26.9 2020

Fyrsti leikur nýskipaðs liðs Bjarnarins hjá meistaraflokks kvenna í Fjölni fór fram í gær þegar þær mættu SA í Egilshöll.

Bæði lið mættu ákveðin til leiks og úr varð spennandi leikur sem hélt áhorfendum á tánum.

SA skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins 1 mín og 24 sek voru búnar af leiknum. Mikil barátta var inn á svellinu en fyrsti leikhluti endaði  0-2 fyrir SA þar sem annað mark þeirra var skorað þegar 14 min og 29 sek voru búnar af leiknum.

Stelpurnar stilltu strengi sína í fyrsta leikhléi og mættu ákveðnar inn í annann leikhluta. SA náði þó að skora fyrsta mark þess leikhluta þegar 21 min og 16 sek voru búnar af leiknum.

Bjarnarstelpurnar skoruðu þó næstu tvö mörk .

Fyrra markið var skorað eftir 32 min og 30 sek, markið skoraði leikmaður nr 10, Steinunn Sigurgeirsdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 12 Hörpu Kjartansdóttur.  

Seinna markið kom eftir 34 min og 57 sek, markið skoraði leikmaður nr 7 Sigrún Árnadóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 13 Laura Murphy.

Staðan því orðin 2-3 fyrir SA eftir æsispennandi leikhluta.

Ljóst var að í þriðja leikhluta gæti allt gerst.

Liðin tvö mættu í síðasta leikhluta og augljóst var að bæði lið ætluðu að gefa allt í þennann leik.

Fyrstu tvö mörk leikhlutans skoruðu SA, fyrra eftir 41 min og 03 sek og seinna eftir 47 min og 54 sek.

Staðan því orðin 5-2 SA í vil.

Bjarnarstelpurnar héldu baráttu sinni áfram og skoruðu þriðja mark sitt eftir 55 min og 29 sek, markið skoraði leikmaður nr 99 Maríana Birgisdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 10 Steinunni Sigurgeirsdóttur.

Að leikslokum var staðan Björninn 3 – SA 5.

Leikurinn var litríkur og skemmtilegur og fengu áhorfendur að sjá frábæra takta inn á svellinu.

Ljóst er að framundan er spennandi leiktíð í Hertz deild kvenna þar sem gaman verður að fylgjast með þessu nýskipaða Bjarnarliði frá Fjölni.

 

hægt er að horfa á leikinn hér:
https://www.youtube.com/watch?v=K7sFNR2SRLk