Það voru hressir iðkendur sem mættu á Vorhátíð Fjölnis og Fjölnirs/Fylkis til að fagna lokum handboltatímabilsins í Dalhúsum 3. júní sl. Vorhátíðin er árlegur viðburður sem handhnattleiksdeildin stendur fyrir og var með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana.

Iðkendum var skipt upp í þrjá hópa og komu yngstu iðkendurnir fyrstir. Veðrið leik við okkur þennan daginn og hægt var að njóta útverunnar í skemmtilegum leikjum. Flestir spreyttu sig á hraðskotamælingu og skemmtu sér vel í hoppukastalanum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og með því og því engin átt að fara svangur heim.

Allir iðkendur fengu viðurkenningarskjöl og einnig voru veittar einstaklings viðkenningar m.a. fyrir góðar framfarir, ástundun og fyrir að skara fram úr á öðrum sviðum. Þeir iðkendur sem voru valdir í afrekshópa á vegum HSÍ og í landsliðshópa á tímabilinu voru heiðraðir með rós fyrir góða frammistöðu.

Handknattleiksdeild Fjölnis óskar iðkendum og forráðamönnum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá alla aftur í ágúst.