreyfingin kom saman á Selfossi um helgina þar sem FRÍ hélt sitt 63. ársþing. Á þinginu voru heiðraðir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir frjálsíþróttahreyfinguna undanfarin ár eða áratugi. Þrír einstaklingar frá Fjölni fengu heiðursviðurkenningu á þinginu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar var sæmdur gullmerki FRÍ fyrir sitt frábæra starf. Áður hafði hann verið sæmdur silfurmerki (2014) og bronsmerki (2008). Formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis, Þorgrímur H. Guðmundsson var sæmdur bronsmerki og Auður Ólafsdóttir ritari deildarinnar var einnig sæmd bronsmerki.


Keppendur Fjölnis á RIG

Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana fer fram sunnudaginn 6. febrúar í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þar mun keppa fremsta íþróttafólk landsins í hinum ýmsu greinum. Þeir keppendur sem var boðin þátttaka á mótinu frá Fjölni eru eftirfarandi:

Guðmundur Ágúst Thoroddsen 200m

Bjarni Anton Theódórsson 400m

Kjartan Óli Ágústsson 800m

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir 400m

Guðný Lára Bjarnadóttir 800m

Helga Þóra Sigurjónsdóttir Hástökk

Við erum einnig með keppanda í undir 16 ára hlutanum af mótinu:

Pétur Óli Ágústsson 60m og 600m

Spennandi verður að sjá hvernig þessu duglega íþróttafólki mun ganga á mótinu. Keppnin hefst kl 12:50 og verður sýnt á RÚV kl 16-18 á sunnudaginn.


Katrín Tinna og Bjarni Anton íþróttafólk frjálsíþróttadeildar 2020

Val á íþróttafólki Fjölnis fór fram 17. des sl. Að þessu sinni voru Katrín Tinna Pétursdóttir og Bjarni Anton Theódórsson valin íþróttafólk frjálsíþróttadeildarinnar:

Íþróttakona: Katrín Tinna Pétursdóttir

Katrín Tinna er 17 ára gömul frjálsíþróttakona sem hefur æft frjálsar íþróttir í nokkur ár. Hún hefur náð góðum árangri í hástökki og langstökki og einnig spretthlaupum. Hún náði að stökkva yfir 1,71m í hástökki á Stórmóti ÍR í janúar sem er glæsilegur árangur. Gefur það 936 IAAF stig. Þessi árangur setur hana í 3. sæti á listanum yfir besta árangur í hástökki á Íslandi árið 2020.

Íþróttakarl: Bjarni Anton Theódórsson

Bjarni Anton er 22 ára gamall og hefur æft frjálsar íþróttir í mörg ár. Hann hefur aðallega einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir í 100, 200 og 400 m hlaupum og náð mjög góðum árangri. Á þessu ári hljóp hann best 400m á tímanum 50,70 sek í Bikarkeppni FRÍ í mars. Gefur það 877 IAAF stig sem er frábær árangur. Þessi árangur setur hann í annað sæti á listann yfir bestu afrek í 400m hlaupi innanhúss á þessu ári. Þess má geta að Bjarni Anton tekur þátt í þjálfun yngri iðkenda deildarinnar og nýtur mikilla vinsælda hjá þeim og er góð fyrirmynd.


Óskar fær hvatningarverðlaun unglingaþjálfara

Uppskeruhátíð FRÍ var með óhefðbundnum hætti að þessu sinni vegna Covid. Veittar voru þar ýmsar viðurkenningar. Óskar Hlynsson yfirþjálfari hjá frjálsíþróttadeild Fjölnis fékk hvatningaverðlaun unglingaþjálfara. Óskar hefur haldið úti flottu starfi hjá Fjölni í fleiri ár og hefur myndað þar góðan hóp efnilegra frjálsíþróttaungmenna. Hann er mikil fyrirmynd, er hvetjandi og hefur verið duglegur við það að aðstoða FRÍ í ýmsum verkefnum. Deildin óskar honum til hamingju með verðlaunin. Sjá nánar frétt á síðu FRÍ hér.


Minna og Bjarni valin í landsliðið

Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála hafa valið landsliðshóp Íslands í frjálsum fyrir komandi ár 2021 með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2020. Að þessu sinni á Fjölnir tvo einstaklinga í landsliðinu. Það eru þau Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson. Þau hafa bæði staðið sig mjög vel í styttri vegalengdum og í boðhlaupum.

Árið 2021 verður mjög spennandi og dagskráin þétt en stærsta verkefni landsliðsins er án efa Evrópubikarkeppni landsliða. Ísland keppir að þessu sinni í  2. deild eftir glæsilegan sigur liðsins í 3. deild í Skopje 2019.


Frábær árangur hjá frjálsíþróttakrökkunum í Fjölni

Frjálsíþróttastarfið í sumar hefur verið með nokkuð öðru sniði vegna Covid-19. Þó hafa verið haldin ýmis mót og iðkendur frá Fjölni staðið sig mjög vel. Einn Íslandsmeistaratitill er í höfn, en boðhlaupssveit Fjölnis sigraði í 4x400 m boðhlaupi á MÍ á tímanum 3:28,95. Í sveitinni voru Bjarni Anton Theódórsson, Einar Már Óskarsson, Daði Arnarson og Kjartan Óli Ágústsson. Á Íslandsmeistaramótinu unnust einnig 4 silfur og 2 brons.

Á unglingameistaramótinu náðist frábær árangur en þar uppskáru unglingarnir 5 gull, 8 silfur og 7 brons. Þau sem sigruðu sínar greinar voru Daði Arnarson í 800m hlaupi 20-22 ára, Kjartan Óli Ágústsson í 800m hlaupi 18-19 ára, Sara Gunnlaugsdóttir 600m hlaup og 80m grind í flokki 15 ára og Helga Þóra Sigurjónsdóttir í hástökki 20-22 ára.

Íslandsmeistaramót í fjölþrautum var haldið í Kaplakrika í ágúst og þar sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir í  sjöþraut stúlkna í 16-17 ára flokki með 2960 stig.

Nú er vetrarstarfið að fara í gang og æfingar í öllum flokkum hefjast 1. september. Æfingatöflur deildarinnar eru á heimasíðu Fjölnis. Vegna mikillar aðsóknar er búið að skipta upp yngsta hópnum þ.a. 1.-2. bekkur æfir saman og 3.-4. bekkur æfir saman. Rétt er að vekja athygli á að einnig býður deildin uppá æfingar fyrir fullorðna þrisvar í viku. Æfingar deildarinnar fara ýmist fram í nýja frjálsíþróttasalnum í Egilshöll eða í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Þjálfarar deildarinnar er þaulvant frjálsíþróttafólk og sumir að auki í íþróttafræðinámi. Skráning í flokkana er á heimasíðu Fjölnis. Öllum er velkomið að prófa að mæta á æfingar.

Hlaupahópur deildarinnar hleypur saman 4 sinnum í viku og eru meðlimir á ýmsum getustigum. Í september hefst nýtt byrjendanámskeið hjá hópnum sem stendur yfir í 6 vikur og þátttakendur hlaupa svo með hópnum frítt fram að áramótum. Skráning á námskeiðið og í hlaupahópinn er á heimasíðu Fjölnis.

Æfingatöflur eru eftirfarandi:

6-7 ára (árg. 2013-2014) 1.-2. bekkur
Þriðjudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Fimmtudagar í Egilshöll kl 16:15-17:15
Laugardagar í Egilshöll kl 10:00-11:00

Æfingagjöld haust 2020(sept. – des.): 1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr

8-9 ára (árg. 2011-2012) 3.-4. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Miðvikudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Föstudaga í Egilshöll kl 16:15-17:15
Æfingagjöld haust 2020 (sept. – des.):1-2 æfingar á viku: 22.000 kr 3 æfingar á viku: 29.000 kr

10-14 ára (árg. 2007-2010) 5.-8. bekkur
Mánudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Miðvikudaga í Egilshöll Kl 15:15-16:15
Föstudaga í Egilshöll kl 15:15-16:15
Laugardagar í Laugardalshöll kl 10:00-11:30

Æfingagjöld haust (sept.- des.): 1-2 æfingar á viku: 25.000 kr 3-4 æfingar á viku: 39.000 kr

15 ára og eldri (2006 og fyrr)
Mánudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 17:30-10:30
Miðvikudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 17:30-19:30
Föstudaga í Laugardalshöll kl 17-19
Laugardaga í Laugardalshöll kl 11-13
Æfingastaðsetningar geta verið öðruvísi í september.

Fullorðnir:
Þriðjudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Fimmtudaga í Laugardalshöll kl 18:30-20
Laugardaga í Laugardalshöll kl 10-12

Hlaupahópurinn hleypur saman 4 sinnum í viku.

Upplýsingar um æfingatíma, æfingagjöld og skráning er á fjolnir.is.

Eitthvað fyrir alla!


Góður árangur á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 22. – 23. febrúar. Að þessu sinni kepptu 12 iðkendur frá Fjölni á mótinu og stóðu sig mjög vel. Þrír þeirra komust á verðlaunapall.

Kjartan Óli Ágústsson vann silfur í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,76 og einnig vann hann brons í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:23,15.

Bjarni Anton Theódórsson vann silfur í 400 m hlaupi karla á tímanum 50,90 sek.

Birkir Einar Gunnlausson vann silfur í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:12,31.

Öll úrslit mótsins eru hér.


6 gull á MÍ 15-22

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25. og 26. janúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu. Samtals fengu þessi keppendur 6 gull, 3 silfur og 3 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:

Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 200 m hlaupi 20-22 ára pilta á tímanum 23,13 sek. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi á tímanum 51,03 sek.

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi 18-19 ára á tímanum 2:06,03. Einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi á tímanum 4:36,77.

Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2:41,74. Hún fékk svo silfur í 300 m hlaupi á tímanum 44,12 sek. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd. Hún bætti líka sinn persónulega árangur í 60 m hlaupi og kúluvarpi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki 20-22 ára stúlkna með stökk yfir 1,65 m.

Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,98 m. Hún fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,63 m.

Elísa Sverrisdóttir fékk silfur í 200 m hlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 26,54 sek. Er það hennar besti árangur í vegalengdinni. Hún keppti einnig í 60 m hlaupi og bætti árangur sinn líka þar.

Guðný Lára Bjarnadóttir fékk brons í 400 m hlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 64,85 sek. Hún keppti líka í 200 m hlaupi og bætti sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd.

Kolfinna Ósk Haraldsdóttir fékk brons í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,77 m.

 

Öll úrslit mótsins eru hér.


Þrjú ungmenni frá Fjölni í úrvalshóp FRÍ

FRÍ hefur birt nýjan úrvalshóp ungmenna og að þessu sinni eru þrír Fjölnisiðkendur í hópnum. FRÍ skilgreinir ákveðin lágmörk sem þarf að ná til að komast í hópinn. Þau sem eru í hópnum eru:

 

Kjartan Óli Ágústsson 18 ára fyrir góðan árangur í 800 m hlaupi.

Sara Gunnlaugsdóttir 15 ára fyrir góðan árangur í 400 m hlaupi.

Katrín Tinna Pétursdóttir 17 ára fyrir góðan árangur í hástökki og langstökki.

 

Greinilega efnilegt íþróttafólk þarna á ferðinni en fleiri hafa tækifæri fram á vorið til að ná lágmörkunum og komast inn í hópinn.

Listinn í heild sinni er hér.

Lágmörkin má finna hér.