Orri Þórhallsson (2001), Valdimar Ingi Jónsson (1998) og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (2002) hafa allir framlengt samninga sína við Fjölni fyrr á þessu tímabili.

 

Orri er kraftmikill miðjumaður sem hefur leikið stórt hlutverk á yfirstandandi leiktíð og hefur samtals spilað 29 leiki og skorað 5 mörk fyrir Fjölni.

Vilhjálmur er einn okkar allra efnilegasti varnarmaður sem hefur verið að koma virkilega sterkur inn í liðið undanfarið en hann hefur spilað 6 leiki fyrir Fjölni sem og 15 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Valdimar Ingi er framsækinn bakvörður með mikið þol og afburða hlaupagetu sem hefur spilað næstum 100 leiki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.

 

Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið en þeir eru allir uppaldnir Fjölnismenn. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á vellinum!

 

Áfram Fjölnir

 

#FélagiðOkkar